Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 37
DV Helgarblað FÖSTudagur 1. júní 2007 37 FLÚÐI FRJÁLSHYGGJUNA Ellert B. Schram á fjölbreyttan feril að baki. Hann hefur skarað fram úr á fleiri en einu sviði. Maðurinn, sem er fæddur 1939, átti líklega síst von á því að hann settist á þing fyrir Samfylkinguna í alþingiskosningum 2007. Jaxlinum úr frægu sigurliði KR, vonarstjörnunni úr Sjálfstæðisflokknum frá því upp úr 1970, ritstjóranum, þjóðmálarýninum og forsystumanninum í íþróttahreyfingunni um árabil kom þessi nýjasta vegtylla sennilega mest á óvart. K appinn brosir þegar blaðamað- ur sest niður með honum á heimili hans í Sörlaskjóli í Vesturbænum. Þar eru fram- kæmdir í gangi og ljóst er að verk- stjórinn á heimilinu er frú Ágústa Jóhannsdóttir. Hún skipar fyrir úti í garði, þar sem verktakar stika lóðina og undirbúa byggingu garðpalls. Ellert er hinn rólegasti og virðist ennþá að átta sig á því að hann sé hrokkinn inn á þing. „Með framboð- inu lagði ég ekki endilega upp með það að fara á þing en svona fór það - ótrúlega,“ segir hann í rólegheitum með heitan kaffibollann. „Ég datt inn í morgunsárið og það var eigin- lega komið aftan að mér í djúpum svefni. Líklega er bara góð ára yfir þessu. Samfylkingin hefur myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og mér líst vel á þetta,“ segir hann og brosir. Í margra huga var Ellert bæði per- sónu- og holdgervingur Vesturbæj- aríhaldsins. Þessi heildsalasonur skaraði fram úr með KR og fór hratt fram völlinn í Sjálfstæðisflokknum þar sem margir sáu hann fyrir sér sem framtíðarleiðtoga. „Það kann að vera en ég lét það ekki halda fyrir mér vöku. Hins vegar er rétt að ég var innanbúðarmaður í Sjálfstæðisflokknum frá unga aldri.“ Fórn án umbunar Hann komst á þing eftir fyrstu prófkosningar í Sjálfstæðisflokknum haustið 1970. Þá náði hann sjöunda sæti sem dugði til þess að komast á þing. Síðan tók við þingseta í níu ár. Eftir að ríkisstjórn vinstri flokk- anna sprakk árið 1979 hafði Ellert aftur náð góðu sæti í prófkjöri, en vegna erfiðleika sem steðjuðu að innan Sjálfstæðisflokksins fórnaði hann fyrirséðu þingsæti. „Ég nenni ekki að rifja þetta upp,“ segir hann og brosir í mót sólinni við Ægissíðu. En fyrir þá sem ekki þekkja söguna þá lafði ríkisstjórn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar, sem komst að völdum eftir sigur A-flokk- anna í kosningunum 1978, einungis í ár. „Hún varð bráðkvödd,“ útskýrir Ellert. Það breytti ekki því að óróleiki var áfram innan Sjálfstæðisflokksins um forystu Geirs Hallgrímssonar og um Albert Guðmundsson. Þá voru einn- ig deilur á Norðurlandi sem enduðu með því að Jón G. Sólnes fór í sér- framboð og á Suðurlandi fór Eggert Haukdal líka í einleik. Því var ein- hverra hluta vegna efnt aftur til próf- kjörs innan flokksins, sem ekki sigldi fleyinu á lygnari sjó. Ellert fékk góða útkomu, eins og ári áður, endaði þá í sjötta sæti en sama gilti ekki um full- trúa verkalýðshreyfingarinnar innan flokksins og um formanninn sjálfan. Geir hrapaði niður í níunda sæti. Þeir sem þekkja Ellert segja að það sé bæði kostur og löstur í fari hans að vera fljótur að ákveða sig, en hann var formaður fulltrúaráðs flokksins á þessum tíma. „Já, í samtali sagði ég af alkunnri fljótfærni minni að ég væri til í að skipta um sæti. Tveimur eða þremur dögum seinna var hringt í mig og mér tilkynnt að þetta hefði verið samþykkt,“ segir hann og hlær. Ellert bakkaði niður í áttunda sæti. „Eftir á að hyggja var þetta kannski ekki nein fljótfærni eða fífl- dirfska,“ segir hann hugsi en það er stutt í brosið. „Þarna var ég ung- ur maður, rétt um fertugt. Kannski var ég orðinn þreyttur á biðinni eftir meiri frama og sá fram á langa sísetu án nokkurs ráðuneytis.“ Stærsta rán Íslandssögunnar Hann bauð sig síðan aftur fram í prófkjöri hjá Sjálfstæðiflokknum í Reykjavík 1983. Þá lenti hann í fjórða sæti og flaut léttilega inn á þing. „Þá áttaði ég mig á því að ég væri kominn aftast í biðröðina. Pólitíkin er harð- ur heimur og ég var ekkert verðlaun- aður fyrir fórnina. Ég sat þetta þing með hálfum huga til loka, í eins kon- ar sjálfskipaðri útilegu. Ég var samt aldrei í neinni óvild við flokkinn og var orðaður við formanns- eða vara- formannsembætti um og upp úr 1980, hversu raunhæft sem það ann- ars var.“ Hvort þróaðist þú frá flokknum eða hann frá þér? „Ég gekk ekki úr flokknum á þess- um tíma, heldur lét bara af störfum í innra starfi flokksins. Síðan gerðist það að ég varð ritstjóri DV sem kall- aði sig frjálst og óháð dagblað. Það varð til þess að ég þurfti að horfa á heiminn í kringum mig með öðru en flokksgleraugum. Ég fékk aðra sýn og fjarlægðist flokkshagsmuni. Það réði hins vegar úrslitum um að ég gekk til liðs við Samfylkinguna árið 2003 var að mér fannst vera kominn allt annar bragur á Sjálfstæðisflokkinn. Frjáls- hyggjan hafði tekið öll völd og kornið sem fyllti mælinn var frjálst framsal á óveiddum fiski. Þarna var á ferð- inni sérhagsmunagæsla og stærsta rán Íslandssögunnar sem ég gat ekki sætt mig við. En það er spurning hvort það verður aftur snúið. Þetta kerfi er fast í höndum útgerðarinn- ar og við sjáum afleiðingarnar á Flat- eyri og annarsstaðar, þar sem heilu byggðalögin eru skilin eftir í rúst.“ Ellert nefnir að í kosningunum 2003 hafi slagurinn um frjálst fram- sal á fiskiauðlindunum tapast. „Það er búið að festa kerfið í sessi og mjög erfitt að hverfa til baka. Önnur og þriðja kynslóð sem tók við fiskinum sem var gefinn er búin að framselja hann og það er ekki svo auðvelt að horfa fram hjá nýtingarréttinum. Það verður erfiðara með hverju árinu að vinda ofan af þessari vitleysu.“ Mjúki maðurinn Pistlaskrif Ellerts vekja gjarn- an athygli. Þar birtist baráttumað- urinn, hörkunaglinn úr KR sem og mjúki maðurinn, sá sem tekur upp hanskann fyrir lítilmagnann. „Já, er ég ekki bara svona mjúkur maður?,“ spyr hann og glottir. „Maður hefur ekki bara heila, heldur líka hjarta og það getur sagt manni ýmislegt. Ég er tilfinningaríkur og geðstór. Ég á erf- itt með að horfa upp á ranglæti og misrétti. Sú stefna jafnaðarmanna að horfa til þeirra sem eiga undir högg að sækja hefur alltaf höfðað til mín. Líklega á móðir mín, sem var af fátæku alþýðufólki komin, mik- inn þátt í því að temja mér þá hugs- un.“ Í aðdraganda og í kjölfar kosninga hefur mörgum verið tíðrætt um áhrif auðmanna á lýðræðið. Þeir sem töp- uðu hafa meðal annars bent á fjölda- dreifingu DV í kosningaviku, þar sem stjórnarformaður Baugs og útgáfu- félags DV lagði til samstjórn Sjálf- stæðiflokks og Samfylkingar, auglýs- ingar Jóhannesar í Bónus, sem fólu í sér hvatningu um að strika Björn Bjarnason út. Ellert hefur ekki stórar áhyggjur af þessu. „Auðvaldið hefur alla tíð gert til- raunir til þess að hafa áhrif á stjórn- mál og kosningaúrslit. Við getum nefnt ótal dæmi og Halldór Laxness lýsti þessu vel með Bogesen og hans lagsbræðrum. Menn hafa alltaf verið hvattir eða þvingaðir til þess að kjósa eitthvað ákveðið til þess að tryggja sér atvinnu og öryggi. Og settir út af sakramentinu fyrir að bjóða auð- valdinu byrginn. Menn hafa jafnvel ekki þorað að kjósa eftir sinni sann- færingu af ótta við að missa vinnuna. Þetta er þekkt úr Íslandssögunni og það þarf ekki að fara langt aftur til þess að finna dæmin.“ Auðmenn í pólitík Ellert bendir á að til langs tíma hafi fyrirtæki og auðmenn látið fé renna til stjórnmálaflokka í kosn- ingabaráttu. „Þetta var lagað með löggjöf á síðasta þingi og ég held að það hafi verið spor í rétta átt að meira fé komi til stjórnmálaflokk- anna af almannafé. Það breytir ekki því að fyrirtækin hafa alltaf reynt að hafa áhrif og það kemur úr hörðustu átt að heyra gagnrýni frá Framsókn í þessu sambandi. Eru menn búnir að gleyma SÍS og verulegum styrkj- um frá fjársterkum aðilum í þeirra ranni í gegnum tíðina? Ég sé þess vegna ekki að eitt blað í fjöldadreif- ingu fyrir kosningar hafi breytt einu eða neinu, enda hafði Framsókn- arflokkurinn mælst í sögulegu lág- marki í könnunum, löngu áður en þetta blað var gefið út. Það er billegt að kenna Baugi um hrakfarir sínar. Hitt er annað mál að Jóhannes vinur minn í Bónus hefði mátt sleppa því að auglýsa eftir útstrikunum á Birni Bjarnasyni. En hvað sem líður eignarhaldi á fjölmiðlum, hef ég þá trú að blaða- mannastéttin á Íslandi láti ekki fjar- stýra sér. Færri og færri gefa sig í það að vera leigupennar. Sem forseti Knattspyrnusam- bands Íslands og forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands um ára- bil hefur Ellert séð miklar breyting- ar, meðal annars hvað varðar að- komu peningamanna. Reyna menn að kaupa sér titla, eða hvað? „Já, þetta er liður í þeirri þróun sem við sjáum svo víða eiga sér stað. Það eru breyttir tímar frá því KR var skipað ellefu leikmönnum sem voru fæddir og uppaldir í Vesturbænum. Við sjáum þetta í enn sterkari mynd erlendis þar sem auðkýfingar kaupa heilu fótboltafélögin. Mín skoðun er sú að þeir geri það fyrir frægðina. Það er sem sagt ekki nóg fyrir þetta fólk að vera ríkt. Það þarf líka að vera sýnilegt í blöðunum og í öðrum fjöl- miðlum. Til þess eru fótboltaklúbb- ar keyptir, til að komast í sviðsljós- ið. Íþróttaheimurinn dregur dám af þjóðfélaginu og nýju tískunni. Meiri sýndarmennska, meiri pening- ar, fleirir glansmyndir. Hinir gömlu tryggu sjálfboðaliðar og hugsjóna- menn týna tölunni í íþróttafélögun- um, líka tryggðarböndin, en í staðinn kaupa menn klúbba og keppendur og allt gengur þetta út á að kaupa sér sigur. Já þetta er breytt umhverfi og kannski í takt við samfélagið allt. Það eru peningarnir sem ráða. Engar ráðherrahugmyndir Ellert, sem þrátt fyrir fórnir og sáttfýsi í Sjálfstæðisflokknum lenti aftarlega í goggunarröðinni er aftur sestur á þing fyrir annan flokk. Hefð- ir þú ekki átt að verða ráðherra? „Ég hafði engar slíkar hugmyndir,“ segir hann og hlær. „En ég tek þing- mennskunni eins og hverju öðru verkefni og tek hana alvarlega. Verk- efnin eru ærin. Allra stærsta verk- efnið er að jafna kjör og aðstæður í þjóðfélaginu. Láta sem flesta njóta velmegunarinnar og velferðarinnar. Og svo kannski hitt að sýna og sanna að fólk á erindi á þing, enda þótt það sé komið til ára sinna. Aldur er af- stæður. Aldur á ekki að vera fótakefli, ekki frekar en kyn, stétt eða efnahag- ur. Við höfum öll hlutverki að gegna. Þótt ekki væri nema að skila keflinu til næstu kynslóðar.“ „Íþróttaheimurinn dregur dám af þjóðfélaginu og nýju tískunni. Meiri sýndarmennska, meiri peningar, fleirir glansmyndir,“ segir Ellert. „Menn hafa jafnvel ekki þorað að kjósa eftir sinni sannfæringu af ótta við að missa vinnuna.“ Í ræðustól á Alþingi Ellert kom inn á þing á síðasta kjörtímabili sem varamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.