Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 16
FÖSTudagur 1. júní 200716 Helgarblað DV
Kýlt á tvöföldun
Vegagerðin er í startholunum með
breikkun Suðurlandsvegar í 2+1
veg og búið er að fullhanna þá út-
færslu. Fyrsti hluti leiðarinnar, frá
Lögbergsbrekkunni að Litlu kaffi-
stofunni, er tilbúinn til útboðs.
Þannig er gert ráð fyrir tveimur akr-
einum í aðra áttina og einni akrein í
gagnstæða átt til skiptis með eins til
tveggja kílómetra millibili. Að mati
stofnunarinnar er þetta hagkvæm-
asta leiðin. Hún tryggi ekki síður
umferðaröryggi en tvöfaldur vegur,
ásamt því að flutningsgeta vegarins
sé tryggð.
Vegagerðin vísar til vel heppn-
aðra vegaframkvæmda í Svíþjóð
þar sem alvarlegum slysum hefur
fækkað um helming eftir breikkun
vega í 2+1 með vegriði, auk þess
sem kostnaður við framkvæmd-
ina er helmingi lægri. Í Danmörku,
Þýskalandi, Bretlandi og Írlandi
hefur þessi leið einnig verið farin,
án vegriða, með góðum árangri.
Nú þegar hefur hluti Suður-
landsvegar verið breikkaður í 2+1.
Samkvæmt upplýsingum frá Rann-
sóknarnefnd umferðarslysa hefur
ekkert alvarlegt umferðarslys orðið
á þeim kafla eftir að hann var tekinn
í notkun haustið 2005. Sturla Böðv-
arsson, forseti Alþingis og fyrrver-
andi samgönguráðherra, fól engu
að síður Vegagerðinni nokkru fyrir
kosningar að kanna möguleikann
á tvöföldun vegarins í samráði við
nærliggjandi sveitarfélög. Sú vinna
er stutt á veg komin.
Bíða eftir ráðherra
Svanur G. Bjarnason, svæðis-
stjóri Vegagerðarinnar á Suður-
landi, bendir á að skilaboðin frá
Vegamálastjóra hafi verið þau að
fullhanna 2+1 veg. Hann segir ljóst
að sú leið tryggi öryggi og sé tölu-
vert ódýrari en 2+2 vegur. „2+1 er
sú vinna sem lengst er komin og
talað var um innan Vegagerðar-
innar að fullvinna. Það er sú lína
sem Vegamálastjóri gaf út. Stefna
okkar var alltaf að fara í 2+1 veg og
fyrir ári síðan buðum við hönnun-
ina út. Fyrrverandi samgönguráð-
herra setti síðan af stað vinnu við að
skoða jafnframt útfærsluna 2+2. Ég
veit ekki hvort hún er inni í mynd-
inni eða hvort hún verður fullhönn-
uð,“ segir Svanur.
„Það eru fyrst og fremst sveitarfé-
lögin sem hafa hafnað 2+1leiðinni.
Þeim þykir það ekki nógu fínt. Í kjöl-
farið var byrjað að skoða hina leið-
ina en sú vinna er ekki komin langt.
Hönnun 2+1 leiðarinnar er klár og
fyrsti áfanginn tilbúinn til útboðs.
Umræðan hefur meira að segja þró-
ast út í einkaframkvæmd og í raun
ekkert búið að ákveða í því. Und-
irbúningurinn hefur allur miðast
við 2+1 leiðina og það kemur í hlut
nýs ráðherra að taka lokaákvörðun-
ina. Ég reikna með því að menn bíði
spenntir eftir ákvörðun ráðherra.“
Of fáir flotbúningar
Jón Helgason, framkvæmda-
stjóri Vegagerðarinnar, tekur undir
að 2+1 breikkun vegarins hafi ver-
ið megin áhersla Vegagerðarinnar
fram til þessa. Hann bendir á að nú
þegar sé búið að breikka hluta veg-
arins. „Þetta er sú útfærsla sem vilji
var til að skoða nánar. Öll skipu-
lagsvinna hefur miðast við þessa út-
færslu. Verið er að undirbúa þessa
breikkun og við höfum skoðað þessi
mál í langan tíma. Auðvitað er búið
nú þegar að framkvæma hluta 2+1
leiðarinnar og horfa verður til þess,“
segir Jón.
Hannes Kristmundsson, garð-
yrkjubóndi í Hveragerði, er mikill
baráttumaður þess að Suðurlands-
vegur verði breikkaður í 2+2. Hann
telur fráleitt annað en að breikka
veginn í þá veru þar sem sú leið sé
einfaldlega sú öruggasta. „Það hafa
allir viðurkennt að 2+2 er öruggasta
leiðin. Ég get aldrei sætt mig við
það að velja einhverja leið sem er
næst öruggasta leiðin. Það er bara
ekki nóg því þá er alltaf hætta á að
mannslífum sé fórnað og þá veit
maður aldrei hver getur farið næst-
ur. Ég get ekki sætt mig við það að
keyptir séu 7 flotbúningar um borð
í 10 manna skip. Ég er sannfærður
um að 2+2 leiðin verði valin en fram
til þessa hafa útgerðarmennirnir
ekki talið sig hafa efni á að kaupa
alla flotbúningana.“
Fyrir minni pening
á skemmri tíma
Ágúst Mogensen, forstöðumað-
ur Rannsóknarnefndar umferð-
arslysa, segir nefndina ekki taka
afstöðu til þess hvor leiðin skuli far-
in. Mikilvægast telur hann að ráð-
ast í breikkun vegarins tafarlaust
til að aðgreina aksturstefnurnar.
„Vegagerðin virðist tilbúin með 2+1
breikkun. Það er engum blöðum
um það að fletta að 2+2 leiðin er ör-
uggari. Í okkar huga er mikilvægast
að ráðast í framkvæmdina sem allra
fyrst. Hin leiðin, 2+1, er mun ódýrari
og öryggið slagar hátt í 2+2 útfærsl-
una. Við viljum sem minnst taka af-
stöðu til þess hvor leiðin verði far-
in, niðurstaða okkar er einfaldlega
sú að fá þetta í gegn sem allra fyrst,“
segir Ágúst. „Um leið og önnur leið-
in er ódýrari þá er hún jafnframt
fljótlegri í framkvæmd. Fyrir vik-
ið ætti að vera hægt að fara í bæði
Suðurlandsveg og Vesturlandsveg
fyrir minni pening og á skemmri
tíma. Aðgreining umferðar á báð-
um leiðum er forgangsverkefni og
afar brýnt að ganga í þetta strax. Nú
bíða allir eftir að heyra línuna hjá
nýjum ráðherra.“
Rétt að staldra við
Rögnvaldur Jónsson, verkfræð-
ingur og fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Vegagerðarinnar, telur litlar
sem engar röksemdir liggja fyrir því
að 2+2 breikkun Suðurlandsveg-
ar sé skynsamlegri en 2+1. Hann
segir mikilvægt að líta á vegakerfið
í heild sinni þegar kemur að fjár-
munum. „Vegagerðin, Rannsókn-
arnefnd umferðarslysa og lögreglan
leggja til að byggður verði 2+1 vegur
en ríkisstjórn, þingmenn og sveitar-
stjórnarmenn vilja 2+2. Vegagerð-
in hefur sýnt fram á að 2+1 vegur
er nægilega öruggur og að kostn-
aður sem nálægt einum þriðja af
kostnaði 2+2 vegar. Ekki liggja fyrir
röksemdir þeirra sem vilja byggja
2+2 veg,“ segir Rögnvaldur. „Stjórn-
völd vilja tryggja umferðaröryggi
og greiða umferð um vegi lands-
ins. Ekki verður annað séð en að
2+1 vegur fullnægi báðum þessum
markmiðum. Rétt er að staldra við
og láta ekki tilfinningaleg sjónar-
mið ráða ferðinni. Taka verður til-
lit til arðsemi og öryggissjónarmiða
vegakerfisins. Sé litið til annarra
landa fullyrði ég að engri annarri
þjóð myndi láta sér koma til hugar
að byggja 2+2 vegi með mislægum
gatnamótum fyrir umferð sem er
ekki með fleiri bíla á dag en raun
ber vitni á Suðurlandsveginum.“
Málið í höfn
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
í Hveragerði, lítur svo á að tvöföld-
un Suðurlandsvegar sé í höfn. Hún
bendir á að nærliggjandi sveitarfé-
lög myndi samstarfshóp með Vega-
gerðinni við að útfæra þá leið. „Við
erum að vinna að því að tvöfalda
veginn. Um það ríkir klár einhugur
á Alþingi og öll tvímæli tekinn af í
samgönguáætlun sem liggur fyr-
ir. Þetta er það sem okkur er sagt af
ráðamönnum þjóðarinnar og mér
dettur ekki til hugar að trúa neinu
öðru. Í mínum huga er það því eng-
inn efi að þessi leið verði farin og
mér er sagt að nýr samgönguráð-
herra ætli að tvöfalda. Þannig að ég
lít svo á að málið sé bara í höfn,“ seg-
ir Aldís. „Það er tregða í Vegagerð-
inni, það er engin spurning. Tregð-
an hefur verið það mikil að þeir eru
tilbúnir með 2+1 leiðina en það er
eitthvað sem við viljum ekki. Ef sú
leið verður farin þá sitjum við uppi
með hana næstu árin og við viljum
enga bráðabirgðalausn. Munur á
umferðaröryggi milli leiðanna er
mælanlegur og ekki vil ég vera ein
þeirra sem lendur útundan í þeim
mælingum. Eina leiðin til að tryggja
öryggi og flutningsgetu er 2+2. Mál-
ið er að Vegagerðin ræður þessu
ekki ein og þeir verða að hlýða skip-
unum. Ég hef trú á að þetta sé í
sjónmáli, ráðamennirnir vilja þetta,
Alþingi hefur samþykkt þetta og því
lít ég á málið í höfn.“
TRausTi haFsTeinssOn
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Kristján sagði mér
í vikunni að eng-
in bráðabirgðaleið
verði farin og vegur-
inn verði tvöfaldað-
ur núna, ekki þannig
að ráðast þurfi í það
seinna. Hann er gall-
harður á því að gera
þetta strax.“
ÁTakanlegT Banaslys
Lísa Skaftadóttir, fimm barna
móðir, lést í átakanlegu
bílslysi á Suðurlandsvegi
þann 21. mars. Talið er að
hún hafi fengið
flogaveikikast og færst yfir á
rangan vegarhelming. Á
móti kom vörubifreið og
skullu bílarnir saman
harkalega.
TilBúið í úTBOð
Hluti Suðurlandsveg-
ar, frá
Lögbergsbrekku að
Litlu kaffistofunni, er
fullhannaður miðað
við 2+1 breikkun og
tilbúinn til útboðs.