Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 41
Starfsferill Guðni fæddist á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi 9.4. 1949 og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf. Hann stundaði nám við Héraðsskól- ann á Laugarvatni 1963-66 og lauk bú- fræðiprófi frá Hvanneyri 1968. Guðni vann almenn landbúnað- ar- og verkamannastörf 1968-76, var bústjóri að Hamri í Mosfellssveit 1976, vann við mjólkureftirlit hjá Mjólkur- búi Flóamanna 1976-87, var varaþm. Framsóknarflokksins í Suðurlands- kjördæmi 1986, alþm. þar frá 1987- 2003, alþm. Suðurkjördæmis frá 2003, var landbúnaðarráðherra frá 28.5.1999-24.5. 2007, var varaformað- ur Framsóknarflokksins frá 2001 og er nú formaður flokksins frá því Jón Sig- urðsson sagði af sér formennsku þann 23.5. sl. Guðni var formaður ungmennafé- lagsins Baldurs í Hraungerðishreppi 1969-74, formaður FUF í Árnessýslu 1972-75, formaður SUF 1980-82 og formaður kjördæmasambands fram- sóknarmanna á Suðurlandi 1979-86. Hann sat hann í stjórn Hollustuvernd- ar ríkisins 1982-86, í bankaráði Búnað- arbanka Íslands 1990-98 og formað- ur1990-93, sat í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins 1990-97 og formaður 1990-93, formaður Lánasjóðs land- búnaðarins 1998-99, sat í fulltrúaráði Sólheima í Grímsnesi 1990-94, situr í Þingvallanefnd frá 1995, í forsætis- nefnd Alþingis frá 1995, sat í sam- göngunefnd Alþingis 1991-95, land- búnaðarnefnd 1991-99 og formaður hennar 1995-1999, í heilbrigðis- og trygginganefnd 1995-99, og í sérnefnd um stjórnarskrármál 1995-1996. Guðni var sæmdur stórriddara- krossi fálkaorðunnar af forseta Íslands árið 2005. Fjölskylda Guðni kvæntist 2.6. 1973 Margréti Hauksdóttur, f. 3.4. 1955. Hún er dótt- ir Hauks Gíslasonar, sem nú er látinn, bónda á Stóru-Reykjum í Flóa, og k.h., Sigurbjargar Geirsdóttur, bónda þar og húsfreyju. Börn Guðna og Margrétar eru Brynja, f. 7.3. 1973, framreiðslumaður í Reykjavík, en sambýlismaður henn- ar er Auðunn Sólberg Valsson, f. 8.3. 1964, matreiðslumeistari og eiga þau þrjú börn, Guðna Val, Sölku Margréti og Óliver Tuma; Agnes, f. 20.11. 1976, bankamaður, búsett á Selfossi en börn hennar er Freyja og Snorri; Sigurbjörg, f. 15.4. 1984,bankamaður, búsett í Reykjavík en maður hennar er Arnar Þór Úlfarsson. Systkini Guðna eru Ásdís, f. 6.8. 1942, starfsmaður við Ljósheima, bú- sett á Selfossi; Þorvaldur, f. 17.9. 1943, vélvirki á Stokkseyri; Ketill Guðlaug- ur, f. 14.2. 1945, bóndi á Brúnastöð- um; Gísli, f. 12.1. 1946, d. 23.12. 2006, iðnverkamaður á Selfossi; Geir, f. 11.1. 1947, bóndi og oddviti í Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi; Hjálmar, f. 15.2. 1948, bóndi á Langsstöðum; Auður, f. 12.9. 1950, húsfreyja í Teigi í Fljótshlíð; Valdimar, f. 14.10. 1951, verkamaður á Selfossi; Bragi, f. 27.11. 1952, frjó- tæknir á Selfossi; Guðrún, f. 13.1. 1954, sjúkraliði á Selfossi; Tryggvi, f. 1.4. 1955, fangavörður, búsettur á Selfossi; Þorsteinn, f. 26.4. 1956, bóndi á Syðra- Velli í Gaulverjabæjarhreppi; Hrafn- hildur, f. 1.9. 1957, húsfreyja á Stöðul- felli í Gnúpverjahreppi; Sverrir, f. 18.4. 1959, starfsmaður Samskipa, búsettur á Selfossi; Jóhann, f. 2.2. 1963, fanga- vörður, búsettur á Selfossi. Foreldrar Guðna: Ágúst Þorvalds- son, f. 1.8. 1907, d. 12.11. 1986, alþm. og bóndi að Brúnastöðum í Flóa, og k.h., Ingveldur Ástgeirsdóttir, f. 15.3. 1920, d. 6.8. 1989, húsfreyja. Ætt Ágúst var bróðir Kristjönu Guðrún- ar, móður Guðjóns Guðmundssonar, fyrrv. alþm. Ágúst var sonur Þorvalds, sjómanns á Eyrarbakka Björnssonar, b. á Bollastöðum Björnssonar, b. á Læk og í Auðsholti, bróður Knúts, langafa Hannesar þjóðskjalavarðar og Þor- steins hagstofustjóra Þorsteinssona. Þorvaldur var sonur Björns, b. í Vorsa- bæ Högnasonar, lrm. á Laugarvatni Björnssonar, bróður Sigríðar, móður Finns Jónssonar biskups, föður Hann- esar biskups, ættföður Finsensættar- innar. Móðir Björns Þorvaldssonar var Ólöf Halldórsdóttir, systir Tómas- ar, langafa Hannesar Þorsteinssonar. Móðir Ágústs var Guðný Jóhannsdótt- ir, b. í Eyvakoti Magnússonar, b. á Grjótlæk Bjarnasonar. Móðir Magn- úsar var Elín Jónsdóttir, b. á Stokkseyri Ingimundarsonar, b. í Hólum, Bergs- sonar, ættföður Bergsættar Sturlaugs- sonar. Ingveldur var dóttir Ástgeirs, b. á Syðri-Hömrum Gíslasonar, b. í Bitru Guðmundssonar, b. á Löngumýri Arn- bjarnarsonar, bróður Ögmundar, föð- ur Salvarar, langömmu Tómasar Guð- mundssonar skálds. Móðir Ingveldar var Arndís, syst- ir Jóhanns, föður Kjartans, fyrrv. ráð- herra. Arndís var dóttir Þorsteins, b. á Berustöðum í Holtum Þorsteinssonar, b. á Berustöðum Jónssonar. Móðir Þor- steins var Guðlaug Helgadóttir, syst- ir Guðmundar, afa Nínu Sæmunds- son listmálara. Bróðir Guðlaugar var Bjarni, langafi Guðbjarna, föður Sig- mundar, fyrrv. háskólarektors. Móðir Arndísar var Ingigerður, systir Árna, afa Jóns Dalbú Hróbjartssonar, pr. í Hallgrímskirkju. Ingigerður var dótt- ir Runólfs, b. á Áshóli Runólfssonar, b. á Brekkum í Holtum Nikulássonar. Móðir Runólfs á Brekkum var Mar- grét Runólfsdóttir, b. í Sandgerði Run- ólfssonar, föður Þorgerðar, langömmu Ólafs Friðrikssonar og Haraldar Níels- sonar prófessors. Dóttir Runólfs var Guðrún, langamma Auðar, fyrrv. borg- arstjóra og ráðherra, og Jóns Auðuns dómprófasts. DV Ættfræði föstudagur 1. júní 2007 41 Framvegis mun DV birta tilkynning- ar um stórafmæli, afmælisbörnum að kostnaðarlausu. Tilkynningarnar munu birtast á ættfræðiopnunni sem verður í helgarblaði DV á föstudög- um. Með stórafmælum er hér átt við 40 ára, 50 ára, 60 ára, 70 ára, 75 ára, 80 ára, 85 ára, 90 ára, 95 ára og 100 ára afmæli. Þær upplýsingar sem hægt er að koma á framfæri í slíkum tilkynn- ingum eru nafn afmælisbarnsins, fæðingardagur þess og ár, starfsheiti, heimilisfang, nafn maka, starfsheiti maka, nöfn barna (án fæðingardags, starfsheitis eða maka), nöfn foreldra afmælisbarnsins og tilkynning um gestamóttöku eða önnur áform varð- andi afmælisdaginn. Á hverjum föstudegi verða birtar slíkar tilkynningar um þá sem eiga afmæli á föstudeginum sem blaðið kemur út á til fimmtudags í vikunni á eftir. Þannig verða tilkynningarnar um afmæli á sjálfum útgáfudeginum og næstu viku fram í tímann. Senda skal afmælistilkynningar á netfangið kgk@dv.is. Tilkynningarn- ar verða að berast blaðinu eigi síðar en kl. 15 á miðvikudegi. Það er afar brýnt að þeim fylgi skýr andlitsmynd af afmælisbarninu. AfmælistilkynningAr á ættfræðisíðu MAÐUR VIKUNNAR Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins Veisla í miðborginni Veislukompaníið er alhliða veislu- og fundaþjónusta, nýr og spennandi valkostur í miðborginni. Þú gengur að fyrsta flokks húsnæði með öllum tæknibúnaði, frábærum veitingum og þjónustu á besta stað í bænum. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is Guðni Ágústsson, kankvísi framsóknarmaðurinn frá Brúnastöðum, stendur nú á sínum stóru pólitísku kross- götum þar sem vegir liggja til allra átta, svo vitnað sé í Indr- iða G., annan skemmtilegan framsóknarmann. Á sama tíma og Guðni lýkur átta ára ráð- herradómi tekur hann við for- ystu stjórnmálaflokks sem er vígamóður eftir innri átök og í sögulegri fylgislægð. Guðna bíður nú það erfiða verkefni að sannfæra þjóðina um að flokk- ur sem var stofnaður um ung- mennafélög, sanvinnurekstur og hagsmuni bænda árið 1916, eigi enn fullt erindi við Íslend- inga á 21. öldinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.