Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 19
DV Helgarblað FÖSTudagur 1. júní 2007 19 Sigurinn breyttiSt í martröð Gólan-hæðirnar mikilvægar í hernaði Gólan-hæðir eru um 1.200 ferkílómetra svæði sem tengir saman landsvæði Sýrlands, Ísraels, Jórdaníu og Líbanons. Frá stofnun Ísraels voru Gólan-hæðir undir stjórn Sýrlendinga enda á sýrlensku landsvæði. Útsýni frá hæðunum er stórkost- legt og hernaðarlega afar mikilvægt enda sést greiðlega langt inn í bæði löndin þar sem hæðirnar rísa allt að 1.000 metrum yfir Galileu-hafi. Að loknu sjálfstæðisstríðinu árið 1949 þar sem Ísraelar ráku Sýrlandsher inn á eigið landsvæði undir- rituðu nágrannaþjóðirnar samkomulag sem átti að tryggja vopnahlé þrátt fyrir að Sýrlendingar héldu yfirráðum yfir hæðunum. Í áraraðir notuðu Sýrlendingar yfirburðaaðstöðu sína á Gólan-hæðum til að ráðast á ísraelska bændur á á svo- kölluðum afvopnuðum svæðum við landamæri landanna auk þess að skjóta á sjómenn í Galileu-hafi. Bæði í kjölfar sex daga stríðsins og Yom Kippur-stríðsins árið 1973 flýðu arabar svæðið unnvörpum á meðan Ísraelar fluttu inn og eru þeir nú líklega yfir 200.000. gaza-svæðið Gaza-svæðið er rúmlega 360 ferkílómetra rönd við strönd Miðjarðarhafsins með 11 kílómetra landamæri við Egypta- land og 51 kílómetra landamæri við Ísrael. Gaza var frá stofnun Ísraelsríkis undir stjórn Egypta sem meðal ann- ars notuðu svæðið til að skipuleggja árásir við landamæri Ísraels. Íbúar svæðisins eru um 1,5 milljónir talsins, um ein milljón eru flóttamenn og Palestínuarabar um 500 þúsund. Eftir Sinaí-stríðið 1956 náðu Ísraelar svæðinu á vald sitt en létu það af hendi í kjölfar alþjóðlegs þrýstings. Eftir sex daga stríðið náðu Ísraelar Gaza á vald sitt á ný og settust þar að. Friður hélst þar í skamman tíma því bardagar héldu áfram og sjálfsmorðsárásir araba og árásir Ísraela hafa gengið á víxl allt til dagsins í dag. Um 8.000 Ísraelar bjuggu á Gaza, varðir af jafn mörgum hermönnum, allt til ársins 2005 þegar Ariel Sharon fyrirskipaði brottflutning Ísraela frá svæðinu, sem nú hefur verið notað til að skjóta eldflaug- um inn í Ísrael. Vesturbakkinn bitbein í áratugi Vesturbakkinn dregur nafn sitt af þeirri staðreynd að hann er vesturbakki árinnar Jórdan sem rennur milli Ísraels og Jórdaníu. Þegar Sameinuðu þjóðirnar skiptu upp Palest- ínu árið 1947 í svæði araba og svæði gyðinga með Jerús- alem undir stjórn Sameinuðu þjóðanna, fór mestur hluti Vesturbakkans til arabanna. Eftir sjálfstæðisstríð Ísraela 1948 náðu Jórdanar Vesturbakkanum öllum á vald sitt og varð hann hluti af jórdanska konungsdæminu. Upp úr 1990, að frumkvæði Yitzhaks Rabin, var hugmynd um að byggja steypuvegg milli ísraelska og jórdanska umráðasvæðisins til að koma í veg fyrir átök íbúa svæðisins. Í dag er veggurinn rúmlega 700 kílómetra langur og er hvorki viðurkenndur af Sameinuðu þjóðunum né öðrum yfirþjóðlegum stofnunum. Um miðjan maí 1967 hafði eg- ypski herinn safnað saman 100 þúsund hermönnum og þúsund skriðdrekum á Sinai-skaganum. Sameinuðu þjóðirnar héldu úti eftirlitssveitum á sama stað sem egypski herinn rak tafarlaust á brott. Við tóku ögranir arabaríkj- anna gegn Ísrael og fullyrti Nass- er meðal annars að Ísraelar vildu stríð, og að það væri ágætt því þeir vildu það líka. Sókn er besta vörnin Snemma var ljóst að Ísrael gat ekki beðið eftir að arabaríkin hefðu innrás því það hefði leitt þau út í hefðbundinn bardaga þar sem ísr- aelski herinn hefði þurft að berjast samtímis á þremur vígstöðvum, auk þess sem bardagar í heima- landinu hefðu aukið hættu á mann- falli meðal óbreyttra borgara. Klukkan 08.45 að morgni 5. júní, þegar sól var að rísa í Egypta- landi og flestir hershöfðingjar voru fastir í reglulegri umferðarteppu á leið til vinnu, flugu orrustuþot- ur Ísraela í átt að stærsta og valda- mesta nágrannanum. Mirage III þoturnar sem Ísraelar höfðu áður keypt af Frökkum, náðu að forð- ast ratsjárkerfi Egypta um tíma og komu þeim að óvörum. Nokkr- um klukkustundum síðar höfðu Mirage-þoturnar náð að eyðileggja 309 af 340 orrustuþotum egypska flughersins og sneru að því búnu til baka. Þá gerði ísraelski herinn landinnrás inn á Sinai-skagann og Gaza-svæðið og tók það fljótt af. Sjálfsblekking arabaríkjanna Sjálfstraust arabaríkjanna var mikið og almenningur gerði ráð fyrir að sigur á Ísrael væri í raun formsatriði. Egypsku stjórninni var þó strax ljóst hvers kyns var eft- ir skyndiloftárásirnar og sá að nið- urlæging egypska hersins blasti við. Fyrstu fréttir sem bárust Eg- yptum voru þess efnis að Egypt- ar hefðu unnið stórsigra og nán- ast lagt ísraelska flugherinn í rúst. Þetta var blekking af hálfu Egypta- landsstjórnar sem virkaði á landa hennar í nokkra daga. Talið er að Nasser hafi einn- ig talið Jórdönum trú um að þeir væru að sigra Ísraelana. Í þeirri trú samþykkti Abdullah Jórdan- íukonungur að taka þátt í stríð- inu. Þar áður höfðu Ísraelar reynt að sannfæra Hussein um að halda Jórdönum utan stríðsins. Flestum heimildum ber saman um að Jór- danar hafi reynt hvað þeir gátu til að sleppa við að taka þátt í stríð- inu. Sama gilti um Sýrlendinga sem til að byrja með tóku þátt með varfærnina að leiðarljósi og héldu einungis árásum sínum áfram á Gólan-hæðum. Jórdanar falla Að kvöldi fyrsta dags stríðsins réðst jórdanski herinn inn í ísra- elska hluta Jerúsalem með spreng- ingum og skothríð en þar sem Ís- raelar höfðu nærri öll völd í lofti náðu þeir að skjóta niður flestar orrustuþotur þeirra. Um miðnætti sama dag réðust ísraelskir fót- gönguliðar inn í jórdanska Jerús- alem og náðu þar öllum völdum. Á öðrum degi héldu Ísraelar áfram að berjast gegn Egyptum á jörðu niðri á Sinaí-skaganum. Á þriðja degi var jórdanska hernum ýtt út af Vesturbakkanum og alla leið yfir ána Jórdan. Sama dag lýstu Sam- einuðu þjóðirnar yfir að vopnahlé gilti milli Jórdans og Ísraels. Sýrlendingar hika og tapa Sýrlenski herinn hafði stuttu áður misst sex orrustuþotur í skyndiárás Ísraela auk þess sem Ísraelar náðu strax á öðrum degi stríðsins að eyða flestum þotum þeirra. Sýrlendingar náðu að forða fáum þotum á herflugvelli fjarri landamærum landanna, en þær gerðu ekkert gagn það sem eftir lifði stríðsins. Tromp Sýrlendinga voru enn Gólan-hæðirnar og það var virki sem þeir höfðu lengi haldið og styrkt. Gólan-hæðirnar standa á klettahæð sem rís hæst um 700 metra yfir sjávarmáli með brött- um hlíðum á tvo vegu og aflíðandi hlíð á eina vegu. Aflíðandi hlíðin var eina landleiðin að virkinu sem var tæk að mati hershöfðingja ísra- elska hersins sem voru klofnir í af- stöðu sinni því sumir töldu að það gæti kostað allt að 30.000 mannslíf. Þegar á reyndi náðu Ísraelar hæð- unum frekar auðveldlega með því að senda fyrst inn skriðdrekasveit- ir á meðan þotur gerðu linnulausar loftárásir og fótgöngulið umkringdi virkið. Sýrlendingar, sem hikuðu við sóknarstríð og lögðu allt kapp á varnarstríð töpuðu Gólan-hæðun- um þegar þjóðirnar skrifuðu undir vopnahlé 10. júní 1967. Ný landamæri Eftir tæplega sex sólarhringa bardaga hafði ísraelski herinn náð völdum á Gaza-svæðinu, Gól- an-hæðum, Vesturbakkanum og Sinaí-skaganum. Þar með gátu Ísraelar stjórnað öllum helstu inn- rásarleiðum inn í landið auk þess sem þeir gátu komið í veg fyrir ill- viðráðanlegar árásir ofan úr Gól- an-hæðunum. Siglingaleiðinni í gegnum Tiran-sundið var tryggð auk þess sem siglingar í gegn um Súez-skurðinn voru tryggðar. Jór- danar misstu stjórn á Vesturbakk- anum og Jerúsalem var undir fullri stjórn Ísraela í fyrsta sinn í 2.000 ár. Sigurinn var ótvíræður en ávöxtur- inn var að mörgu leyti bitur. Þrjú af fyrrnefndum fjórum átaka- svæðum, Gaza-svæðið, Gólan- hæðirnar og Vesturbakkinn hafa verið uppspretta allflestra átaka nágrannaþjóðanna frá lokum sex daga stríðsins. Skriðdrekar Skriðdrekasveitir ísraela leggja af stað inn á Sinai-skagann til að berjast við Egypta í upphafi sex daga stríðsins. Ariel Sharon og aðstoðarmenn Frami herforingjans tókst á flug með glæstum sigri í sex daga stríðinu sem síðar gerði hann að forsætisráðherra landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.