Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 40
föstudagur 1. júní 200740 Ættfræði DV ættfræði U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ d v . i s Á níunda tímanum í gærmorgun fann Katalínuflugbátur frá Flugfélagi Íslands flak Douglas Dakota-vélar- innar sem hafði verið saknað frá því um kl. 13 daginn áður. Flak vélarinn- ar fannst í grunnu gili í snarbröttum hlíðum austan í utanverðu Hestfjalli við vestanverðan Héðinsfjörð. Aug- ljóst var að sprenging hafði orðið er vélin lenti á fjallshlíðinni og því nær víst að allir höfðu látist samstund- is. Svo háttar til á þessum slóðum að slysstaðurinn er eini staðurinn á stóru svæði þar sem flakið staðnæm- ist í fjallshlíðinni en hrapar ekki í sjó fram. Hinsta kveðjan Vélin sem fórst var tveggja hreyfla Douglas Dakotavél en var hún ein af þremur DC-3 vélum Flugfélags Ís- lands og hafði einkennisstafina TF- ISI. Vélin sem var í áætlunarflugi frá Reykjavík til Akureyrar hafði lagt af stað frá Reykjavík kl. 11.25 fimmtu- daginn 29. maí 1947. Síðast var haft loftskeytasamband við vélina kl. 12.30 er hún var yfir Skagafirði. Virt- ist þá allt vera með felldu og átti vélin að hafa aftur samband við Akureyri tíu mínútum síðar. Þetta urðu þó síð- ustu loftskeytasamskiptin við vélina. Síðast sást til vélarinnar frá Siglu- nesi um kl. 12.45. Flaug hún þá í austurátt og svo lágt að farþegar í vélinni veifuðu til heimilisfólksins á Reyðarárbænum, norðvestan undir nesinu. Þá var skyggni um einn kíló- metri, mjög lágskýjað með dálítilli úrkomu og fjögurra stiga austanátt. Örskömmu síðar dimmdi yfir með þykkum þokubakka. Líklegur aðdragandi slyssins Ekkert verður sagt um nákvæm- ar orsakir slyssins enda enginn sjón- arvottur að því. Þó þykir einsýnt að dimmviðri og nánast ekkert skyggni séu meginskýringin á þessu hörmu- lega slysi. Vélin flaug sjónflug inn Eyjafjörð en flugleiðsögutæki á þess- ari flugleið voru þá fá og frumstæð. Helst er líkum leitt að því að vélin hafi lent í svo dimmum þokubakka inn Eyjafjörðinn að flugmennirn- ir hafi snúið við og flogið til baka út fjörðinn. Þeir hafi ætlað að halda sér sem næst Siglunesi til að átta sig þar á staðháttum en vélin hafi þá borist í mynni Héðinsfjarðar í norðaustan- áttinni og lent á fjallinu. Lega og stefna flaksins í hlíðinni benti til þess að flugmennirnir hafi orðið fjallsins varir skömmu áður en vélin lenti á því og þá beint vélinni upp á við til að forðast árekstur en það hafi þá verið um seinan. Hörmuleg aðkoma Ekki var hægt að hefja leit að vél- inni úr lofti fyrr en aðfaranótt föstu- dags er farið var að létta til á Norður- landi. Þá fóru tveir Katalínuflugbátar til leitar og ein minni flugvél. Eftir að flak vélarinnar fannst fór leiðangur frá Siglufirði og Ólafsfirði á slysstað- inn á vélbátum. Í leiðangrinum var hjúkrunarfólk og læknar. Leiðangursmönnum gekk greið- lega að finna flakið sem lá í um hundrað metra hæð yfir sjávarmáli í gilskoru fyrir innan, við svokallaðar Vogatorfur. Urðu leiðangursmenn að nota léttabát til að komast í land sök- um brims. Þeir klifu síðan stórgrýtta skriðu upp í gilskoruna þar sem flakið lá og voru komnir á vettvang skömmu fyrir hádegi á föstudegi. Þar blasti við hörmuleg sjón og átakanlegt verkefni. Vélin var mjög illa farin eftir áreksturinn og spreng- inguna þótt annar vængur henn- ar væri heillegur sem og afturhluti skrokksins. Hlutir úr vélinni voru dreifðir um gilið sem var sótsvart eft- ir brunann og líkin lágu dreifð um svæðið en önnur inni í flakinu. Þau voru sum sködduð en þó öll þekkj- anleg. Eitt líkið fannst ekki í þessum leiðangri enda var mönnum uppá- lagt að hreyfa ekki við flakinu eða hlutum þess áður en flugslysarann- sókn færi fram á vettvangi. Virðuleg athöfn á Ólafsfirði og Akureyri Vélbáturinn Egill flutti líkin til Ól- afsfjarðar þar sem búið var um þau og þau sveipuð íslenskum fánum. Þau voru síðan flutt með skipinu Atla til Akureyrar. Áður en skipið lagði frá bryggju í Ólafsfirði, söng Karla- kór Ólafsfjarðar sálmalög og sóknar- presturinn mælti nokkur orð. Er Ms Atli lagðist að bryggju á Ak- ureyri kl. 10 á föstudagskvöldi, voru þar samankomin helstu fyrirmenni bæjarfélagsins og meiri mannfjöldi en áður hafði sést þar. Lúðrasveit Akureyrar lék sorgarlög, Karlakór- inn Geysir söng Hærra minn guð til þín, séra Pétur Sigurgeirsson sókn- arprestur hélt ræðu við skipshlið, síðan söng kórinn Lýs milda ljós, en að því loknu var ekið með líkin til kirkju þar sem leikin voru sorgarlög á kirkjuorgelið. Fánar blöktu í hálfa stöng á föstu- deginum á Akureyri og í Reykja- vík og fyrirhuguðum samkomum var frestað vegna þessa hörmulega slyss. Mesta flugslys á Íslandi Flugslysið í Héðinsfirði fyrir sex- tíu árum er stærsta flugslys sem orð- ið hefur hér á landi. Allir sem með vélinn voru fórust, fjögurra manna áhöfn og tuttugu og einn farþegi. Meðal farþeganna voru ýmsir þekkt- ir einstaklingar svo sem Garðar Þor- steinsson alþingismaður, Brynja Hlíðar lyfjafræðingur á Akureyri, Gunnar Hallgrímsson tannlæknir og Stefán Sigurðsson, deildarstjóri hjá KEA. Þá fórst með vélinni fjögurra manna fjölskylda sem var að flytja búferlum til Akureyrar. Mannskæð flugslysahrina Sama dag og flugslysið varð í Héð- insfirði fórst bandarísk farþegaflug- vél í New York og með henni þrjátíu og sex manns. Fleiri flugslys urðu svo þennan dag og næstu tvo daga. Í Jap- an fórust fjörutíu og einn í flugslysi, fjórtán manns týndu lífi er vél frá hollenska flughernum fórst, fjörutíu manns fórust í flugslysi í Suður-Am- eríku, þrír í Alaska og fimmtíu og þrír fórust með Douglas-vél sem hrap- aði í skóglendi í Maryland í Banda- ríkjunum, tveimur sólarhringum eft- ir Héðinsfjarðarslysið. Þetta þóttu óvenju tíð og mannskæð flugslys á ekki lengri tíma, og reyndar með ólíkindum þegar haft er í huga að þá var flugumferð ekki nema brotabrot af því sem síðar varð. Þá má með nokkrum rétti tala um flugslysavor hér á landi 1947 því auk Héðinsfjarðarslyssins, fórust fjórir er Grumman-flugbát í eigu Loftleiða hvolfdi í flugtaki við Búðardal þann 13. mars auk þess sem tveir ungir menn fórust er lítil kennsluvél hrap- aði til jarðar skammt frá Varmadal í Mosfellssveit í júníbyrjun. Ingibjörg Jóhannsdóttir f. 1. júní 1905, d. 9. júní 1995 Ingibjörg Jóhannsdóttir, skóla- stjóri Húsmæðraskólans að Löngu- mýri í Vallhólma í Skagafirði fædd- ist að Löngumýri og ólst þar upp. Hún var dóttir Jóhanns Sigurðs- sonar, óðalsbónda á Löngumýri, og k.h., Sigurlaugar Ólafsdóttur hús- freyju. Ingibjörg átti tvær systur, Ólöfu og Steinunni sem einnig komu að kennslu. Steinunn var kennari í Skagafirði um langt árabil en kenndi auk þess á Hellissandi. Ingibjörg sótti hússtjórnarnám- skeið við Kvennaskólann í Reykja- vík, var á garðyrkjunámskeiðum í Reykjavík, lauk kennaraprófi 1936, fór námsferð til barna- og hús- mæðraskóla í Noregi og Svíþjóð 1938 og stundaði síðan nám við Hús- mæðrakennaraskóla Noregs og síðar í Danmörku og í Þýskalandi. Ingibjörg er verðugur fulltrúi þeirra staðföstu kvenna af aldamóta- kynslóðinni sem héldu til Reykjavík- ur og síðan út í heim til mennta, með þá hugsjón að leiðarljósi að auka menntun kynsystra sinna. Hún var ein þeirra kvenna sem ruddu braut- ina fyrir nýjum viðhorfum í hús- stjórn og heimilisstörfum er lutu að stórauknum þrifnaði, matjurtarækt- un og fjölbreyttri og hollri fæðu. Ingibjörg stofnaði Húsmæðra- skólann á Löngumýri og var skóla- stjóri hans 1944-1967. Þar hélt hún einnig sumarnámskeið fyrir stúlkur 1955 og 1956 og var forstöðumaður fyrir barnaheimili Rauða kross Ís- lands á Staðarfelli og á Löngumýri. Er Ingibjörg lagði niður húsmæðra- skólann ánafnaði hún Þjóðkirkj- unni jörðina Löngumýri en þar hefur Þjóðkirkjan starfrækt skóla-, funda- og ráðstefnusetur um árabil. Ingibjörg var formaður Skógrækt- arfélags Skagfirðinga, Kvenfélags Seyluhrepps og gjaldkeri Kvenfélags- sambands Skagafjarðar um skeið. Hún flutti til Reykjavíkur 1967. Ingibjörg skrifaði greinar í blöð og tímarit, einkum um uppeldismál, skólamál og hússtjórnarmálefni. Ættfræði DV Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk� dv.is Merkir Íslendingar: á Íslandi Í fréttum var þetta helst... 31. maí 1947: Flugvél fórst á Hestfjalli við Héðinsfjörð Stærsta flugslys Flakið utan í Hestfjalli Enginn sjónarvottur var að slysinu en dimmviðri og lélegt skyggni eru talin líklegasta orsökin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.