Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 30
Íslenska landsliðið mun á laugar-
dag leika gegn Liechtenstein í und-
ankeppni Evrópumótsins, en bæði
lið eru með þrjú stig í riðlinum. Ís-
lenska liðið hefur fengið færri stig
en vonir voru gerðar til og eru leik-
menn liðsins væntanlega ákveðn-
ir í að fá öll stigin á laugardaginn,
enda má segja að leikurinn eigi að
vera skyldusigur fyrir Ísland. Um er
að ræða fyrsta landsleik Íslands á
heimavelli á þessu ári.
Geri ekki kröfu um byrjunar-
liðssæti
Veigar Páll Gunnarsson hefur
haldið áfram þar sem frá var horf-
ið með Stabæk. Á síðasta tíma-
bili lék hann nánast óaðfinnanlega
með liðinu og skoraði átján mörk í
deildinni. Nú þegar átta umferðir
eru búnar hefur Veigar þegar skorað
fjögur mörk.
„Formið er bara mjög gott, við í
Stabæk erum nokkuð ánægðir með
spilamennskuna það sem af er og
ég er þokkalega sáttur við minn leik.
Mér finnst eins og ég hafi haldið
uppteknum hætti frá því í fyrra. Það
var markmiðið og formið verður
alltaf bara betra og betra.“
Aðspurður hvort hann geri ekki
þá kröfu um að vera í byrjunarlið-
inu segir Veigar að erfitt sé að gera
þá kröfu. „Það er erfitt að gera kröfu
um það, en ég hef aldrei átt jafn
mikla möguleika að byrja inni á
velli. Theodór Elmar Bjarnason er
nýliði og Hannes er að spila í sömu
deild. Ég er búinn að skora meira
en hann en geri samt engar kröfur,“
segir Veigar og hlær. „Ég hef alltaf
sagt og segi það enn, ég er sáttur við
að vera í landsliðinu.“
Vinnum á laugardag
Stemningin í landsliðshópnum
hefur alltaf verið mjög góð þó það sé
erfitt að hanga inni á hótelherbergi
heilu og hálfu dagana.
„Það getur tekið á að hanga á
hóteli í allt að 10 daga, en mér finnst
persónulega mjög gaman og hitta
strákana. Það sem við gerum á milli
æfinga er að spila. Í síðustu ferð
gerðum við lítið annað. Það er ekki
mikið að gera, en hérna þá röltir
maður bara upp í keiluhöll og tekur
einn léttan leik.“ Landsliðið dvelur á
Hótel Loftleiðum sem er við hliðina
á keiluhöllinni í Öskjuhlíð.
Væntingarnar til Íslenska liðsins
hafa alltaf verið gríðarlegar. Stund-
um aðeins of miklar að mati Veig-
ars. „Við vinnum þennan leik á laug-
ardaginn, eitt eða tvö núll. Fólk má
ekki búast við einhverjum fimm núll
sigri, það er held ég ekki hægt.
Það eru alltaf miklar kröfur á
landsliðið, mér finnst stundum of
miklar kröfur gerðar til landsliðs-
ins. Eins og í Noregi þar sem ég
spila, þar eru leikmenn og aðrir að
tala um hvað við Íslendingar eigum
marga góða leikmenn. Þeim finnst
þetta ekki alveg passa miðað við að
á Íslandi búa þrjú hundruð þúsund
manns. Miðað við hvað við eigum
fína leikmenn þá er allt í lagi að gera
smá kröfur en þær mega bara ekki
vera of miklar. Það er dálítið stór
krafa að Ísland eigi að komast í all-
ar lokakeppnir,“ segir Veigar. Nú er
að sjá hvort þessi frábæri leikmaður
verði í byrjunarliði Íslands.
Liechtenstein ekki formsatriði
Gunnar Þór Gunnarsson er í
landsliðshópi Íslands í annað sinn
en hann lék sinn fyrsta landsleik
gegn Spánverjum á Mallorka í lok
mars. Þessi ungi bakvörður viður-
kennir að undir eðlilegum kring-
umstæðum ætti íslenska liðið að
hrósa sigri um helgina. „Við verðum
að setja þær kröfur á okkur sjálfa að
vinna þennan leik. Liechtensteinar
hafa þó sýnt það að við munum ekki
fá gefins sigur gegn þeim með því
að vinna Lettana. Við megum ekki
gleyma því að við erum innan gæsa-
lappa bara Ísland og höfum aldrei
efni á því að mæta með hálfum hug
í neinn leik. Ef það gerist þá endar
það illa,“ segir Gunnar. Hann er full-
viss um að íslenski hópurinn muni
ekki líta á Liechtenstein sem forms-
atriði og segir að menn séu með
hugann algjörlega við þetta verk-
efni enda þótt Svíþjóð bíði hand-
an við hornið. Gunnar er að vonum
ánægður með að hafa haldið sæti
sínu í íslenska hópnum en hann var
einn af betri leikmönnum liðsins
gegn Spánverjum. „Ég er bara mjög
ánægður með að vera í þessum hóp
og er mjög stoltur.“
Það má segja að ákveðin kyn-
slóðaskipti séu í gangi hjá íslenska
liðinu enda valdi Eyjólfur Sverrisson
fjóra nýliða í hópinn fyrir þessa leiki
gegn Liechtenstein og Svíþjóð. Auk
þess eru tveir leikmenn í hópnum
sem hafa leikið einn leik hvor. „Mér
lýst mjög vel á þessa menn sem eru
að koma núna. Ég er sannfærður um
að þeir geti allir keppt um að halda
sínu sæti í landsliðinu ef því er að
skipta. Þetta er bara jákvætt, enda
mikilvægt að huga að framtíðinni,“
sagði Gunnar Þór.
Gunnar er uppalinn hjá Fram.
Fyrir rúmu ári síðan hélt hann í at-
vinnumennskuna og hefur leikið
með Hammarby í Svíþjóð. „Það er
mjög fínt og verður bara sífellt betra,
mér líður vel í Stokkhólmi og kynn-
ist borginni alltaf betur og betur.“
benni@dv.is, elvargeir@dv.is
FÖSTudagur 1. júní 200730 Sport DV
Undankeppnin fyrir Evrópu-
mótið í knattspyrnu árið 1996 var
fyrsta undankeppnin fyrir stór-
mót sem Liechtenstein tók þátt í. Í
þeirri keppni náði Liechtenstein 0-
0 jafntefli við Íra en skömmu síðar
fékk landsliðið það orð á sig að vera
auðveldur andstæðingur. Í undan-
keppninni fyrir Heimsmeistara-
mótið 1998 tapaði Liechtenstein
fyrir Makedóníu 11-1.
Félög frá Liechtenstein taka þátt
í deildarkeppni í Sviss og framfar-
irnar hafa verið töluverðar und-
anfarin ár. Þeirra besti árangur í
undankeppni stórmóts náðist fyrir
HM 2006 þegar Liechtenstein vann
báða leiki sína gegn Lúxemborg,
náði jafntefli við Slóvakíu og Portú-
gal og endaði með átta stig.
Merkasti sigur Liectensteina
kom í mars á þessu ári þegar þeir
lögðu Letta að velli. Þetta var fyrsti
sigur liðsins gegn þjóð sem hef-
ur komist í undankeppni stórmóts
en það var sóknarmaðurinn Mar-
io Frick sem skoraði sigurmarkið.
Þjálfari Letta sagði af sér í kjölfar-
ið.
Fimmtán af 24 leikmönnum
liðsins spila með félagsliði frá Li-
echtenstein. Landslið þjóðarinn-
ar er í 134. sæti heimslistans, en
Ísland er 38 sætum ofar, eða í 96.
sæti. Fjórir leikmenn íslenska liðs-
ins spila hér á landi.
Lykilmaður
Mario Frick er fæddur 7. sept-
ember í Sviss á því herrans ári
1974. Hann er sóknarmaður sem
leikur með Siena á Ítaliu og er
markahæsti landsliðsmaður Li-
echtensteina með ellefu mörk í 70
landsleikjum.
Frick hóf ferilinn með FC Balzers
í Liechtenstein en hann hefur
fengið verðskuldaða athygli fyrir
frammistöðu sína á Ítalíu. Frick var
fyrsti leikmaður Liechtenstein til að
leika knattspyrnu með erlendu fé-
lagsliði en hann hefur einnig spilað
í Austurríki og Sviss á ferlinum.
Það þarf vart að taka það fram að
Frick er lykilmaður í liði Liechten-
stein. Hann féll þó í ónáð hjá fyrr-
um landsliðsþjálfara þjóðarinnar,
Ralf Loose, eftir undankeppnina
fyrir HM 2002 og missti sæti sitt í
liðinu. Eftir þjálfaraskiptin ári síðar
snéri Frick aftur í landsliðið.
Frick fór til Ítalíu árið 2000 þeg-
ar ítalska liðið Arezzo keypti hann
frá svissneska liðinu FC Zürich. Hjá
Arezzo skoraði Frick sextán mörk í
23 leikjum og var keyptur til Verona
ári síðar. Árið 2002 festi Ternana
kaup á kappanum þar sem hann
lék í fjögur ár.
Þegar Ternana féll úr næst efstu
deildinni á Ítalíu færði Frick sig um
set og fór til Siena í júlí í fyrra. Frick
var um tíma markahæsti leikmað-
ur efstu deildarinnar á Ítalíu.
Um tíma var því haldið fram að
Frick ætlaði sér að hætta í knatt-
spyrnu árið 2003 af persónuleg-
um ástæðum. Síðar kom í ljós að
ástæðan fyrir þeim fyrirætlunum
var sú að maður vopnaður kúbeini
braust inn á heimili Frick og hafði
í hótunum við hann og fjölskyldu
hans.
dagur@dv.is
Liechtenstein hefur ekki riðið feitum hesti frá undankeppnum stórmóta og hafa mest fengið átta stig:
Merkasti sigurinn var sigur á Lettum
Skærasta stjarnan Mario Frick er Eiður
Smári þeirra Liechtensteina. Hér er hann
í baráttu við david Beckham í leik
Englands og Liechtenstein árið 2003.
Myndi
spila frítt
Með leeds
Ísland leikur á laugardaginn gegn Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins. DV hitti þá Veigar Pál
Gunnarsson og Gunnar Þór Gunnarsson á Hótel Loftleiðum í gær, en þar dvelur íslenski hópurinn.
GetuM ekki Mætt Með
hálfuM huGa í neinn leik
Veigamikill leikmaður
Veigar Páll gunnarsson býst ekki við
stórsigri íslands á laugardag en
reiknar þó með þremur stigum í hús.
Ekki gefins sigur gunnar Þór segir að
íslenska liðið fái ekkert út úr leiknum á
laugardag án þess að leggja sig fram.