Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 14
FÖSTudagur 1. júní 200714 Helgarblað DV MIKILVÆGT AÐ KÆRA HAFI KOMIÐ FRAM Barnaverndarstofa telur mikilvægt að fram hafi komið kæra á hendur barnaníðingi á Kumbaravogi. Það að gerandanum sé refsað er ekki forsenda þess að þolandinn geti unnið úr reynslu sinni á árangursríkan hátt. Þetta kemur fram í svari Vigdísar Erlendsdóttur hjá Barnahúsi og Hrefnu Friðriksdóttur, lögfræðings hjá Barnaverndarstofu. „Barnaverndarstofa telur mikil- vægt að komið hafi fram kæra og að umrætt mál hafi verið rann- sakað hjá lögreglu burtséð frá þessari niðurstöðu. Sama má segja um önnur sambærileg mál. Mikilvægt er að reyna að upplýsa hvað gerst hefur þótt langur tími sé liðinn og getur þessi niður- staða, þrátt fyrir annmarka sína, hugsanlega verið þolanda mikils virði. Það er í raun ekkert óvænt við þessa niðurstöðu. Fyrning og fyrningarfrestur kynferðisbrota hafa verið talsvert til umræðu undanfarin ár. Ljóst er að þær breytingar sem gerðar voru á síð- asta þingi á ákvæðum almennra hegningarlaga um fyrningu sak- ar gilda ekki um brot sem fram- in voru fyrir gildistöku breyting- arlaganna ef fyrningarfrestur var þegar hafinn. Það var því fyrir- sjáanlegt að afleiðinga lagabreyt- inganna yrði ekki vart af fullum þunga fyrr en eftir nokkurn tíma. Þá verður að nefna að fyrningin kann að hafa haft áhrif á það að meintur gerandi viðurkenndi eða játaði brot sitt en bent hefur ver- ið á að sönnunarstaða verði einatt mjög erfið þegar langt er um liðið frá broti.“ Aðstoð og ráðgjöf í boði Hafa margir sem misnotaðir voru sem börn leitað til ykkar? „Nei, það er ekki algengt að til Barnaverndarstofu leiti fullorðn- ir einstaklingar vegna kynferð- isbrota í æsku. Einhverjir hafa þó leitað til Barnaverndarstofu í kjölfar umfjöllunar um mál barna á stofnunum frá fyrri tíð. Þá hélt Barnaverndarstofa nýverið fund með fulltrúum nokkurra stærstu barnaverndarnefnda landsins þar sem þessi mál voru rædd og í ljós kom að barnaverndarnefnd- ir hafa ýmist haft samband við menn sem voru vistaðir á stofn- unum á sínum tíma og boðið þeim aðstoð eða veitt þeim ráð- gjöf og aðstoð sem eftir því hafa leitað. Afnám fyrningarfrests gagn- vart kynferðisofbeldi á börnum á ekki við í þessu máli þar sem það er orðið „of gamalt“. Skýtur ekki skökku við að börn sem upp- lifðu svona voðaverk fyrr á tím- um þurfi að sætta sig við játningu afbrotamannsins og horfa upp á hann ganga lausan? „Eins og áður sagði þá er þetta ekki óvænt niðurstaða þar sem reglan hefur verið sú alveg fram til ársins 2007 að kynferðisbrot gegn börnum hafa fyrnst eftir ákveðinn tíma. Vísað er til þess sem hér seg- ir á eftir um upplifun og líðan þol- anda.“ Staðreynt hvort og í hvaða mæli börn sættu illri meðferð Mál þetta verður sennilega for- dæmisgefandi hvað varðar Breiða- víkurdrengina. Ljóst er af niður- stöðu þessarar umræddu kæru að þeir munu ekki geta leitað réttar síns. Eigið þið til einhver úrræði fyrir þessa menn, sem núna fyrst hafa kjark og getu til að horfast í augu við fortíð sína? „Hér vísum við til þess sem segir hér á eftir um að vinna úr áfalli eft- ir erfiða lífsreynslu. Eins og kunn- ugt er var sett upp í tengslum við geðdeild LHS sérstakt teymi til að veita þeim þjónustu sem voru vist- aðir á stofnunum hér áður fyrr og má hvetja alla til að leita sér hjálp- ar þar. Þá liggur fyrir að forsætis- ráðherra hefur skipað nefnd til að kanna starfsemi vist- og meðferð- arheimila fyrir börn í samræmi við lögin nr. 26/2007. Í þeirri vinnu verður leitast við að staðreyna eins og kostur er hvort og í hvaða mæli börn sættu illri meðferð og nefndin mun leggja grundvöll að tillögum til stjórnvalda um frek- ari viðbrögð ef þurfa þykir. Nefnd- inni hefur verið falið að byrja á að skoða Breiðavíkurheimilið og skila niðurstöðu í lok þessa árs. Til viðbótar má nefna að ein- staklingar hafa tekið höndum saman og stofnað Breiðavíkur- samtökin sem hyggjast beita sér fyrir réttindum þessa hóps.“ Börn efast oft um dómgreind sína Hvernig getur þolandi unnið sig út úr þessari skelfilegu reynslu sem hann upplifði sem barn og hefur borið í rúm þrjátíu ár, þeg- ar niðurstaðan er sú að gerandinn sleppur? „Það að gerandanum sé refsað er ekki forsenda þess að þoland- inn geti unnið úr reynslu sinni á árangursríkan hátt. Ef svo væri, væru batahorfur þeirra sem glíma við afleiðingar kynferðislegs of- beldis mun lakari en raun ber vitni. Eins og kunnugt er, er aðeins hluti kynferðisbrotamála kærður til lögreglu og aðeins hluti þeirra mála sem kærð eru enda með sak- fellingu. Það getur þó verið brota- þolanum mikilvægt að hinn seki sé dreginn til ábyrgðar fyrir brot sín enda samræmist það almennri réttlætiskennd. Í mörgum tilvik- um er það þó játningin sjálf sem er brotaþolandanum mikilvægust. Börn sem þolað hafa kynferðisof- beldi, einkum ef það hefur varað í langan tíma, efast oft um dóm- greind sína og minni. Þau mörk sem flestum eru eðlileg og töm hafa verið brotin og barnið getur því stundum átt erfitt með að meta hvenær farið er yfir þau. Fyrsta skrefið í átt til bata er að segja frá ofbeldinu. Þá er mikilvægt að þol- andinn fái aðstoð sérfræðinga til að vinna úr reynslunni. Börn- um er tryggð ráðgjöf og meðferð í barnaverndarlögum en fullorðnir þolendur þurfa almennt sjálfir að sæka sér aðstoð.” Viðbrögð þeirra sem næst þolandanum standa mikilvæg Hvernig gengur fólki að vinna úr sársaukanum? „Batahorfur þolenda kynferð- islegs ofbeldis eru almennt taldar vera nokkuð góðar. Forsenda þess að ná árangri er að segja frá því sem gerðist og fá viðeigandi að- stoð sérfræðinga. Viðbrögð þeirra sem standa þolandanum næst eru líka mjög mikilvæg. Ef frásögn þol- andans er hafnað sem ósannind- um er það nýtt áfall fyrir þoland- ann sem hefur ef til vill um árabil hugleitt að segja frá ofbeldinu. Það að vera þolandi kynferðislegs ofbeldis er ekki sjúkdómsgrein- ing heldur má segja að þær afleið- ingar sem þolendur glíma við séu eðlileg viðbrögð við óeðlilegri lífs- reynslu.“ Geta þolendur einhvern tíma fyrirgefið? „Tengsl þolenda og gerenda í málum sem snerta börn eru oft- ast of flókin til þess að hægt sé að spyrja þessarar spurningar. Ef ger- andinn er þolandanum nákominn eru afleiðingarnar oft alvarlegri í ljósi þess að hann hefur brugðist þolandanum með því að misnota traust hans og væntumþykju. Þótt barnið fordæmi gjörðir gerandans er ekki þar með sagt að því hætti að þykja vænt um hann, einkum ef gerandinn játar verknaðinn og tekur fulla ábyrgð á honum. Það er meginregla í skaðabótarétti að sá einn ber ábyrgð sem á einhvers konar sök á atburði. Sá ber sem sagt ábyrgð sem veldur tjóni af ásetn- ingi eða gáleysi, með athöfnum eða athafnaleysi. Forstöðumenn sem beita ofbeldi bera ábyrgð á tjón- inu sem rekja má til ofbeldisins, forstöðumenn sem vita eða hefðu augljóslega mátt vita og láta við- gangast að aðrir beiti börn ofbeldi bera væntanlega einnig ábyrgð – forstöðumenn sem vissu ekki, hefðu ekki mátt vita og ekki hægt að ætlast til að hefðu getað komið í veg fyrir ofbeldi bera væntanlega ekki ábyrgð. Þess má geta að sama regla gildir um foreldra – foreldrar bera ekki óskoraða ábyrgð á börn- unum sínum eða gagnvart þeim.” Hvað með forstöðumenn barna- heimilanna? Bera þeir eða báru þeir ekki ábyrgð á börnunum sem send voru til vistar hjá þeim, líkt og foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum? „Spurningu um það hvort ein- hver beri ábyrgð á tjóni sem annar einstaklingur verður fyrir er sjald- an hægt að svara játandi eða neit- andi heldur þarf að fara vandlega í gegnum meðal annars aðstæður, háttsemi, ákvarðanir og atburðarás og meta í hvert sinn.“ Hafa komið upp tilvik hjá ykk- ur þar sem börn lögsækja foreldra sína fyrir að hafa horft framhjá glæp af þessu tagi? „Barnaverndarstofa hefur ekki sérstaka yfirsýn yfir dómsmál þar sem kann að hafa reynt á ábyrgð foreldra gagnvart börnum sín- um. Mér er ekki kunnugt um neitt dómsmál sem barn hefur höfðað gegn foreldri sínu fyrir að hafa ekki verndað sig gegn kynferðisofbeldi af hálfu annars aðila.“ „Nei, það er ekki algengt að til Barna- verndarstofu leiti full- orðnir einstaklingar vegna kynferðisbrota í æsku.“ Vigdís Erlendsdóttir forstöðumaður Barnahúss Börn efast oft um dómgreind sína og minni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.