Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 13
DV Helgarblað FÖSTudagur 1. júní 2007 13 hræðilega glæp sem hann framdi og hefur játað, ekki bara á mér, heldur líka öðrum börnum. Ég er viss um að hann gerir sér enga grein fyrir hvaða afleiðingar þessi misnotkun hafði á líf okkar sem fyrir því urðu. Mér sárn- ar líka óskaplega að sumir af fóstur- bræðrum skuli hafa séð ástæðu til að segja allt aðra sögu um Kumbara- vog en ég upplifði og hafa ekki séð neina ástæðu til að styðja mig. Þessir menn eiga í dag sjálfir börn og mér er spurn: Hvað myndu þeir gera ef einhver beitti þau börn því ofbeldi sem ég og önnur börn á Kumbara- vogi vorum beitt? Þeir sjá engan til- gang með að opinbera þessi mál og verða að eiga það við sína sam- visku. Í grein sem nokkur barnanna af Kumbaravogi fengu að birta í DV kom fram að við hefðum ferðast mik- ið og forstöðumaðurinn hefði hjálp- að okkur með menntun. Þeir sem skrifuðu undir þessa grein voru flest börn sem komu síðasta árið mitt á Kumbaravogi. Í þau fimm ár sem ég dvaldi á barnaheimilinu man ég eft- ir einni ferð sem við fórum öll sam- an. Sú ferð var á skátamót aðventista. Það má hins vegar vel vera að þessi börn sem skrifuðu undir greinina kalli það ferðalög þegar við vorum keyrð um allt Suðurlandið til að betla peninga á sveitabæjum og í þorpum fyrir hungruð börn í Afríku. Í þessari grein sem nokkur „barnanna“ skrif- uðu undir var nefnt að við hefðum fengið svo mikinn kærleik á Kumb- aravogi að við höfum kallað Kristján og Hönnu „pabba og mömmu“. Ég kallaði aldrei Kristján pabba minn. Mér finnst líka einkennilegt að þessi kærleiksmaður skyldi ekki hafa haft samband við mig eftir viðtalið sem birtist við mig í DV í vetur og spurt mig hvort þetta væri sannleikur og hvernig mér liði. Grein þessara kær- leiksríku „fóstursystkina“ minna var til þess eins skrifuð að láta stimpla mig sem lygara. Ég myndi ekki einu sinni samþykkja afsökunarbréf frá þeim eða Kristjáni eins og staðan er núna.” Synirnir saklausir Í viðtali hér í DV fyrir nokkrum vikum sagðir þú að forstöðumaður- inn hefði ekki svarað beiðni þinni um fjárstyrk til náms í Þýskalandi. Hins vegar er fullyrt að hann hafi hjálpað mörgum barnanna fjárhagslega. „Ég veit ekki til þess að forstöðu- maðurinn hafi hjálpað neinu okk- ar sem vorum þarna á sama tíma til menntunar. Einn fósturbróðir minn tók háskólapróf og menntaði sig í út- löndum og að hans sögn fékk hann aldrei krónu frá fósturföður okkar. Fósturfaðirinn sagði oft við mig að hann ætlaði að senda mig til náms hingað og þangað, en það var svikið eins og allt annað. Ég fór á Bændaskólann á Hól- um þegar ég var 18 ára og borgaði allt sjálfur og eins og ég sagði í fyrra viðtali, að þegar ég bað hann um að- stoð til að komast í verslunarskóla í Þýskalandi svaraði hann ekki beiðn- um mínum. Einu börnin sem hann hjálpaði að ganga menntaveginn voru hans eigin synir. Þá þekktum við ekki mikið, því þeir voru alltaf á ferðalögum eða í góðum skólum í útlöndum. Þeir höfðu líka herbergi í sérstakri byggingu á Kumbaravogi, sennilega til að þeir þyrftu ekki að hafa samband við þessa „aumingja“ sem foreldrar þeirra voru svo góðir að hjálpa. Ég kynntist þessum son- um forstöðumannsins aldrei, en það er ekki hægt að dæma þá fyrir hvað gerðist á Kumbaravogi. Ég er viss um að þeir vissu ekki hvernig komið var fram við okkur börnin; þeir voru svo sjaldan á staðnum.“ Ódælt og hrætt barn með beinkröm Elvar hefur líkt og mörg önnur börn sem voru vistuð á barnaheimil- um ríkisins fengið í hendur skýrsluna um dvöl sína á þeim. Þar sá hann fyrst að hann hefði sem ungbarn ver- ið tekinn af heimili sínu og sendur á vöggustofu. „Mörg barnanna sem voru á Kumbaravogi höfðu verið á hin- um og þessum heimilum áður en þau komu á Kumbaravog. Þegar ég kom heim núna um páskana til yf- irheyrslunnar, fékk ég dvalarskýrsl- ur frá Borgarskjalasafninu um veru mína á stofnunum. Dvalarskýrsl- an var mjög ófullkomin. Eftir eins og hálfs árs dvöl á vöggustofu þjáð- ist ég af beinkröm, um mig var skrif- að að ég hefði verið mjög „ódælt og hrætt barn“. Mér sýnist á skýrslunni að á vöggustofunni hafi ekki verið hlúð vel að mér. Þaðan var ég send- ur á hin og þessi heimili sem voru rekin af Reykjavíkurborg og þess á milli var ég hjá foreldrum mínum, þar til ég lenti á Kumbaravogi, ellefu ára gamall. Þá lenti ég sem sagt hjá fólki sem hafði ekkert lært hvernig ætti að umgangast erfið og veik börn með truflaðar sálir. Börn, sem hefðu þurft meiri kærleika og umhyggju en barn sem elst upp við eðlilegar aðstæður hjá foreldrum sínum.Þeg- ar ég var á Kumbaravogi var ekki til vottur af kærleika, ástúð eða blíðu. Ég upplifði þarna líkamlegt og sálar- legt ofbeldi, kynferðisofbeldi og þar að auki var ég tilfinningalega brotinn niður. Ef maður grét eða leið illa þá voru kærleiksorðin: „Farðu bara að vinna, þú munt sjá það hversu fljótt þú gleymir öllu.“ Bak við luktar dyr skrifstofunnar Elvar leggur á það mikla áherslu að þeir sem beittir hafa verið kyn- ferðisofbeldi stígi fram, segi frá og leiti sér hjálpar. „Ég skora á alla sem lent hafa í kynferðisafbrotamönnum að segja frá. Meðan fólk þegir heldur of- beldið áfram og kynferðisglæpa- mennirnir treysta á að fólk skamm- ist sín svo að það treysti sér ekki til að opinbera glæpinn. Það er vitað mál að ef við börnin sem lentum í þessari misnotkun hefðum verið tekin alvarlega og okkur verið trú- að, hefði glæpamaðurinn aldrei haft þann möguleika að skaða jafn marga og hann hefur gert um dag- ana. Ég dreg forráðamenn Kumb- aravogs á þessum tíma til ábyrgðar. Hvernig stóð á því að forstöðumað- urinn leyfði Karli Vigni að sitja inni á skrifstofu sinni og kalla á okkur börnin þangað inn og loka dyrun- um? Hvað hélt forstöðumaðurinn eiginlega að væri að gerast bak við þessar luktu dyr? Að við værum að læra fræði aðventista og borða sæl- gæti? Barnaverndarnefnd Reykja- víkur þessa tíma ber líka mikla sök. Þau fáu skipti sem fólk það- an kom á Kumbaravog gerði það boð á undan sér. Við börnin vor- um kölluð inn, þvegin og sett í hreina garma og stóðum svo í röð og heilsuðum. Ég man ekki eftir því að neitt okkar væri tekið á eintal og spurt hvernig okkur liði og hvernig væri búið að okkur. Við vorum líka svo dauðhrædd við karlinn hann Kristján að við hefðum ábyggilega ekki þorað að segja orð. Hver hefði líka átt að trúa okkur – tilfinninga- lausum verum?“ Sekir verði látnir axla ábyrgð Elvar ætlar ekki að láta við það sitja að málið sé fyrnt og honum tjáð að litlar líkur séu á miskabótum. „Sumir munu segja: „Þetta eru bara örlög lífsins“. Þannig mun því fólki sjálfu líða betur, það vill ekki þurfa að hugsa nánar út í svona hræðilega hluti, enda skilur eng- inn nema sá sem hefur lent í þeim hvað þetta er mikið sálarmorð. En við vitum að svona lagað gerist enn- þá. Þetta er stórglæpur og við verð- um öll að horfast í augu við hann og berjast með öllum hætti til að litlar sálir, sem ekki geta varið sig, gangi ekki í gegnum þennan hrylling. Ég veit að Breiðavíkursamtökin munu hjálpa mér að fara áfram með þetta mál, því það líður það enginn að kynferðisafbrotamaður sem játað hefur glæpi sína skuli sleppa án þess að gjalda fyrir gjörðir sínar. Fyrst þegar ég fékk játninguna í hendur varð ég máttlaus, en nú hef ég fyllst krafti á ný. Þeir sem ábyrgir eru fyr- ir því að líf barna á barnaheimilum ríkisins var lagt í rúst verða að axla afleiðingar gjörða sinna.“ Börnin kenna Sjálfum Sér um „Sumir munu segja: „Þetta eru bara örlög lífsins”. Þannig mun því fólki sjálfu líða betur, það vill ekki þurfa að hugsa nánar út í svona hræðilega hluti, enda skilur enginn nema sá sem hefur lent í þeim hvað þetta er mikið sálarmorð. En við vitum að svona lagað gerist ennþá. Þetta er stórglæpur og við verðum öll að horfast í augu við hann og berjast með öll- um hætti til að litlar sálir, sem ekki geta varið sig, gangi ekki í gegnum þennan hrylling.“ Elvar Jakobsson „Það særir mig djúpt að gerandinn skuli sleppa.“ Framhald á næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.