Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 4
föstudagur 1. júní 20074 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Meindýraeyðar eru kallaðir mun oftar til en áður vegna staraflóa í hýbýlum manna.
Flóin lifir eingöngu á blóði og viðbrögð við flóabiti eru einstaklingsbundin. Karl
Skírnisson, dýrafræðingur að Keldum, segir bitin ekki hættuleg.
FLÆRNAR FÚLSA EKKI
VIÐ MANNABLÓÐI
Meindýraeyðar segja mun algeng-
ara en oftast áður að fólk verði fyrir
bitum staraflóa.
Flærnar lifa eingöngu á blóði sem
þær draga upp í sogrönum sem
stungið er í gegnum húð blóðheitra
lífvera. Eftir situr sár á húðinni sem
veldur óþægilegum kláða í flestum
tilvikum.
Starinn hóf að verpa á höfuðborg-
arsvæðinu fyrir um 40 árum og held-
ur sig að mestu í nágrenni við hýbýli
manna. Fyrsta árið sem stari bygg-
ir holu ríkir oftast friður en lagður
er grunnur að næstu kynslóð flóa. Ef
fuglinn kemst ekki aftur í hreiður sitt
fara flærnar á flakk sökum hungurs
og stökkva á allt sem leið eiga framhjá
hreiðrinu. Þær þurfa á blóðskammti
sínum að halda. Þótt starafló kjósi
helst fuglablóð þá fúlsar hún ekki við
blóði spendýra, þar með talið blóði
manna.
Viðbrögðin við flóabiti eru mjög
einstaklingsbundin. Á skömmum
tíma nær ein og sama flóin gjarnan
að stinga nokkrum sinnum. Sum-
ir verða bitanna vart varir á meðan
aðrir blása upp í bólgur og ofsakláða,
sem ágerist þegar farið er að klóra. Al-
gengast er að flærnar leggist að fórn-
arlömbum sínum í svefni.
Bölvaður viðbjóður
Smári Sveinsson, meindýraeyðir
hjá Vörnum og eftirliti, hefur eitrað
vegna starahreiðra síðustu 10 ár og
segir gífurlega aukningu hafa orðið
á vandamálum vegna flóa síðustu
ár. Hann segir árið í ár slá öll met.
„Það er búin að vera algjör sprengja
í ár. Flóin er út um allt og óvenjulega
mikið um bit þetta árið. Það eru bara
allir sundurbitnir, jafnvel við það eitt
að ganga um garðinn sinn. Það er allt
vaðandi í þessu og fólk er mikið bit-
ið,“ segir Smári. „Ég myndi segja 100
prósent aukningu frá síðasta ári og
ég hef aldrei séð þetta svona svaka-
legt. Staranum hefur fjölgað mikið
og veðurskilyrðin greinilega hon-
um hagstæð. Sumir í faginu forð-
ast að eiga við staraflóna því það er
í raun bölvaður viðbjóður að standa
í þessu og menn óttast að bera þetta
með sér heim. Fólk má alls ekki bíða
lengi með aðgerðir því það er rosa-
legt að fá flóna inn í hýbýlin. Bitun-
um fylgir mikill og óþægilegur kláði
sem getur orsakað blóðeitrun. Mér
er svo sem sama um fullorðna fólkið
varðandi kláðann en mestar áhyggj-
ur hef ég af börnunum.“
Andstyggðar kúlur
Lilja Jónsdóttir, íbúi í Garðabæ,
hefur orðið illa fyrir barðinu á flóa-
bitum. Hún segist hafa orðið alveg
friðlaus vegna óþæginda af völdum
bitanna. „Það er greinilegt að mað-
ur getur krækt í þessar flær hvar sem
er. Ég hef lent nokkuð í þessu eftir að
hafa verið á gangi útivið með hund-
ana mína. Þetta er alls staðar og dýrin
sjálfsagt dugleg að bera þetta inn. Ég
hef verið bitin mjög víða og fékk ansi
mörg bit hérna fyrir 2 vikum síðan. Í
kjölfarið þurfti ég að sækja smyrsl til
að lina þjáningarnar,“ segir Lilja. „Eft-
ir að hafa fengið bit er maður eigin-
lega friðlaus því þetta eru andstyggð-
ar kúlur sem koma af þessu. Sem
betur fer gengur þetta yfir eins og allt
annað. Ég virðist vera sloppin í bili.
Þetta er hrikalegt að eiga við þetta og
enginn sem vill lenda í þessum bitum
því þá er enginn friður vegna óþæg-
inda og kláða.“
Ekki hættuleg bit
Karl Skírnisson, dýrafræðingur á
tilraunastöðinni að Keldum, kannast
ekki við að störum hafi fjölgað hér á
landi síðustu ár. Hann segir lífsferil
staraflóarinnar taka eitt ár og að því
loknu bíði þær sársoltnar eftir blóði.
„Fuglum fylgja flær og hér á landi er
að finna 5 tegundir. Önnur algengasta
er oftast kennd við starann þó svo að
réttara væri að nefna hana hænsna-
fló. Nafnið er líklega komið frá því að
starinn finnur sér gjarnan hreiður í
nábýli við mannabústaði og því verða
menn oft fyrir biti af völdum flóar-
innar,“ segir Karl. „Flóalirfur næra sig
á lífrænum hreiðurefnum yfir sum-
artímann. Fullvaxnar púpa þær sig
og næsta vor bíður herskari soltinna
flóa eftir því að fuglinn snúi aftur. Ef
að hreiður er lokað af leita flærnar
inn í hýbýli manna og ráðast á blóð-
heit dýr þar. Kettir verða gjarnan fyr-
ir barðinu á þeim. Fullorðnar flær lifa
eingöngu á blóði og bit af þeirra völd-
um eru ekki hættuleg. Þetta er óþægi-
legt við að eiga sökum kláða og eina
hættan sem gæti orðið er ef bakteríur
komast í sárið. Ég hef aldrei heyrt tal-
að um það hér á landi.“
TrAuSTi hAfSTEinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Flóin er út um allt og
óvenjulega mikið um
bit þetta árið. Það eru
bara allir sundurbitn-
ir, jafnvel við það eitt
að ganga um garðinn
sinn.“
nóg að gera smári
sveinsson
meindýraeyðir hefur
haft í nógu að
snúast í baráttunni
við staraflóna.
Um helgina fer fram söfnun á knattspyrnutengdum varningi sem senda á til Gambíu:
Útspark til Gambíu
„Þetta hefur aldrei verið fram-
kvæmt og við sem stöndum að þessu
vitum að Íslendingar hafa tilhneigingu
til að dæma hlutina ónýta þegar ekk-
ert er að þeim, á meðan fólk í Gambíu
tæki þessum varningi fagnandi,“ segir
Halldór Einarsson í Henson. Hann er
einn þeirra sem standa að baki söfnun
á knattspyrnuvarningi sem senda á í
gámi til Gambíu.
Gámurinn er sendur á vegum
Rauða krossins sem fékk Knattspyrnu-
samband Íslands og Henson í lið
með sér og verður staðið fyrir söfn-
un á morgun og á laugardag. „Það má
senda allt sem tengist knattspyrnu á
einn eða annan hátt, til dæmis skó,
stuttbuxur, treyjur, jafnvel gul og rauð
spjöld eða dómaraflautur,“ segir Hall-
dór og bætir því við að söfnunin verði
einföld í sniðum. „Við verðum með
söfnunina við fjórar verslanir Bónuss;
við Spöngina, Skútuvog, Smáratorg
og Helluhraun. Svo verðum við einn-
ig á landsleiknum gegn Lichtenstein
á laugardaginn og ég hvet fólk til að
leggja söfnuninni lið ef það á varning
sem það er hætt að nota. Rauði kross-
inn á Íslandi hefur verið í samstarfi við
Rauða krossinn í Gambíu og þetta er
liður í því samstarfi. Þessi söfnun er
því mjög örugg því það væri leiðin-
legt að hafa fyrir þessu og láta þetta
síðan lenda í röngum höndum,“ segir
Halldór og segir að það geti vel hugs-
ast að þetta framtak verði endurtekið.
„Ég sé fyrir mér að það væri hægt að
gera þetta að reglulegum lið, til dæmis
á tveggja ára fresti en það fer eftir því
hvernig söfnunin gengur núna. Ég sé
fyrir mér að núna verði sendur einn 40
feta gámur og einn 20 feta. Þó að það
náist í einn gám verð ég sáttur enda er
þetta gott framtak,“ segir Halldór.
halldór í henson stendur fyrir
söfnun á knattspyrnuvarningi.
Ljósmæður frá
útlöndum
Ljósmæður hjá Landspítlan-
um komast ekki í lengra en fjög-
urra vikna frí sumar sökum þess
að erfiðlega hefur gengið að ráða í
sumarafleysingar.
Fjórar ljósmæður koma frá út-
löndum í sumarafleysingar, tvær
frá Danmörku, ein frá Svíþjóð og
ein íslensk sem búsett er í Banda-
ríkjunum. Hildur Harðardóttir,
sviðstjóri lækninga á kvennasvið
Landspítalans, segir ekki hægt að
hagræða álagi á fæðingardeild
eins og gjarnan er gert á öðrum
deildum, því börnin koma þegar
þeim hentar. Aukið álag er á þá
starffólkið sem eflaust mun taka
fleiri vaktir en venjulega.
Nýútskrifaðar ljósmæður tóku
samstíga þá ákvörðun í byrj-
un maí að ráð sig ekki til starfa
hjá Landspítalnum vegna lakra
launakjara.
Mega fæða í vatni
„Það er ekki stefnan að
beina konum í vatnsfæðingu en
þær sem vilja fæða í vatni geta
gert það,“ segir Hildur Harð-
ardóttir, sviðsstjóri lækninga á
kvennadeild. Frá því um ára-
mót hafa að meðaltali sex börn
fæðst í vatni á mánuði í Hreiðr-
inu á Landspítalanum.
Nýbúið er að vinna verk-
lagsreglur um vatnsfæðingar,
þar sem ákveðið hafði verið að
leyfa þær en áður hafði það þó
stundum gerst að börn fæddust
í vatni því heitt bað er notað
sem verkjastillandi meðferð í
aðdraganda fæðingar. Til að
fá leyfi til þess fæða í vatni má
ekki vera um neina fylgikvilla
eða vandamál að ræða.
Skrifstofufólk
hækkar mest
Laun skrifstofufólks hækka
mest en verkafólk er sú starfsstétt
sem fær minnstu hækkunina.
Þegar þróun launa er skoðuð
eftir atvinnugreinum hækkuðu
mest þeir sem vinna í fjármála-
þjónustu, lífeyrissjóðum og vá-
tryggingamatvinnugreinum en
minnst þeir sem starfa við iðnað.
Hagstofan birti vísitölu launa í
gær sem unnin er út frá launa-
þróun. Vísitalan hækkaði um 4,1
prósent frá fyrri ársfjórðungi.
500 unglingar
læra á fjármálin
Fimm hundruð unglingar í
tíunda bekk, úr tíu grunnskól-
um, hafa mætt í fjármálafræðslu í
boði sparisjóðanna í vetur.
„Yfirdráttur fólks á Íslandi
er að meðaltali um 700 þúsund
krónur og oft
á tíðum lendir
fólk snemma
í skuldafeni.
Markmið er að
vekja börn á
þessum unga
aldri til um-
hugsunar um
það hvað hlut- irnir
kosta. Best er að kenna þeim að
spara á meðan þau eru ung“, seg-
ir Trausti Haraldsson markaðs-
stjóri hjá Byr um ástæðurnar fyrir
námskeiðunum.