Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 17
DV Helgarblað Vegagerðin er búin að fullhanna Suður- landsveg miðað við 2+1 breikkun. Fyrsti áfangi vegarins er tilbúinn til útboðs og Vegagerðin bíður spennt eftir endanlegri ákvörðun nýs samgönguráðherra. Hann- es Kristmundsson, baráttumaður fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar, segir sam- gönguráðherra hins vegar gallharðan í því að tvöfalda veginn strax. Ráðherra tvöfaldar Hannes telur útilokað að breikka veginn í 2+1 til bráða- birgða og segir sig hafa heimildir fyrir því að sú leið verði ekki far- in. Að hans mati hefur Vegagerðin verið of þver í afstöðu sinni hing- að til og tekur undir að stofnun- in þurfi að hlýða skipunum. „Eftir að hafa rætt við núverandi sam- gönguráðherra er ég sannfærð- ur um að 2+2 leiðin verður far- in. Þetta var skoðun Sturlu alveg frá því í haust og bæjarstjórinn í Hveragerði hefur líka sagt mér að þetta verði tvöfaldað. Kristj- án sagði mér í vikunni að eng- in bráðabirgðaleið verði farin og vegurinn verði tvöfaldaður núna, ekki þannig að ráðast þurfi í það seinna. Hann er gallharður á því að gera þetta strax,“ segir Hannes. „Það skipti sköpum að sunnlensk sveitarfélög breyttu afstöðu sinni og fóru að berjast fyrir tvöföld- uninni. Við sjáum að 2+1 er ekki framtíðin og ég geri ekki mikið úr þeirri röksemdafærslu að sú leið tryggi öryggi á við hina leiðina. Það gæti verið með réttri hönnun en útfærsla Vegagerðarinnar er bara ekki rétt hönnuð. Ég er full- ur bjarstýni á að skynsemin ráði för og tvöföldunin verði ofan á. Ég get lítið sagt við Vegagerðarmenn fyrir að hafa fullunnið 2+1 veg. Hins vegar verða þeir að vinna eftir skipunum að ofan og ég trúi ráðherra að þessi leið verði farin.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir feng- ust ekki svör frá Kristjáni Möll- er samgönguráðherra við vinnslu fréttarinnar. KRistján MölleR Samgönguráðherra er sagður staðráðinn í því að tvöfalda Suðurlandsveginn strax þannig að ekki þurfi að grípa til bráðabirgðaleiða. stuRla BöðvaRsson Fyrrverandi samgönguráðherra fól Vegagerðinni að kanna möguleikann á tvöföldun Suðurlandsvegar. Samstarfshópur Vegagerðar og sunnlenskra sveitarfé- laga vinnur að málinu sem er stutt á veg komið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.