Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Page 17
DV Helgarblað
Vegagerðin er búin að fullhanna Suður-
landsveg miðað við 2+1 breikkun. Fyrsti
áfangi vegarins er tilbúinn til útboðs og
Vegagerðin bíður spennt eftir endanlegri
ákvörðun nýs samgönguráðherra. Hann-
es Kristmundsson, baráttumaður fyrir
tvöföldun Suðurlandsvegar, segir sam-
gönguráðherra hins vegar gallharðan í
því að tvöfalda veginn strax.
Ráðherra tvöfaldar
Hannes telur útilokað að
breikka veginn í 2+1 til bráða-
birgða og segir sig hafa heimildir
fyrir því að sú leið verði ekki far-
in. Að hans mati hefur Vegagerðin
verið of þver í afstöðu sinni hing-
að til og tekur undir að stofnun-
in þurfi að hlýða skipunum. „Eftir
að hafa rætt við núverandi sam-
gönguráðherra er ég sannfærð-
ur um að 2+2 leiðin verður far-
in. Þetta var skoðun Sturlu alveg
frá því í haust og bæjarstjórinn
í Hveragerði hefur líka sagt mér
að þetta verði tvöfaldað. Kristj-
án sagði mér í vikunni að eng-
in bráðabirgðaleið verði farin og
vegurinn verði tvöfaldaður núna,
ekki þannig að ráðast þurfi í það
seinna. Hann er gallharður á því
að gera þetta strax,“ segir Hannes.
„Það skipti sköpum að sunnlensk
sveitarfélög breyttu afstöðu sinni
og fóru að berjast fyrir tvöföld-
uninni. Við sjáum að 2+1 er ekki
framtíðin og ég geri ekki mikið úr
þeirri röksemdafærslu að sú leið
tryggi öryggi á við hina leiðina.
Það gæti verið með réttri hönnun
en útfærsla Vegagerðarinnar er
bara ekki rétt hönnuð. Ég er full-
ur bjarstýni á að skynsemin ráði
för og tvöföldunin verði ofan á. Ég
get lítið sagt við Vegagerðarmenn
fyrir að hafa fullunnið 2+1 veg.
Hins vegar verða þeir að vinna
eftir skipunum að ofan og ég trúi
ráðherra að þessi leið verði farin.“
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir feng-
ust ekki svör frá Kristjáni Möll-
er samgönguráðherra við vinnslu
fréttarinnar.
KRistján MölleR
Samgönguráðherra er
sagður staðráðinn í því að
tvöfalda Suðurlandsveginn
strax þannig að ekki þurfi að
grípa til bráðabirgðaleiða.
stuRla BöðvaRsson
Fyrrverandi samgönguráðherra fól Vegagerðinni að
kanna möguleikann á tvöföldun Suðurlandsvegar.
Samstarfshópur Vegagerðar og sunnlenskra sveitarfé-
laga vinnur að málinu sem er stutt á veg komið.