Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 56
föstudagur 1. júní 200756 Helgarblað DV TónlisT Franska tvíeykið Air heldur tónleika hér á landi þann 19. júní. Tónleikarnir munu fara fram í Laugardalshöllinni og verð- ur ekkert til sparað til að gera tónleikana sem allra glæsilegasta. Miðasala á tónleik- ana hefst í dag í verslunum Skífunnar, BT á landsbyggðinni og á midi.is. Air sam- anstendur af þeim Nicolas Godin og Jean Benoit Dunckel sem stofnuðu sveitina árið 1995. Þrátt fyrir að vera einungis tveir í bandinu mun heil hljómsveit vera þeim til halds og trausts á sviðinu í Laugardals- höllinni. Mikill tækjabúnaður mun fylgja sveitinni og verða tónleikarnir án efa mjög veglegir og flottir. Um þessar mundir er hljómsveitin í alþjóðlegu tónleikaferða- lagi til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni Pocket Symphony sem hefur hlotið ein- róma lof gagnrýnenda. Áður hefur Air sent frá sér plöturnar Moon Safari, The Virg- in Suicides, 10.000 Hz Legend og Talkie Walkie. Hinn þekkti upptökustjóri Nigel Godrich sem starfað hefur með sveitum á borð við Beck, Radiohead og Pavement vann að nýjustu plötunni í sambandi við Air-meðlimina. Miðaverð á tónleikana er 5.500 krónur í stúku og 4.500 krónur í stæði. Tónleikarnir eru hluti af frönsku vori í Reykjavík og eru haldnir í samstarfi við Hr. Örlyg, Icelandair og Corona. Píanó Lennons til sölu Píanóið sem john Lennon spilaði á sama kvöld og hann lést er nú til sölu fyrir 375 þúsund dollara sem samsvarar rúmum tuttugu og þremur milljónum íslenskra króna. Píanóið var áður í eigu the record Plant recording studios í new York þar sem hinn frægi Bítill tók upp Imagine-plötuna sína frægu árið 1971. sögur segja að Lennon hafi spilað á píanóið einungis nokkrum klukkutímum áður en hann var skotinn til bana þann 8. desember árið 1980. Einnig er sagt að tónlistarmennirnir don McClean og Bob dylan hafi látið fingur sína leika um nótur píanósins. Tónlistarakademía DV segir Hlustaðu á þessa! fnykur með samúeli jón samúelssyni og Big Band. at War With the Mystics með the flaming Lips Pocket symphony með aIr dumb Luck með dntel Cassadaga með Bright Eyes Flaming Lips á Hróarskeldu Bandaríska hljómsveitin the flaming Lips hefur nú bæst við listann yfir þær sveitir sem spila á Hróarskelduhátíðinni en tuttugu ár eru nú liðin frá því að sveitin kom fyrst fram á hátíðinni. auk þessarar þekktu sveitar hafa bæst við böndin akron/family frá Bandaríkjun- um, Hatesphere frá danmörku og the twilight sad frá Bretlandi. Það er því greinilegt að um stóra tónlistarveislu verður að ræða á hátíðinni í ár og enn er von á því að fleiri stór nöfn bætist á listann seinna í mánuðinum. Halda tónleika í London Hljómsveitin smashing Pumpkins hefur nú tilkynnt tónleika í Bretlandi þann 19. júní. Munu Billy Corgan og félagar spila á staðnum shepherd‘s Bush Empire í London. Hljómsveitin hefur nú verið á tónleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin en eru þetta fyrstu tónleikarnir sem hún heldur í Bretlandi í langan tíma. Platan þeirra Zeitgeist kemur út þann 9. júlí og er það fyrsta plata sveitarinnar í sjö ár en árið 2000 kom út platan Machina/the Machines Of god. smashing Pumpkins mun einnig koma til með að spila á Leeds og redding tónlistarhátíðinni sem haldin er í ágúst. Á NASA í kvöld verður haldið fyrsta partí sumarsins að sögn tónlistarmannsins Curvers en hann stendur fyrir margrómuðum tíunda áratugs gleðskap eða 90‘s partíi ásamt vinkonu sinni Kiki Ow. „Í fyrstu héldum við alltaf svona 90‘s kvöld á Bar ellefu þar sem við spiluðum ein- ungis 90‘s tónlist og fólk dansaði með „glow- sticks“ og nokkrir klæddu sig upp í dress sem var mjög lýsandi fyrir tíunda áratuginn,“ segir Curv- er. Þegar Bar ellefu var svo einfaldlega orðinn of lítill fyrir svo stóran gleðskap var ákveðið að færa partíið yfir á skemmtistaðinn NASA. „Fyrsta partíið var haldið um áramótin og miðarnir seldust upp. Það var svo ótrúlega mikil stemning og vel heppnað partí að við tókum ákvörðun um það að halda partí á þriggja mánaða fresti. Við héldum svo annað partí í mars sem var líka upp- selt á svo ég mæli með því að fólk tryggi sér miða í forsölu til að lenda ekki í óþarfa veseni.“ Byrjaði sem rifrildi Undanfarið hefur færst í vöxt að sem flestir mæti í viðeigandi 90‘s fatnaði í sem skærustum litum og hjálpist að við að skapa ekta 90‘s stemn- ingu. „Við dreifum alltaf tvö þúsund „glowsticks“ eða neon-stautum í partíinu og svo er fólk líka duglegt við að mæta sjálft með alls kyns 90‘s drasl,“ segir Curver sem bætir því við að hug- myndin að slíkum 90‘s þemapartíum hafi vakn- að eftir rifrildi milli hans og Kiki Ow. „Við vor- um sem sagt eitthvað að þræta um það hvort 80‘s eða 90‘s tónlist væri betri. Ég hélt með 90‘s tón- listinni svo ég fór að senda slatta af klassískum lögum frá tímabilinu á Kiki og í kjölfarið upp- götvuðum við alltaf fleiri og fleiri góð lög. Okkur langaði svo að prufa að halda sérstakt 90‘s kvöld og það lítur allt út fyrir það að fólk sé að fíla þetta vel, áhuginn fyrir kvöldunum fer allavega sí- vaxandi.“ Curver segir einnig að sífellt algeng- ara sé að heyra 90‘s tónlist spilaða í íslensku út- varpi. „Ég er jafnvel farin að heyra plötusnúða á skemmtistöðum borgarinnar spila hana í aukn- um mæli. Það er eins og það sé mikil vakning í þessari dansvænu tónlist núna.“ Gestaplötusnúður frá Bretlandi Síðasta klukkutíma partísins í kvöld kemur breskur plötusnúður og skemmtir dansþyrst- um gestum á dansgólfinu. „Hann heitir Wayne Paul og er Breti sem hefur mikið verið að spila í reifpartíum úti um allt en reif er náttúrulega stór hluti af 90‘s æðinu,“ segir Curver. „Þetta er í fyrsta skipti sem einhver kemur og spilar með okkur á 90‘s kvöldi en Wayne spilar skemmtilega „old school“ og reif-tónlist meðan ég og Kiki spilum meiri svona blöndu af þessu 90‘s poppi.“ Curver segist vera mikill aðdáandi 90‘s tónlist- ar og þykir tímabilið einstaklega skemmtilegt. „Það er eitthvað svo skemmtilega hallærislegt við 90‘s poppið svo er líka alveg ótrúlega mikið af flottri danstónlist og kúl hiphopi frá þessum tíma.“ Curver heldur að sjálfsögðu meira upp á sum lög frá tímabilinu en önnur. „Uppáhalds- lagið mitt frá þessum tíma er lagið Fine Day með Opus3, svo er fullt af öðrum flottum lögum líka.“ Auk þess að vera fyrsta partí sumarsins er þetta einnig fyrsta reyklausa partíið mörgum til mikillar gleði. „Við erum samt með reykvélar til að skapa stemninguna í kvöld,“ segir Curver og hlær. Miðasala fer fram í Spúútnik og á nasa.is, auk þess sem selt verður inn við innganginn en partíið hefst á miðnætti og stendur til klukkan fimm. „Þeir sem kaupa miðann í Spúútnik fá í staðinn tuttugu prósenta afslátt af fatnaði en þar má finna mikið af svölum 90‘s dressum,“ segir 90‘s kóngurinn Curver að lokum og lofar góðu partíi. krista@dv.is Miðasala á Air hefst í dag Franska hljómsveitin Air spilar í Laugardalshöllinni þann 19. júní. Tvíeykið Air spilar í Höllinni 19. júní. BYRJAÐI SEM RIFRILDI - ENDAÐI SEM PARTÍ Þau Dj Curver og Kiki Ow hafa kynnt landsmenn fyrir stórskemmtilegum 90‘s partíum sem nú eru haldin á þriggja mánaða fresti. Fyrsta partí sum- arsins verður haldið á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll í kvöld og lofar Curver góðu partíi. Brjáluð neon-stemning Myndast í 90‘s partíunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.