Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 21
DV Umræða föstudagur 1. júní 2007 21
Engan bilbug að finna Þorgerður Katrín gunnarsdóttir menntamálaráðherra studdi dorrit
Moussaieff forsetafrú í tröppunum upp að sviðinu á íslensku menntaverðlaununum sem veitt voru við
hátíðlega athöfn í Ingunnarskóla á miðvikudag. forsetafrúin lætur sig hvergi vanta, jafnvel þó hún þurfi
enn að styðjast við hækjur eftir að hafa fótbrotnað illa í vetur.
Dómstóll götunnar
mynDin
Á að leyfa trúfélögum að gefa samkynhneigð pör saman?
P
lús
eð
a m
ínu
s
spurningin
HvErsu stór Er
síldargangan?
„Hún er stærri en hún hefur verið
síðustu ár. Það er hægt að slá því
föstu að hún er vel á þriðju milljón
tonna í íslenskri lögsögu,“ segir
jóhann sigurjónsson forstjóri
Hafrannsóknarstofnunar.
Er líf eftir framboð? Svona fyrir þá sem ekki ná kjöri. Svo virðist vera. Allavega hafa
ráðherrar Samfylkingarinnar ver-
ið duglegir að endurnýta gamla
frambjóðendur Samfylkingarinnar
sem ekki hafa náð inn á Alþingi.
Við sjáum hvernig farið hefur fyrir þeim Kristrúnu Heim-isdóttur, Róberti Marshall og
Einari Karli Haraldssyni. Öll hafa
þau borið með sér von um að fara
á þing, væntanlega landi og þjóð til
heilla. Einhvern veginn hefur þjóð-
in hins vegar farið á mis við þessa
starfskrafta, allavega þar
til nú.
Kristrún Heim-isdóttir
fór í prófkjör hjá
Samfylkingunni
og síðar á framboðs-
lista. Ekki tókst þó nógu
vel til. Flokksmönnum leist betur
á gömlu þingmennina en hugsan-
lega endurnýjun og því lenti hún
neðarlega á lista. Svo leist kjósend-
um ekki nógu vel á Samfylkinguna
og því varð ekkert af því að hún færi
á þing. En svo kom Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, nýlega orðin
utanríkisráðherra,
og kippti henni
upp í ráðherra-
bílinn. Fyrrver-
andi frambjóð-
andinn er orðinn
aðstoðarmaður
ráðherra.
Ekki má svo gleyma Einari Karli Haraldssyni sem sumir hafa eignað kosningasigur Ólafs
Ragnars Grímssonar í forsetakosn-
ingunum 1996, ári
eftir að sá hinn sami
Ólafur var einn um-
deildasti og jafnvel
óvinsælasti stjórn-
málamaður landsins.
Ekki gekk Einari Karli
jafn vel að selja sjálfan sig
og þótt hann gæfi út heljarinnar
blað í prófkjöri Samfylkingarinn-
ar 2003 og lofaði því að fara í harða
hreppapólitík í vegamálum fyrir
Reykvíkinga sáu kjósendur í próf-
kjöri Samfylkingarinnar ekki ljósið.
Ekkert varð því af þingmennsku
gamla ritstjórans í það skiptið. Þess
í stað kom annar gamall ritstjóri,
nýuppdubbaður ráðherra og kippti
honum upp í ráðherrabílinn. Þar var
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráð-
herra í uppskiptu iðnaðar- og við-
skiptaráðuneyti, á ferð. Fyrrverandi
frambjóðandinn er orðinn aðstoð-
armaður ráðherra.
Ekki var öllu lokið. Róberti Marshall gekk ágætlega í próf-kjöri eftir að hann hrökklaðist
úr starfi hjá 365 þegar NFS var lögð
niður eftir tæplega eins árs úthald.
Kosningarnar gengu ekki nógu vel
fyrir hann og sjá leikurinn var búinn.
Kemur þá til sögu Siglfirðingurinn
Kristján L. Möller, sem þekkir vel að-
stæður afskekkts sveitarfélags hverra
íbúar vilja tryggari samgöngur og
fann sér sálufélaga í Vestmanna-
eyingnum Róberti
sem þekkir vel að-
stæður afskekkts
sveitarfélags þar
sem íbúar vilja
tryggari samgöng-
ur. Fyrrverandi
frambjóðandinn er
orðinn aðstoðarmaður
ráðherra.
Endurnýttir
aðstoðarmEnn
DagFari Þau fá að aðstoða ráðherra
Álver í Ölfus
lesenDur
Ólöf skrifar:
Í fréttum síðustu daga hefur
verið fjallað um að íbúar Ölfuss
séu spenntir fyrir möguleikan-
um um álver í sinni sveit. Þess-
ar fréttir eru frábærar fyrir okkur
Sunnlendinga. Það var ekki gæfu-
spor sem Hafnfirðingar stigu þeg-
ar þeir höfnuðu stækkun álvers
Alcan og hér um bil ráku álver-
ið úr bænum. En sannast þá hið
fornkveðna, að eins manns dauði
er annars brauð og íbúar í Ölfusi
ættu þess vegna að taka álverinu
fagnandi, sem Hafnfirðingar und-
irrituðu dauðadóm yfir í kosning-
unum í mars.
Áltæknigarður á Suðurlandi
sem myndi fullvinna ál, öfugt
við önnur áver sem aðeins frum-
vinna álið, yrði mikil lyftistöng
fyrir atvinnulífið. Stórskipahöfn í
Þorlákshöfn yrði sömuleiðis kær-
komin viðbót við þegar blómstr-
andi landshluta. Við þurfum að
hafna tilfinningarökum um nátt-
úruvernd og skoða málið af skyn-
semi.
„að sjálfsögðu, ef við styðjum jafnrétti
verða auðvitað allir að vera jafnir. Ég
legg mikla áherslu á að þessu verði
breytt. Ég gekk úr Þjóðkirkjunni og fór í
fríkirkjuna á síðasta ári til að undir-
strika þessa skoðun mína. Þjóðkirkjan
hefur alls ekki staðið sig í þessum
málaflokki og hefur verið allt of
afturhaldsöm í þessu.“
anna s. björnsdóttir, 58 ára,
ljóðskáld og kennari
„Mér finnst alveg spurning hvort eigi að
leyfa það innan þjóðkirkjunnar en innan
annarra trúfélaga finnst mér að ætti að
leyfa þetta. Það fer alveg eftir því hversu
strangtrúað fólk er og hvort um er að
ræða bókstafstrúarfólk, en svona
almennt séð finnst mér að venjuleg
trúfélög ættu að fá leyfi til að gefa
samkynhneigð pör saman.“
benjamín Mark staisy, 19 ára,
afgreiðslumaður
„já mér finnst það. Þetta eru sjálfsögð
mannréttindi og guð elskar alla. Ég
held að þetta skipti trúaða samkyn-
hneigða miklu máli og það verður að
grípa til aðgerða hvort sem það er
Þjóðkirkjan eða ríkið. Þjóðkirkjan á að
skammast sín fyrir hvernig þeir hafa
staðið að málum samkynhneigðra.
Eyrún Heiða skúladóttir, 33 ára,
afgreiðslukona
HPI Savage X 4,1 RTR
Fjarstýrður bensín-torfærutrukkur
Nú á lækkuðu verði 48.900,-
Tómstundahúsið
Nethyl 2
Sími 5870600
www.tomstundahusid.is
Óttalega geta sjónvarpsmenn
verið sjálfumglaðir á stundum. Ég
horfði nýverið á dægurmálaþátt-
inn Ísland í dag þar sem þátta-
gerðarfólkið kepptist við að brosa
í góða veðrinu í Nauthólsvík. Er
þátturinn var ríflega hálfnaður til-
kynnti kvenkyns stjórnandi þáttar-
ins það formlega að í lok þáttar hafi
karlkyns stjórnandi þáttarins lofað
að stinga sér ofan í kaldan sjóinn
fáklæddur. Kom að því að stúlk-
an tilkynnti áhorfendum að sam-
starfsmaður sinn hafi brugðið sér
afsíðis til að berhátta sig. Ekki veit
ég hver tilgangur þessa myndbrots
átti að vera. Beinlínis pínlegt var
að horfa upp á drenginn á sunds-
kýlunni einni fata og í kjölfarið var
ekki síður pínlegt að hlusta á flissið
í stúlkunni þegar hann trítlaði út í
sjó. Innslagið var í heild sinni í út-
liti eins og heimatilbúið myndband
ungra elskhuga. Í hreinskilni sagt
fannst mér þetta myndskeið ekk-
ert erindi eiga við alþjóð og í besta
falli flokka ég það sem afar hallær-
islegt.
Undrandi sjónvarpsáhorfandi hringdi:
Berháttun og
pínlegt flissPlúsinn fær Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir að mæta í nýliðafræðslu Alþingis.
Valgerður hefur verið ráðherra
lengi en er nú orðin óbreyttur
þingmaður á nýjan leik og þá er um að
gera að rifja upp þá miklu kúnst.