Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 12
FÖSTudagur 1. júní 200712 Helgarblað DV
„Ég var ekki sá eini sem lenti í kyn-
ferðislegu ofbeldi á Kumbaravogi,“
segir Elvar í viðtali við DV, en hann
er búsettur í Þýskalandi. „Karl Vign-
ir var fastagestur á barnaheimilinu
og sum barnanna þar voru send
til hans til Vestmannaeyja – á silf-
urfati, eins og ég kýs að nefna það.
Tveir strákar sem voru samtímis
mér á Kumbaravogi voru sendir til
hans til Eyja og mér hefur verið sagt
af áreiðanlegum einstaklingi að þeir
hafi verið misnotaðir af honum. Ég
hef sjálfur verið að vinna úr þessari
skelfilegu reynslu og sársauka með
aðstoð ýmissa fagaðila í mörg ár og
mér er sagt að það sé staðreynd að
karlmenn sem lenda í svona ofbeldi
grafi upplifunina djúpt í undirmeð-
vitundinni og vilji ekki ræða hana.
Þeir dauðskammist sín fyrir að hafa
lent í þessu, kenna sjálfum sér um
og gera sér ekki grein fyrir að barn
getur aldrei borið ábyrgð á gjörð-
um manns eins og Karls Vignis. Mér
tókst líka með góðum árangri að
grafa lífsreynsluna niður innra með
mér í þrjátíu ár. Þeir sem lentu í þess-
um manni, gátu ekki horfst í augu við
þennan glæp og gátu engum sagt frá,
lentu í eiturlyfjum, áfengi og glæp-
um og sumir hafa verið með annan
fótinn á Litla-Hrauni síðan.“
Vissi að ég yrði að kæra
Elvar ákvað að leggja fram kæru
á hendur geranda sínum þegar mál-
efni barnaheimila fyrri tíma komust
í hámæli fyrr á árinu. Hann sendi
skriflega kæru til lögreglunnar í höf-
uðborgarsvæðinu, sem vísaði henni
til meðferðar hjá lögreglunni á Sel-
fossi, í því umdæmi þar sem verkn-
aðurinn hafði átt sér stað. Þaðan fór
kæran til ríkissaksóknara sem vísaði
henni aftur til lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu. Við yfirheyrslur þar
játaði Karl Vignir að hafa misnotað
Elvar á árunum 1969-1973.
„Ég sá að ég yrði að kæra, bæði
sjálfs míns vegna og annarra sem
lentu í þessum manni. Þegar ég sá
viðtalið við drengina frá Breiðavík
vöknuðu allar vondu minningarnar.
Ég vissi að málið væri fyrnt en vildi
láta á það reyna að knýja fram játn-
ingu. Ég vildi að sannleikurinn kæmi
fram.“
Hvort hann telji að aðrir á Kumb-
aravogi hafi vitað af þessum verkn-
aði mannsins svarar Elvar:
„Já, auðvitað hafa margir vitað af
þessu, enda var ég ekki sá eini sem
lenti í misnotkun þar eins og ég sagði
áðan. Ég skil hins vegar ósköp vel þá
fósturbræður mína sem lentu í því
sama og ég en eru ekki tilbúnir að
opinbera það. Það getur enginn sem
ekki hefur lent í svona glæp skilið
hversu mikil niðurlæging og skömm
stimplast inn í barnssálina. Það er
ekki hægt að stroka út minningarn-
ar og ég þurfti að beita mig miklum
kjarki til að opinbera mína reynslu.
En það eru manneskjur sem standa
á bak við mig og hvetja mig. Það fólk
hefur hjálpað mér gríðarlega á und-
anförnum mánuðum og ég er því
afar þakklátur. Flestir segja að þeim
finnist ég hugrakkur að stíga fram
með þetta mál. Sjálfum finnst mér
ég ekki hugrakkur því ég hefði átt
að gera þetta fyrir mörgum, mörg-
um árum. Þá hefði ég kannski get-
að komið í veg fyrir að sá maður sem
misnotaði mig hafi haldið áfram að
eyðileggja barnssálir. Þau tilvik sem
ég veit um í þeim efnum kalla fram
slæma samvisku hjá mér að hafa
ekki fyrir löngu lagt fram þessa kæru
sem ég fór loksins með í mars síðast-
liðnum.“
Hann þagnar stutta stund og bæt-
ir svo við:
„Ég er kannski að reyna að af-
saka mig vegna þess að ég hafði
ekki kjark til að segja frá þessu fyrr
en núna. Ég veit að Einar Þór Agn-
arsson fósturbróðir minn sem
fannst látinn árið 1985 í bíl við Dan-
íelsslipp ætlaði að opinbera þetta.
Nokkrum vikum síðar fannst lík
hans. Mér fannst ég skulda hon-
um það að láta þetta mál koma upp
á yfirborðið og er ánægður með
að hafa loksins fundið kjarkinn. Á
vissan hátt er ég að leita eftir fyrir-
gefningu hjá látnum fósturbræðr-
um mínum, Einari Þór og Þorsteini.
Ég flúði land og gerði ekkert til að
bjarga þeim úr þeim hræðilega far-
vegi sem líf þeirra fór í eftir að þeir
losnuðu af Kumbaravogi.
Þeir voru góðir drengir með nið-
urbrotnar sálir eftir meðferðina
á þeim í æsku. Ef þeir hefðu bara
fengið smá snertingu af kærleika og
ást í barnæsku og ekki lent í þessari
hrikalegu upplifun á barnaheim-
ilinu er ég sannfærður um að þeir
væru á lífi í dag.“
Varnarkerfi sálarinnar
„Ég hef alltaf reynt að trúa því, að
í hverju hjarta búi eitthvað gott og já-
kvætt. En barn sem er frá fyrstu árum
sannfært um að það sé slæm mann-
eskja, því sagt að það sé einskis virði
og af því stafi bara vandræði fyrir
umhverfið, getur ekki haldið lífinu
áfram nema grafa slæmu minning-
arnar niður – eða láta sig hverfa úr
þessu lífi. Ég fór sömu leið og fóstur-
bræður mínir gerðu og ég skil þeirra
hegðun og þögnina mjög vel. Það var
ekki með vilja að ég þagði í meira en
þrjátíu ár. Það var sálin sem byggði
upp einhvers konar varnarkerfi svo
ég gæti lifað áfram og reynt að vera
hamingjusamur. Þegar ég reyndi að
tala um þetta, var enginn sem vildi
hlusta. Ég var búinn að grafa þetta
svo lengi með góðum árangri til að
geta lifað góðu lífi að núna, þegar
þetta kemur allt til baka, þá er það
eins og að detta í botnlaust svarthol.
Innst inni vaknar vonin um að upp úr
þessu svartholi komist maður aldrei
og ég hef ekki tölu á þeim skiptum
sem ég hugsaði um að binda endi á
líf mitt. Í mörg ár tókst mér af og til
að lifa í blekkingunni, ímynda mér
að ekkert af þessu vonda hefði hent
mig, en þess á milli datt ég niður í
svartasta þunglyndi. Í samböndum
mínum við aðrar manneskjur hefur
barnæskan haft mikil og slæm áhrif.
Þegar ég kynntist Karli Vigni, manni
sem sýndi mér athygli, bauð mér
sælgæti og strauk mér, hélt ég í fyrsta
skipti að ég væri einhvers virði. Þeg-
ar ellefu ára barni er sýndur kærleiki
vill það trúa því að einhver elski það.
Ég virkilega trúði því að honum þætti
vænt um mig. En svo byrjaði kynferð-
isofbeldið. Maðurinn sem ég hélt að
þætti vænt um mig fór að meiða mig.
Þegar ég var ekki tilbúinn að gera
það sem hann ætlaðist til, þá fékk ég
að heyra það sama og ég hafði heyrt
allan tímann á Kumbaravogi. „Held-
ur þú að einhver trúi þér?“
Sárnar mest að gerandinn
sleppur við dóm
Elvar kom heim til Íslands
skömmu fyrir páska til yfirheyrslu
hjá lögreglunni á Selfossi. Sú reynsla
varð honum afar erfið og hann end-
urupplifði voðaverkin meðan hann
greindi frá þeim. Lyktin af gerandan-
um fyllti vit hans.
„Ég fékk svo tölvupóst frá lög-
reglunni á Selfossi þremur vikum
eftir að ég var yfirheyrður. Þar var
mér sagt að kæran hefði verið send
áfram til lögreglunnar í Reykjavík,
þar sem Karl Vignir Þorsteinsson er
búsettur og hann yrði tekinn til yfir-
heyrslu. Mér hafði verið sagt af fólki
sem taldi sig þekkja lögin, að það
sýndi að kæran væri ekki fyrnd, þar
sem ég hefði verið undir fjórtán ára
aldri þegar atburðirnir áttu sér stað.
En því miður eru lögin um fyrningu
kynferðisafbrota á börnum ekki aft-
urvirk. Þegar ég heyrði að Karl Vign-
ir hefði viðurkennt að hafa beitt mig
kynferðislegu ofbeldi, en málið væri
fyrnt og hann yrði því ekki sóttur til
saka, varð ég fyrst fyrir gríðarlegum
vonbrigðum. Það særir djúpt að ger-
andinn skuli sleppa miðað við þann
Börnin kenna Sjálfum Sér um
„Ég veit að Einar Þór
Agnarsson fósturbróð-
ir minn sem fannst lát-
inn árið 1985 í bíl við
Daníelsslipp ætlaði að
opinbera þetta.“
Elvar Jakobsson var ellefu ára
þegar hann var fyrst beittur
kynferðislegu ofbeldi af Karli
Vigni Þorsteinssyni, sem nú
hefur játað gjörðir sínar. Elvar
var þá vistaður á barnaheimil-
inu á Kumbaravogi, þangað
sem Karl Vignir vandi komur
sínar. Það var mikið áfall fyrir
Elvar þegar játning Karls Vign-
is lá fyrir en ljóst var að hann
yrði ekki sóttur til saka.
Krotað yfir níðinginn
nokkur þessara barna voru misnotuð
af Karli Vigni á Kumbaravogi