Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 43
Meistarinn Þórunn Sævarsdóttir Matgæðingurinn DV Helgarblað föstudagur 1. júní 2007 43 „Þessar uppskriftir eru ættað- ar frá Napólí á Ítalíu en ég smakkaði þennan rétt fyrst þar,“ segir Þórunn Sævarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og matgæðingur vikunnar. „Ég er mikið fyrir ítalskan mat en við hjónin bjugg- um þar í landi um tíma. Ég elda hann því mikið.“ Þórunn segist hafa gaman af því að elda, það er að segja þegar hún hafi tíma til þess. „Ég vinn aðeins of mikið og vildi því gera meira af því að elda. En mér finnst það mjög gam- an og að fá gesti í mat. Það er líka skil- yrði fyrir því að maður hafi gaman af eldamennsku að það sé einhver sem nennir að borða.“ Þórunn segir að þau séu fjögur í heimili og að nokkuð sé um að þau fái fólk í mat, bæði vini og ættingja. Parmigiana di Melanzane (bakað eggaldin með tómat og mozzarella) Olía 2-4 eggaldin skorin í sneiðar, steikt í olíu og látið renna af þeim á eldhúspappír tómatsósa Mozzarella-ostur í sneiðum Parmesan-ostur rifinn fersk basilíka Setjið tómatsósu í botninn á eld- föstu móti, setjið síðan lag af eggald- inum, lag af mozzarella-osti og tó- matsósu, stráið parmesan-osti yfir og nokkrum laufum af basilíku. Endur- takið tvö til þrjú lög af þessu og endið á þykku lagi af tómatsósu, osti og bas- ilíku. Bakið við 190°c í 20-25 mínútur. Tómatsósa Olía 2 gulrætur 2 laukar 2 sellerístönglar steinselja 2 dósir niðursoðnir tómatar salt og pipar Gulrætur, laukur, sellerí og stein- selja saxað smátt og mýkt í olíu, tóm- ötum bætt út í, krydd. Brusketta með tómat Þétt brauð skorið í sneiðar og glóðað í ofni eða ristað og brauðsneiðarnar síðan nuddaðar með hvítlauk tómatmauk tómatar afhýddir og fræhreinsaðir fersk basilíka, laufin rifin niður salt og pipar Ólífuolía öllu blandað saman og sett ofan á brauðsneiðar Eggaldinréttur frá Napólí Ég skora á vinkonu mína, Sigurlaugu Jónasdóttur, að vera næsti matgæðingur. Argentína og Malbec spænskir innflytjendur hófu víngerð í argentínu á sex-tándu öld en þeir fundu kjöraðstæður við rætur andesfjalla. Á átjándu öld kom straumur innflytjenda frá ítalíu, frakklandi og spáni. Það færði nýtt líf í víngerðina og þá kom franski jarðræktarfræðingurinn Miguel aimé Pouget með Malbec þrúg- una frá frakklandi. Hún var áður algeng í Bordeaux en þar hefur Merlot leyst hana af hólmi. í argentínu er Malbec höfuðþrúgan og nær hvergi annars staðar líkum gæðum. Þrúgan virðist dafna vel í hálf- gerðu eyðimerkurlofst- slagi, hátt yfir sjávarmáli í hita og þurrki. Vínrækt hefur lengi verið gríðarmikil í arg- entínu en gæðin ekki að sama skapi. Lengst af voru nær eingöngu búin til ódýr vín fyrir heimamarkað. Miklar breytingar hafa orðið á síðustu árum, sérstaklega eftir að Carlos Menem innleiddi meira frjálsræði í landinu á tíunda áratug síðustu aldar. sú þróun hefur haldið áfram þrátt fyrir óðaverðbólgu og allsherjarverkföll síðustu ára. Vínræktin er öll í vestanverðu landinu undir andesfjöllum, en lífæð argentínskrar vínræktar er viðamikið áveitukerfi. Langmikilvægasta vínræktarsvæðið er Mendoza en þar er framleitt tveir þriðju af allri vínrækt landsins. Þó er einungis 3,5% svæðisins ræktaður. afgangurinn er eyðimörk. PálMi jónasson vínsérfræðingur DV Norton Reserva Malbec 2003 norton er eitt helsta víngerðahús landsins og þar ræður jorge riccitelli ríkjum. sérstök áhersla hefur verið lögð á Malbec þótt aðrar þrúgur hafi komið vel út á síðari árum. rúbínrautt vín með angan af rauðum berjum, gúmmí, málmi og hráu kjöti. Minnti helst á lyktina í stálsmiðjunni í gamla daga. Plómur, kirsuber, lakkrís og piparbrjóstsykur í munni. Bestu kaupin í Malbec þrúgunni að mínu mati og fyrir það fær það fjórða glasið. 1390 krónur. Cristobal 1492 Malbec Cosecha 2005 Þetta er þægilegt vín frá Mendoza svæðinu. fjólurautt með angan af svörum berjum, svörtum pipar, kirsuberjum, lakkrís og súkkulaði. dálítil eikarvanilla í munni með kirsuberjum, lakkrís og piparbrjóstsykri. Mér fannst vínið batna við umhellingu sem ýtti undir lykt og bragð. 1590 krónur. Antis Malbec 2004 antis þýðir andes á máli frumbyggja, enda vatnið úr andesfjöllum lífæð vínræktarinnar. Vínið kemur úr Lujan de Cuyo í Mendoza sem er aðalvínræktarsvæði landsins. Vínið reyndist hálfgegnsætt og frekar dapurt. greina má dökk ber, sæt og væmin kirsuber, sólþurrkaða tómata og grænan pipar. Málmkennt bragð. Ekki alveg minn tebolli. 1470 krónur. Einkunn í vínglösum: IIIII Stórkostlegt IIII Mjög gott III Gott II Sæmilegt I Slakt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.