Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 35
DV Sport FÖSTudagur 1. júní 2007 35 LÁTA FÖTLUN EKKI AFTRA SÉR Um síðustu helgi náðu feðg- arnir Raj og Rafn Kumar Bonifac- ius þeim merka árangri að vinna Íslandsmótið í tvíliðaleik karla í tennis. Það sem gerir þetta afrek enn merkilegra er að Rafn Kumar er aðeins tólf ára gamall. Mótið um síðustu helgi var þriðja mótið sem þeir feðgar spila á saman í tvíliðaleik. Þeir spiluðu fyrst saman fyrir tveimur árum síð- an, en þá var Rafn Kumar á ellefta aldursári. Þeir unnu mót á Þróttara- vellinum í fyrra en sigurinn um síð- ustu helgi var fyrsti sigur þeirra á Ís- landsmóti. Raj Bonifacius er fæddur í Bandaríkjunum en flutti hingað til lands ásamt fyrrverandi konu sinni árið 1993. Hann ílengdist á Ís- landi, er nú giftur íslenskri konu og fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1998. Raj hefur lengi verið einn besti tennisspilari landsins en tennis var þó ekki fyrsta íþróttin sem hann æfði. „Ég var mikið í hafnarbolta og hlaupum. Þegar foreldrar mínir skildu þá flutti pabbi minn til aust- urhluta Bandaríkjanna og rétt hjá heimilinu var stór tennisvöllur. Það var aðeins lengra í hafnarboltavöll- inn á þessum tíma og maður stund- aði bara það sem var manni næst,“ sagði Raj sem hóf að stunda tennis þrettán ára gamall. Hann hóf að þjálfa tennis strax og hann kom hingað til lands og segir að mikil breyting hafi verið hér á landi á þeim tíma. „Það var mikil aukning í tennis þegar tenn- ishöllin var byggð árið 1994. Þá varð alveg sprenging í íþróttinni,“ sagði Raj. Raj þjálfar tennis hjá Víkingi en á síðustu tíu árum hefur hann einn- ig verið yfirþjálfari hjá öllum tenn- isfélögum á höfuðborgarsvæðinu á veturna. Auk þess hefur hann séð um landsliðsæfingar fyrir Tennis- samband Íslands. Raj er 37 ára gamall og er enn að keppa á fullum krafti. „Ég mun aldrei hætta að spila. Ég hef aldrei meiðst í þessari íþrótt. Á meðan ég meiðist ekki illa þá held ég áfram að spila,“ sagði Raj. Viðskipta-, hag- og fjármálafræðingur Rafn Kumar byrjaði að æfa tenn- is með skipulögðum hætti þegar hann var fimm ára gamall. Sam- hliða því æfði hann körfubolta og fótbolta en þegar hann var tíu ára hætti hann í boltagrein- unum og snéri sér alfarið að tennis. Faðir hans segir að miður sé að hann hafi þurft að velja á milli íþrótta- greina svo ungur. „Hann fór erlendis að keppa og allur tím- inn fór í að undirbúa keppnir erlendis. Það var því minni tími til að stunda hinar íþróttirn- ar af því að þær æfingar voru líka fjórum eða fimm sinnum í viku. Það þarf að velja á milli á unga aldri, því miður. Sem þjálfari reyni ég að hafa alhliða æf- ingar fyrir flesta mína nemendur. Ég tel mig vita hvað þá skortir ef þeir eru eingöngu í tennis. Ég reyni að hafa æfingar sem efla grófar og fínar hreyfingar. Ég vona bara að það dugi þeim að vera í tennis. En það eru líka krakkar sem vilja bara vera í tennis og vilja ekki æfa neinar aðrar íþróttir á móti,“ sagði Raj. Raj keppti mikið í Ameríku og í Evrópu áður en hann flutti til Ís- lands. „Þegar ég var átján eða nítj- án ára gamall sá ég að þetta var mjög erfitt, sérstaklega fjárhags- lega. Það kostar mikið að ferðast á milli staða. Þannig að ég ákvað frekar að fara í háskóla,“ sagði Raj. Hann nam viðskipta-, hag- og fjármálafræði við háskóla í Virgin- íu. Raj segir þó að tennis eigi huga hans allan. „Ég reyni bara að nýta mér þann tíma og það tækifæri á meðan ég hef orku og ánægju af því að gera það sem ég er að gera. Það er gaman að sjá þá þróun sem hefur verið á undanförnum árum en áður en ég kom hingað voru engar alþjóðleg- ar keppnir fyrir karla og konur. En í dag eru mögu- leikar sem gera lands- liðinu kleift að fara og keppa í Davis Cup og Fed Cup, sem eru landsliðskeppnir. Svo eru krakkar að keppa á Evrópumótum árlega og fara í æfingabúðir til Spánar, Frakklands og Danmerkur. Það er miklu meiri uppbygging í kringum tennis í dag. Það sem er að gerast í kringum tenn- is í dag er að við erum með almennilega innanhúsað- stöðu,“ sagði Raj, sem hef- ur þjálfað bæði karla- og kvennalandslið Íslands síðustu tíu ár. Arnar Sigurðsson er sá íslenski tennisspilari sem hvað lengst hef- ur náð en hann er kominn inn á topp 700 á heimslistanum. Raj seg- ir að það sé nauðsynlegt fyrir tennis hér á landi að eignast sterka fyrirmynd. „Við erum öll að fylgjast með honum. Vonandi kemst hann sem lengst svo við höfum þessa fyr- irmynd,“ sagði Raj. Gaman að spila með pabba Rafn Kumar verður þrettán ára síðar á þessu ári og er nem- andi í Austurbæjarskóla. Hann ber því vel söguna að spila með pabba sínum og segir hann ekkert vera erfiðan við sig. „Það er bara gaman að spila með pabba,“ sagði Rafn. Rafn Kumar er einn efnilegasti tennisspilari landsins og fór meðal annars á heimsmeistaramót barna og unglinga í desember, fyrstur Ís- lendinga. Hann hóf að keppa á mótum erlendis níu ára gamall. Raj segir að Rafn hafi bókstaf- lega alist upp við tennis. „Hann fæddist inn í þetta. Hann var ekki með dagmömmu þegar hann var yngri og var bara úti í vagni þegar ég var að þjálfa tennis, sex mánaða gamall. Þegar mamma hans kláraði fæðingarorlofið var hann bara með mér úti á tennisvelli,“ sagði Raj að lokum. dagur@dv.is Feðgarnir Raj og Rafn Kumar Bonifacius náðu þeim einstaka áfanga um síðustu helgi að verða Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla í tennis en Rafn Kumar er aðeins tólf ára. DV tók hús á þeim feðgum á æfingasvæðinu hjá Víkingi. Tennisfeðgar raj og rafn Kumar hafa þrisvar keppt saman í tvíliðaleik og unnið tvö mót. Hafðu þetta rafn Kumar veitir föður sínum verðuga keppni á tennisvellin- um. BONIFACIUS- FEÐGARNIR Efnilegur spilari rafn Kumar tók þátt í heimsmeist- aramóti í Bandaríkjunum í desember á síðasta ári. Reynslubolti raj hóf að spila tennis þrettán ára og hefur þjálfað samhliða iðkun sinni frá því hann kom til landsins árið 1993.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.