Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 52
FÖSTudagur 1. júní 200752 Helgarblað DV Fyrsta leikjatölvan kom á markað árið 1972 og var analog. Í dag geta menn spilað við 32 leikmenn yfir netið á snaggaralegri leikjatölvu sem einnig nemur allar hreyfingar leikmannsins og spilar DVD í þokkabót. DV tók til helstu leikjatölvurnar í gegnum sög- una, sem sýnir hversu ör þróunin á þessum markaði er. Magnavox Odyssey Magnavox Odyssey var fyrsta leikjatölvan sem kom út, þrátt fyrir að margir haldi annað. Fyrsta útgáfa tölvunnar var tilbúin árið 1968, en heil fjögur ár tók að koma henni á markaðinn. Það sem var merkilegast við Odyssey tölvuna var að hún var keyrð á analog-tækni en ekki digital. Hún hafði hinsvegar ekkert hljóð og grafíkin og stýringar voru alveg hræðilegar. í kjölfarið á Odyssey komu svo fleiri útgáfur af tölvunni, til dæmis Odyssey 400 og Odyssey 500. Tölvurnar náðu þó aldrei neinum vinsældum. Atari Pong Pong var afar einfaldur tölvuleikur, nokkurs konar borðtennis. Hann hafði náð miklum vinsældum í spilakössum og innan skamms voru hönnuðir atari fyrirtækisins búnir að koma leiknum fyrir í litlum kassa sem hægt var að tengja við sjónvarp. atari Pong er goðsagna- kennd leikjatölva sem seldist um gjörvöll Bandaríkin árið 1975. Fleiri útgáfur af tölvunni komu í kjölfar vinsælda hennar, til dæmis Super Pong. Og svo fjöldinn allur af eftirlíkingum. Fairchild Channel F Channel F var fysta forritanlega leikjatölvan. Leikirnir í hana voru í hylkjum sem innihéldu örgjörva en ekki rásir. Þó svo að tölvan hafi aldrei náð almennilegum vinsældum þá bauð hún upp á margar nýjungar sem önnur kerfi nýttu sér síðar. Sem dæmi um þá leiki sem fengust á Channel F eru hokkí, tennis, hafnabolti og Space Wars. Nintendo Entertainment System Eftir að nintendo slógu í gegn með vinsælum leikjum í spilatækjasölum víða um japan var ákveðið að ráðast í framleiðslu leikjatölvu. Eftir örlítið vesen í fyrstu útgáfu tölvunnar var hún endurútgefin og sló í gegn. nintendo braut blað í sögu leikjatölva og var á tímabili nintendo inn á öðru hverju heimili í Bandaríkjunum. Enn þann dag í dag minnast tölvuleikjaunnendur gömlu nintendo tölvunnar. Sega Genesis Sega Master System náði ekki að kollvarpa nintendo. Þeir lögðu því höfuðið í bleyti og hönnuði Sega genesis, sem hét Sega Mega drive í austurlöndum. Sega hófu þá mikla auglýsingaherferð sem ekki aðeins höfðaði til neytenda heldur líka til tölvuleikjafram- leiðenda. Sega náði miklum árangri með genesis sem meðal annars gerði hinn bláa Sonic ódauðlegan. Sony Playstation Það þótti móðins að búa til aukahlut fyrir leikjatölvur sem gerði þeim kleift að spila geisladiska. nintendo menn báðu Sony um að hanna svona aukahlut fyrir sig og Playstation varð til. Hins vegar vildu Sony menn fá einn fjórða af öllum gróða aukahlutarins og af þeim leikjum sem gefnir yrðu út á geisladiskum. nintendo gekk frá samningum og þótti þá Sony mönnum þeir vera komnir svo langt í þróuninni að þeir héldu áfram. Playstation 1 kom út í lok árs 1994 í japan og árið 1995 í Bandaríkjunum. Tölvan sló í gegn og markaði nýtt upphaf leikjatölva. Sega Saturn Sega menn voru fullvissir um að Saturn myndi bylta tölvuleikjaiðnaðinum. í maí árið 1995 kom tölvan út í Bandaríkjunum, hún seldist illa og kenndu margir háu verði hennar um. Einnig voru fáir leikir fáanlegir þegar tölvan kom út og voru neytendur ekki hrifnir af græjunni. Saturn klikkað algjörlega. Nintendo 64 nintendo 64 var vinsæl leikjatölva sem bauð upp á marga skemmtilega leiki. Þó var tölvan harðlega gagnrýnd fyrir að notast við leikjahylki en ekki geisladiska, sem gerði það að verkum að leikirnir voru ekki eins flottir og í öðrum tölvum. Hins vegar var enginn „Loading-time“ eins og það er kallað sem vakti mikla lukku. Leikir á borð við james Bond golden Eye og Mario Kart lifa enn góðu lífi í dag. Nintendo Game Cube nintendo game Cube kom út árið 2004 og eignaðist strax fastan, en fámennan aðdáendahóp. Sérstakir diskar ganga í tölvuna, svokallaðir gameCube Optical disk, smávaxnir geisladiskar. Tölvan náði aldrei miklum vinsældum og hefur framleiðslu á henni verið hætt í dag. Microsoft X-Box X-box var sjöttu kynslóðar leikjatölva. Á henni kom út nóg af góðum leikjum en það sem merkileg- ast var með Xbox var Xbox-live kerfið sem gerði notendum kleift að kaupa leiki á netinu. Árið 2004 voru komnir milljón notendur að Xbox-live. Microsoft X- Box 360 X- box 360, er fyrsta tölvan sem kom út í nýjustu kynslóðinni. Hún er stórgóð, notast einnig við Xbox-live kerfið og á aðdáendur víða um heiminn. 1972 1975 1976 1985 1989 1995 1995 1996 2001 2001 2005 Sega Master System (SMS) Sega voru vinsælir tölvuleikjaframleiðendur sem ákváðu að að hanna eigin leikjatölvu. Það voru vinsældir nintendo tölvunnar í Bandaríkjunum sem blésu í þá eldmóði til þess að sigra sömu lönd. upphaflega gáfu þeir út tölvuna Mark III, en endurgerðu hana seinna og kölluðu Sega Master System. Tölvan skartaði betri grafík og betra hljóði en nintendo og einnig flottum aukahlutum eins og þrívíddargleraugum. Seinna var tölvan smækkuð og gefin út í handhægu formi undir nafninu Sega game gear. 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.