Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Page 36
FÖSTudagur 1. júní 200736 Sport DV Það vantaði ekki fjörið á nýliðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni og nú er kjörið tækifæri til að rifja upp það helsta sem gerðist síðasta vetur. DV Sport tók saman það besta og versta sem gerðist í enska boltan- um. UPPGJÖR FYRIR ENSKA BOLTANN UMMÆLI TÍMABILSINS: Eggert Magnússon, eigandi West Ham: „alan Pardew hefur allan okkar stuðning og traust,“ sagði Eggert þremur vikum áður en hann rak Pardew. LEIKUR TÍMABILSINS: West Ham - Tottenham 3-4. ÓVÆNTASTA FRAMMISTAÐA TÍMABILSINS: Nemanja Vidic, Manchester united: Eftir að hafa verið harðlega gagnrýndur á sínu fyrsta tímabili er hann nú talinn meðal bestu varnarmanna deildarinnar. FALLEGASTA MARK TÍMABILSINS SEM EKKI VAR KOSIÐ MARK MÁNAÐARINS: Thierry Henry, arsenal: Frábært mark sem hann skoraði gegn Blackburn í janúar eftir samspil við Cesc Fabregas. VONBRIGÐI TÍMABILSINS: Sá ótrúlegi fjöldi marktæki- færa sem voru tekin af sóknarliðum þegar ranglega voru dæmdar rangstöður. Listinn er nánast ótæmandi. DÝFA TÍMABILSINS: Didier Zakora, Totten- ham: í leik gegn Portsmouth í október. BESTU UMMÆLI JOSES MOURINHO Á TÍMABILINU: „Ég vissi það allan tímann að einn daginn yrðum við ekki meistarar,“ sagði Mourinho í lok tímabilsins. SLAGSMÁL TÍMABILSINS: Handalögmál leikmanna Chelsea og Arsenal í úrslitaleik deildabikarsins. FLOPP TÍMABILSINS: Khalid Boulahrouz, Chelsea: Svo slakur að jose Mourinho vildi frekar nota Michael Essien í vörninni. ÞRENNA TÍMABILSINS: Peter Crouch, Liverpool: náði fullkominni þrennu gegn arsenal. Skoraði með báðum fótum og með skalla. FERÐALANGUR TÍMABILSINS: Craig Bellamy, Liverpool: Breytti æfingaferð Liverpool til Portúgal í golfæfingu. MEIÐSLI TÍMABILSINS: Tim Cahill, Everton: Meiddist í viðskiptum við Lee Carsley, samherja sinn, í leik gegn aston Villa. MEIÐSLAPÉSI TÍMABILSINS: Louis Saha, Manchester united: Meiddist á hné í janúar, á kálfa í febrúar og aftan í læri mánuði síðar. MESTU FRAMFARIR Á TÍMABILINU: Patrice Evra, Manchester united: Var aðhlátursefni á sínu fyrsta tímabili en var á nýliðnu tímabili besti vinstri bakvörður deildarinnar. PENINGAMASKÍNA TÍMABILSINS: Alan Pardew: Fékk tvær milljónir punda í starfslokasamning þegar honum var sagt upp hjá West Ham og svo fjórar milljónir punda þegar hann var ráðinn til Charlton í sömu viku. MISNOTKUN TÍMABILSINS: Arsenal: Leikmenn arsenal náðu ekki að skora úr einu af 29 færum sínum gegn West Ham. arsenal tapaði 0-1. ATVIK TÍMABILSINS: John O‘Shea þegar hann skoraði fyrir framan The Kop undir blálokin. MARKVARSLA TÍMABILSINS: Jussi Jaaskelainen, Bolton: Varði skot frá gary Cahill, leikmanni aston Villa, í desember. VERSLUNARLEIÐANG- UR TÍMABILSINS: Glen Johnson: Sektaður um 80 pund fyrir að reyna að ræna klósettsetum úr versluninni B&Q. LÉLEGASTA RÁÐN- ING TÍMABILSINS: Les Reed til Charlton. LÉLEGUSTU LEIKMENN TÍMABILSINS: Aleksand- er Hleb hjá arsenal og Titus Bramble hjá newcastle deila þessari nafnbót. FÓLSKUBROT TÍMA- BILSINS: Líkamsárás Bens Thatcher á Pedro Mendes. dermot gallagher ákvað að lyfta gula spjaldinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.