Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Side 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Side 10
8 EÐLILEGUR VÖXTUR Venjulegar vaxtarkúrvur eru byggðar upp eftir hópmælingum barna á ýmsum aldri og yfirleitt er miðað við miðgildi ± 2 SD (Standard Deviations). Eins og gefur að skilja, verða þessar kúrvur því nákvæm- ari, sem fleiri börn eru mæld. Töluverð frávik geta orðið, ef um mismunandi kyn- þætti er að ræða og meðal íslendingur myndi passa illa í vaxtarkúrvu í Japan, svo eitthvað sé nefnt. í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur þetta valdið nokkrum vanda en nýlega (1976) voru gefnar þar út vaxtarkúrvur (Mynd 1 og 3), sem sennilega eru þær beztu sem nú er völ á. Þarna er um að ræða þverskurð af öllum börnum í U.S.A. Það er mjög líklegt, að einhver hliðrun yrði, ef handbærar væru sambærilegar ís- lenzkar vaxtarkúrvur, en í raun og veru skiptir slíkt sáralitlu máli. Það skiptir litlu máli, hvort hæð barns- ins fellur á 10. eða 90. percentil. Það sem mestu máli skiptir, er að fylgjast með vaxtarhraðanum og bera þá saman mæl- ingar, sem gerðar eru á mismunandi tím- um. Vaxtarhraði er oftast skilgreindur sem centimetrar per ár, cm/ár. Mynd 2 sýnir dæmigerða vaxtarhraðakúrvu fyrir stúlk- ur og drengi. Þarna kemur glöggt fram, hve vaxtarhraðinn er mikill fyrstu 2 árin, helst síðan nokkuð óbreyttur fram að kynþroskaaldri, en þá tekur vöxt- urinn kipp, áður en hann stöðvast alveg, þegar vaxtarlínur beingerast. Yfirgnæfandi meirihluti barna finnur á fyrsta eða öðru ári sína „sporbraut" á vaxtarkúrvunni og fylgir henni í stórum dráttum þar til vexti lýkur. Eðlilega verða alltaf smá frávik, t.d. árstíðabundin, en heilbrigt barn í eðlilegu umhverfi víkur aldrei langt frá sínu „per- centil“ á vaxtakúrvunni. Það er nánast ekkert samband milli fæð- ingarstærðar og endanlegrar stærðar. Til- færsla og frávik á vaxtarhraða á fyrsta og flláu-f , ttr Mynd 2

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.