Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Side 55

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.1979, Side 55
53 torsio getur neðri hluti tibiunnar verið snúinn inn á við (internal tibial torsio) eða út á við (external tibial torsio). Sé slík torsio til staðar liggja þverásar proximal tibial liðflatar og distal tibial liðflatar ekki lengur í sama fleti. í femoral torsio má líta á neðri hluta leggjarins eða condylar- hlutann sem fasta hlutann, en ímynda sér að proximali hlutinn snúist um langöxul- inn. Maður fær í þessum tilfellum ante- torsio eða ante-versio á lærleggshálsi ef proximali hluti lærleggs snýst út á við og retro-torsio eða retro-versio á lærleggs- hálsi ef proximali hluti lærleggs snýst inn á við. Mjög víðtækar rannsóknir hafa farið fram á vexti í epiphysulínum. M.a. hefur verið sýnt fram á að þrýstingur eða com- pressio samsíða langöxli leggjabeina dreg- ur úr eða stöðvar lengdarvöxt, en þrýst- ingsminnkun eða tog örvar lengdarvöxt. Sömuleiðis hefur verið sýnt fram á að þrýstingur hornrétt á langöxul leggjabeina eða hornrétt á vaxtarstefnu í epiphysulín- um veldur hliðarsveigju í lengdarvextin- um samfara torsio. M.a. hefur verið sýnt fram á í dýratilraunum að séu mjaðmar- liðir gipsaðir í þvingaðri útrotatio veldur það með tímanum retro-versio á lærleges- hálsi, en sé hins vegar gipsað í Lange stöðu eða þvingaðri innrotation veldur það ante- versio á lærleggshálsi. Orsakir torsions-skekkja í ganglimum eru eflaust margar og að nokkru ókunnar. Þó hefur verið bent á nokkur atriði. Bent hefur verið á stöðu ganglima í fósturlífi, þar sem ganglimurinn vex fyrst út lateralt í abduceraðri og útroteraðri stöðu, en þró- ast síðan í fósturlífi og roterast. Er af mörg- um talið að torsio í ganglimum sé sumpart orsökuð af stöðnun á þessari þróun í fóst- urlífi, enda sé slík torsio oft til staðar i ný- fæddum börnum og réttist ekki til fulls fyrr en eftir fæðinau. Að einhverju leyti er einnig um erfða- þátt að ræða þar sem ereint hefur verið frá torsions tilfellum í fiölskvldum iafnvel í nokkrum ætthðum. Hefur verið sýnt fram á sterkan erfðaþátt, sem virðist vera af autosomal dominant tegund. í þriðja lagi hefur verið bent á rotations kreppur (contracturur) og torsions skekkj- yr, sem orsakist af óeðlilegum stellingum eftir fæðingu. Hefur þar verið bent á svefn- venjur, sömuleiðis hvernig börn sitja og annað eftir því. Það virðist þó nokkuð ljóst að óeðlilegar stellingar geti ekki valdið torsions skekkjum í ganglimum hjá eðli- legum börnum. Eðlileg börn hreyfa sig það mikið og skipta það mikið um stelling- ar að slíkt kæmi ekki til. Hins vegar er talið að torsions skekkjur geti komið fram hjá sjúklingum með taugasjúkdóma, t.d. sjúklingum, sem ekki geta gengið eða stað- ið og eru viðvarandi í einhverri ákveðinni stellingu. FEMORAL TORSIO Óeðlileg anteversio á lærleggshálsi er töluvert algeng og veldur snúnings-skekkju í ganglimum þannig að börnin eru áberandi innskeif í gangi. Þetta er u.þ.b. 2svar sinn- um algengara hjá stúlkum en drengjum. Mynd 6. — Tvær algengar stellingar hjá börnum, er ekki geta staðið eða gengið. Sú efri leiðir til aukinnar anteversio á lær- Icggshálsum, en sú neðri til aukinnar retro- versio.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.