Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21
9
I13 -MEÐFERÐ VID SKJÖLDUNGSÖRVA 75 SJÚKLINGA
1985-1991
Sigurður Þ. Guðmundsson, sérfragðingur
Lyflaekningadeild Iandspitalans
Geislameðferð með I131 ísótóp á æ meira fylgi
að fagna sem kjörmeðferð við skjaldkirtilsof-
starfsemi. Meðferðin hefur hérlendis einvörð-
ungu verið gefin á ísótópadeild Landspítalans
og verið stjórnað frá upphafi, 1962, af próf.
Davíð Davíðssyni og samstarfsmönnum. Sl. 1-2
ár hefur Matthías Kjeld læknir verið aðalráð-
gjafi um ákvörðun skarmrtastyrks og endurtek-
innar geislunar, hafi áhrif af fyrstu meðferð
ekki reynst næg.
Nýlega gerði starfslið ísótópadeildar yfirlits-
köqnun um fjölda sjúklinga, sem fengið hafa
I - meðferð 1985-91. Reyndust 291 hafa
hlotið meðferð, sumir oftar en einu sinni.
Meiri hluta sjúklinganna var vísað til ísótóp-
adeildar af innkirtlasérfræðingum, þar af 75
af höfundi. Téðir sérfræðingar fengu tilmæli
frá deildinni að gefa upplýsingar um afdrif
sinna umbjóðenda. 1 samskiptum innkirtlafreeð-
inga og ísótópadeildar hefur annað veifið
bryddað á óvissu, hvort eins vel væri staðið
að meðferðinni og kostur væri og á það bent,
að geislaskanrntar væru í knappara lagi á
stundum og tregða úr hófi að endurtaka meðferð
Áðurnefnd könnun gaf gott tækifæri að meta
hversu til hefði tekist með sjúklingana sem
tengdust höfundi,en fyrirfram þótti líklegt
að eftirlit með þeim hefði verið viðunandi.
Eftirfarandi kom í ljós. 37 sjúklingar voru af
Reykjavíkursvæðinu en 38 víðsvegar af landinu.
65 voru konur og kynjahlutfallið því 6,5/1
konum í vil. íteðalaldur 47,7 ár og aldursdreif-
ing frá 23-77 ára. Geislajoðmeðferð sem frum-
lækningatilraun var gefin 50 sj. 21 sj. hafði
fengið sértæk hömlulyf gegn upptöku joös í
skjöldungsvef og 4 sj. höfðu auk lyfjameðferð-
ar gengistjijYndir hlutarbrottnám skjaldkirtils
áður en I var beitt. 65 sj.höfðu Graves
sjúkdóm, en 10 höfðu ofvirkan hnút í skjöldungi.
Fullur árangur geislajoðmeðferðar felst í því
að skjöldungsörvinn er slökktur innan 3ja mán-
aða. Til lengri tíma er höfuðmarkmiðið að
bregðast hratt og rétt við skjöldungsbilun,en
það eru örlög allra sem skjöldungsgeislun fá,
ef nógu lengi er lifað.
26 sjúklinganna fengu viðvarandi skjöldungsörva
í 3-18 mánuði. Skjöldungsbilun er þegar stað-
fest í 43 skipti og ævarandi thýroxín meðferð
hafin. 27 sj. hafa réttvirkan skjöldung. Upp-
lýsingar skortir í 4 tilvikum og 1 sj. er lát-
inn. Meðalskanrrrtur geislajoðs á tímabilinu var
6.6 mCi, dreifing meðal allra sj. 2.1-14 mCi,en
milli ára var dreifing meðalskamnta 5.80-7.18
mCi. - Af framansögðu má telja að þokkalega
hafi til tekist og hlutur ísótópadeildar mun
betri en ætlað var. Tíðni viðvarandi skjöld-
ungsörva er þó of há, en við því iraetti sporna
með því að umsjárlæknir sjúklings meti skjöld-
ungshag til fullnustu 3 mánuðum eftir geislun.
Reynist örvi viðvarandi, á ísótópadeild að fá
tilmæli um nýja meðferð með meiri geislamætti.
Skjaldkirtilsrannsóknir á
sjúklingum utan spítala.
Hans Jakob Beck, Ari Jóhannesson,
Matthías Kjeld. Ranns.stofan í Domus Medica,
Rannsókn 6, Ranns.stofa Landspítalans,
Lyflækn.deild Sjúkrah. Akraness.
Tiltölulega hátt algengi skjaldkirtilssjúkdóma og
oft óljós einkenni þeirra hafa kallað á tiltölulega
mikla notkun skjaldkirtilsprófa. Ný og næmari
próf breyta notkunarmunstri lækna í sífellu. Til
að kanna hvernig þessu háttar hérlendis núna,
höfum við kannað 7674 skjaldkirtilspróf, sem
gerð voru á þriggja og hálfs árs tímabili á
árunum 1987-1990 á almennri rannsóknarstofu
fyrir lækna í læknisþjónustu utan
sjúkrahúsanna. Sjúklingar komu frá 31
heimilislækni, 4 innkirtlalæknum, 20 lyflæknum
og 22 öðrum sérfræðingum. Innkirtlalæknarnir
báðu um skjaldkirtilspróf á 75% beiðna sinna,
heimilislæknar og sérfræðingar á 10%, og aðrir
sérfræðingar á 17% beiðna. Mikill mismunur
var á milli einstakra lækna. Um 40% prófa frá
innkirtlafræðingum voru jákvæð(utan viðm.-
marka) en um 20% frá hinum. Færri en15%
sjúklinganna var visað aftur til
skjaldkirtilsmælinga nema hjá innkirtlalæknum,
sem vísuðu 26% sjúklinga sinna oftar en einu
sinni til mælinga. Algengasta samsetning á
beiðnum var TSH+T3+T4, sérstaklega frá
heimilislæknum (56%), en breytileiki var mikill.
Lyflæknar og innkirtlalæknar báðu um TSH
eingöngu(24%) oftar en hinir(14%) og "aðrir
sérfræðingar" báðu oftar en aðrir um öll prófin
samtímis (31%). Niðurstöður benda til þess að
leit að skjaldkirtilssjúkdómum sé aðallega í
höndum heimilislækna og ýmissa lyflækna, og
að skjalkirtilsprófin mætti ef tii vill nota með
betri árangri ef upplýsingar um þau væru
aðgengilegri. Kostnaður kann og að ráða
nokkru um val, en nýrri próf (2. kynslóðar TSH
og FT4) er nokkuð dýrara en t.d. T4 og T$.