Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Síða 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Síða 12
12 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 AÐGERÐIR TIL AD KOMA í VEG FYRIR BLINDU INSÚLÍN-HÁÐRA SYKURSOÚKRA A ÍSLANDI. Höfundar Friðbert Jónasson, Einar Stefáns- son, Johannes Kari Kristinsson, Sigur- björn Björnsson og Ingimundur Gíslason Stofnun Augndeild Landakotsspítala, læknadeild Háskóla íslands. Frá árinu 1980 hafa augu flestra Isl- endinga með insúlín-háða sykursýki verið skoðuð reglulega, minnst árlega, af augnlæknum á augndeild Landakots- spítala. Um 90% þessara sjúklinga hafa verið skoðaðir, upplýsingum var safn- að á þar til gert eyðublað á framvirk- an hátt og myndir teknar af augnbotn- um. Þeir sjúklingar sem höfðu sykur- sýkisskemmdir á miðsvæði sjónu svo og þeir sem höfðu nývefjamyndandi sjónu- skemmdir fengu meðferð með leysigeisl- um í samræmi við skilmerki DRS og ETDRS rannsóknanna. Kannað er ástand augna 204 insúlín-háðra sykursjúkra sem allir voru greindir með sykursýki fyrir þrítugt. Sjónuskemmdir vegna sykursýki fundust hjá 51.5% þeirra, þar af nývefjamyndandi sjónuskemmdir í 11.8% tilvika. Ahrif leysimeðferðar við MACULAR B3ÚG A ÆÐAVÍDD í SOÓNHIMNU í SYKURSÝKI. María Soffía Gottfreðsd6tt1r, Einar Stefánsson, Ingimundur Gislason, Frið- bert Dónasson. Háskóli íslands. Augndeild Landakots- spítala. Sýnt hefur verið að leysimeðferð við macular bjúg í sykursýki hindrar frek- ara sjóntap og getur í sumum tilfellum bætt sjón. Hins vegar er ekki vitað með vissu hvernig og hvers vegna macular bjúgur myndast í sykursýki og ekki heldur hvernig leysimeðferð kemur inn í þá meingerð. Lögmál Starlings segir að við jafnvægi fari jafnmikið af vökva út úr háræðakerfinu eins og skili sér aftur inn í blóðrásina. Því stuðlar aukinn vökvastöðuþrýstingur að bjúgmyndun. Okkar kenning er sú að leysimeðferð bæti súrefnisbúskap sjón- himnunnar og leiði til staðbundinnar (autoregu1atory) æðaþrengingar sem aftur leiðir til lækkunar á vökvastöðu- þrýstingi skv. lögmáli Poiseuille og því minni bjúgmyndunar skv. lögmáli Starlings. Við könnuðum breytingar á æðavídd eftir leysimeðferð til þess að svara spurningunni: leiðir leysimeð- ferð til þrengingar á siagæðlingum og bláæðlingum í sjónhimnu. 10-14 árum eftir greiningu reyndust 27% hafa sjónuskemmdir vegna sykur- sýki, enginn þeirra með nývefjamynd- andi sjónuskemmdir. 15-19 árum eftir byrjun sjúkdóms var algengi sjónu- skemmda orðið 64.9% þar af 2.7% með nýæðamyndandi sjónuskemmdir. 85.9% þeirra sem höfðu haft sjúkdóminn í 20 ár eða lengur, reyndust hafa sjónu- skemmdir vegna sykursýki, þar af 29.5% nývefjamyndandi sjónuskemmdir. 95.6% sjúklinga hafði sjónskerpu jafnt eða betri en 6/12 í betra auganu, 2.9% sjúklinga hafði sjón 6/36 til 6/18 í betra auganu og tveir sjúklingar (1%) voru lögblindir þ.e. höfðu sjón 6/60 eða verri í betra auganu (annar þeirra með meðfætt ský á augasteini). Við teljum að kerfisbundin augnskoðun komi í veg fyrir blindu insú1ín-háðra sykursjúkra í fjölmörgum tilvikum. Litmyndir fyrir og eftir leysimeðferð af augnbotnum sykursýkissjúk1inga með macular bjúg voru stækkaðar og þvermál æða mælt í mm. með rennimáli. Eftir leysimeðferð varð marktæk þrenging á 2° superotemporal slagæðlingum og bláæð- lingum. Æðavídd eftir leysimeðferð sem hlutfall af vídd æðanna fyrir með- ferð var 0.798 (p<0.001) fyrir 2° slag- æðlinga og 0.862 (p< 0.001) fyrir 2° bláæðlinga. Eftir leysimeðferð við macular bjúg verður marktæk þrenging á 2° slagæðlingum og bláæðlingum, hugsanlega vegna jákvæðra áhrifa á súrefnisbúskap sjónhimnunnar. Æða- þrenging og lækkun á vökvastöðuþrýst- ingi ætti að leiða til minni bjúgmynd- unar skv. lögmáli Starlings.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.