Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Qupperneq 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Qupperneq 17
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 17 ARANGUR SYKLALYFJAMEÐFERÐAR HJA SJÚKLINGUM MEÐ BRÁTT HVÍTBLÆÐI OG NEUTROPENÍU Á LANDSPÍTALANUM 1981- 1991. Guðmundur Rúnarsson. Páll Torfi Önundarson, Karl G. Kristinsson, Guðmundur M. Jóhannesson, Jóhanna Bjömsdóttir, Sigmundur Magnússon. Blóðmeinafræðideild Landspítalans. Þegar sjúklingar með hvítblæði og neutrópeníu (granulocytar <500/(il) fá hita hefur tíðkast að gefa þeim kefradín og gentamístn á lyflækningadeild Lsp. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta gagnsemi þeirrar meðferðar og hvort þörf væri á að breyta í önnur sýklalyf. Rannsóknin var afturvirk og voru sjúkraskrár sjúklinga með brátt hvítblæði á lyfíækningadeild Lsp. síðastliðin 10 ár skoðaðar og kh'nísk svörun við sýklalyfjameðferð metin samkvæmt þeim. 154klíniskar sýkingar greindust hjá44 sjúklingum í 99 neutropeniutímabilum. I. Svörun við fyrstu meðferð án tillits til vals sýklalyfja: Allar sýkingar (154): Full svörun 53 (34%), svörun að hluta 35 (23%), engin svörun 44 (29%), ómetanlegt 22 (14%). Fyrsta sýking (99): Full svörun 44 (44%), svörun að hluta 21 (21%), engin svörun 20 (20%), ómetanlegt 14 (14%). Síðari sýkingar (55): Full svörun 9 (16%), svörun að hluta 14 (25%), engin svörun 24 (44%), ómetanlegt 8 (16%). II. Svörun þar sem kefradín-gentamísín var notað sem fyrsta meðferð: Allar sýkingar (90), af þeim voru 32 (35%) með þekktan sýkil og 12 að auki með þekktan sýkingarstað: full svörun 37 (41%), svörun að hluta 21 (23%), engin svörun 21 (23%), ómetanlegt 11 (12%). Fyrsta sýking (73): Full svörun 36 (49%), svörun að hluta 16 (22%), engin svörun 13 (18%), ómetanlegt 8 (11%). Síðari sýkingar (17): Full svörun 1 (6%), svörun að hluta 5 (29%), engin svörun 8 (47%), ómetanlegt 3 (18%). Af þeim 58 sem svöruðu meðferðinni að fullu eða að hluta voru aðeins 9 (16%) með þekktan sýkil og í öllum tilfellum næmum fyrir a.m.k. öðru lyfinu. Af þeim 32 sem svöruðu ekki eða svörun var ómetanleg vom 23 (72%) með þekktan sýkil og 11 þeirra vom næmir fyrir a.m.k. öðm lyfinu. III. Svömn þar sem annarri meðferð en kefradín- gentamísín var beitt sem fyrstu meðferð: Allar sýkingar (64), sýkill þekktur hjá 47 (73%) og sýkingarstaður hjá 11: Full svömn 16 (25%), svömn að hluta 14 (22%), engin svömn 21 (33%), ómetanlegt 13 (20%). Árangur af kefradfn-gentamísín meðferð við fyrstu sýkingu reyndist viðunandi og ekki þörf á að breyta í önnur sýklalyf. Árangur kefradín-gentamísín í síðari sýkingum hins vegar lakur og ætti því að beita öðram lyfjum í þeim tilvikum. DÝRA- OG MANNABIT. Kristján Oddsson. Guðrún Stefánsdóttir, Brynjólfur Mogensen og Sigurður Guðmundsson. Lyflækningadeild, slysadeild og sýkladeild Borgarspítala, Reykjavík. Bitsár em oft álitin sakleysisleg, bæði af almenningi og læknum. Sár þessi geta þó oft valdið alvarlegum sýkingum, bæði í húð og beini. Þar sem engar upplýsingar em til hérlendis um tíðni, faraldursfræði og fylgikvilla af völdum bita manna og dýra, hefur síðastliðna 8 mánuði staðið yfir framsæ rannsókn á þessum atriðum. Til þessa hafa verið skoðaðir allir einstaklingar sem hafa lcitað til slysadeildar Borgarspítala vegna bitsára af völdum manna eða dýra. Engin skilyrði hafa verið sett fyrir þátttöku f rannsókninni. Auk auðkenna sjúklings vareðli bitsins skráð. orsakavaldur (hundur, köttur, maður o.s.frv.), bitstaður (andlit, útlimir o.s.frv.), tfmi frá biti, kringumstæður (utanhúss, á skemmtistað, ölvun o.s.frv.) og lýsing sárs (dýpt, klór, skráma, beinbrot o.s.frv ). Sýni til ræktunar vora tekin úr sárum á rayon strokpinna. Hringt hefur verið f alla aðila og famaður þeirra skráður. Á tímabilinu frá 1. ágúst 1991 til 20. aprfl 1992 komu 90 manns á slysadeild Borgarspítalans sökum bitsára. Vegna hundsbits kom 31 einstaklingur, kattarbits 23, mannsbits 27 og 9 vegna bits annarra dýra (hestur, kanína, hamstur og rotta). Ellefu hundsbit vom talin vera án tilefnis, 16 vegna þess að bitþoli erti hundinn og um 4 fengust ekki upplýsingar. Þeir sem hundar og menn bitu voru flestir karlmenn <30 ára (55% og 63%); 37% mannsbita tengdust ölvun. Míðaldra eða eldri konur urðu helst fyrir kattarbitum (35%). Til þessa hafa 15 einstaklingar fengið klíniska sýkingu, 3 þeirra eftir hundsbit (sýkingatfðni 10%), 6 eftir kattarbit (tíðni 26%) og 6 eftir mannsbit (tíðni 22%). Inn á sjúkrahús hefur þurft að leggja 3 einstaklinga, 2 eftir kattarbit og 1 eftir mannsbit. Rfflega 60% þeirra sem komu á slysadeild vegna bitsára voru meðhöndlaðir með sýklalyfjum f vamarskyni. Alls hafa verið tekið 32 sýni til ræktunar strax eftir bit, 11 frá hundsbitum (5 jákvæð og 6 neikvæð), 7 frá kattarbitum (5 jákvæð og 2 neikvæð) og 14 frá mannsbitum (12 jákvæð og 2 neikvæð). Frá hundsbitum hafa ræktast a-hemolytiskir streptokokkar, viridans streptokokkar, B-hemolytiskir streptokokkar af flokki A, CDC M-5, P. maltophilia og Moraxella sp. Frá kattarbitum hafa ræktast P. multocida, B-hemolytiskir streptokokkar af flokki B, S. mitis, S. epidermidis, Moraxella sp., CDC EO 2 og Flavobacterium. Frá mannsbitum hafa ræktast S. sanguis, S. mitis, S. morbillorum, S. aureus, S. epidermidis, a-hemolytiskir streptokokkar, B-hemolytiskir streptokokkar af flokki D, F og G, Corynebacteriae, N. sicca, Aerococcus sp. og Kingella denitrificans. Bitsár af manna- og dýravöldum er líklega algeng hérlendis og virðist tíðni hunds-, kattar- og mannsbita vera svipuð. Gera má ráð fyrir að stærstur hluti komi þó aldrei til mcðferðar lækna. Sýklar er greinast frá sýnum teknum strax eftir bit eru einkennandi fyrir munnflóru þeirrar tegunar er bítur. Sýkingartíðni er mismunandi, allt frá ~10% (hundsbit) til ~25% (kattar- og mannsbit)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.