Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Page 19
ISLENDINGAR, NOTUM ISLENSKT:
DAREN
ENALAPRÍL
ER MARKTÆKT ÓDÝRARA EN SAMBÆRI-
LEGT ERLENT SÉRLYF: RENITEC
ISLENSK LYF:
* SKAPA ÍSLENDINGUM ATVINNU
* SPARA ERLENDAN GJALDEYRI
* ERU ÞJÓÐHAGSLEGA HAGKVÆM
Hver tafla inniheldur: Enalaprilum INN, maleat, 5 mg eða 20 mg. Eiginleikar: Lyfiö hamlar hvata, sem breytir angiotensin I í angiotensin II. Angiotensin II er
kröftugasta æðasamdráttarefni líkamans. Lyfið er forlyf (pro-drug). U.þ.b. 60% frásogast, umbrotnar í lifur í enalaprilat, sem er hið virka efni., Áhrif lyfsins ná
hámarki eftir 4-6 klst. og geta haldist i 24 klst. Helmingunartími er um 11 klst., en er mun lengri, ef nýrnastarfsemi er skert. Lyfið útskilst í þvagi. Ábendingar: Hár
blóðþrýstingur. Hjartabilun. Frábendingar: Ofnæmi fyrir lyfinu. Meðganga og brjóstagjöf. Varúö: Gæta þarf varúðar við gjöf lyfsins handa sjúklingum meö skerta
nýrnastarfsemi. Lyfið getur valdið of mikilli blóðþrýstingslækkun, ef sjúklingar hafa misst vökva vegna undanfarandi meðferöar með þvagræsilyfjum. Aukaverkanir:
Algengar: Ofnæmi, hósti, svimi, höfuðverkur. Sjaldgæfari: Preyta, slen. Lágur blóðþrýstingur og yfirlið. Ogleði, niðurgangur. Húðútþot, angionevrotiskt ödem.
Vöðvakrampar. Brengluð nýrnastarfsemi. Kreatínin, urea, lifrarenzým og bilirúbín geta hækkað, en komast í fyrra horf, ef lyfjagjöf er hætt. Milliverkanir:
Blóðþrýstingslækkandi verkun lyfsins eykst, ef hýdróklórtiazíð er gefið samtímis. Hyperkalaemia getur myndast, ef lyfiö er gefið samtímis lyfjum, sem draga úr
kalíumútskilnaði. Ofskömmtun: Gefa saltvatnslausn eða angiotensin II. Skammtastærðir handa fullorönum: Við hækkaöan blóðþrýsting: Venjulegur
skammtur er 20 mg einu sinni á dag. Við hjartabilun: Upphafsskammtur er 2,5-5 mg, en venjulegur viðhaldsskammtur er 10-20 mg á dag, gefinn í einum eða
tveimur skömmtum. Skammtastærðir handa börnum: Lyfiö er ekki ætlað börnum. Pakkningar: Töflur 5 mg: 30 stk., 100 stk. Töflur 20 mg: 30 stk., 100 stk.
Framleiðandi: Delta hf„ Reykjavikurvegi 78, Hafnarfirði.
stk-
m
o