Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Qupperneq 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Qupperneq 30
30 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 ALDRAÐIR SJÚKLINGAR Á BRÁÐA- MÓTTÖKU. VANDAMÁL, ÚRVINNSLA OG AFDRIF. Gyða Baldursdóttir, Davíð O. Amar. Guðmundur Þorgeirsson. Bráðamóttaka og Lyflækningadeild Landspitalans. Á undanförnum áratugum hefureinstaklingum sem ná háum aldri fjölgað í þjóðfélaginu. Gerð var framsýn könnun sem náði til allra sjúklinga 70 ára og eldri sem komu á bráðamóttöku Landspítalans á þriggja mánaða tímabili, október til desember 1991. Tilgangurinn var að kanna notkun aldraðra á bráðaþjónustunni, vandamál við komu, úrvinnslu og afdrif. Alls komu 331 sjúklingur 70 ára og eldri á bráðamóttökuna á ofangeindu tímabili. Það eru 33% allra fullorðinna (16 ára og eldri) sem leituðu til deildarinnar. Meðalaldur hópsins var 79.0 ár og kynjaskipting var nánast jöfn, 173 konur og 158 karlar. Brjóstverkur var algengasta komuástæðan 50 (15%), 25 (8%) komu vegna mæði og 19 (6%) vegna kviðverkja. Til lyflækna komu 250 (76%) en 81 (23%) kom á skurðdeild. Mikill meirihluti kom að heiman 237 (72%) en 74 af stofnun þar af 24 af slysadeild Borgarspítalans. Af virkum heilsufars- vandamálu öðrum en komuástæðu voru 177 (53%) með hjarta og æðasjúkdóma, 63 (19%) með stoðkerfissjúkdóma og 60 (18%) með öndunarfæra- sjúkdóma. Samsvarandi þessu voru 177 (53%) á lyfjum úr flokki hjarta og æðasjúkdóma. Á róandi, svefn eða geðlyfjum voru 97 (29%). Stærstur hluti hópsins (87.3%) var áttaður á stað, stund, eigin persónu og ástæðu fyrir komu á sjúkrahús. Vistaðir á stofnun voru 36 en 295 bjuggu heima. Hvað úrvinnslu á bráðamóttöku varðar voru teknar blóðprufur hjá 322 (97%), EKG hjá 303 (92%), röntgenmynd af lungum hjá 230 (69%) og aðrar röntgenrannsóknir gerðar hjá 51 (16%). Beðið var um álit sérfræðings í 31(9%) tilfelli en um álit öldrunarteymis í aðeins 4 (1%) tilfellum. Inn á legudeild lögðust 246 (74%) en 70 (21%) útskrifuðust til síns heima. Til samanburðar má geta þess að heildarhlutfall innlagna hjá öllum fullorðnum á tímabilinu var 72%. Aldraðir eru stór hluti þeirra sem leita á bráðamóttöku Landspftalans. Flestir komu heiman frá sér, leituðu til lyflækna og voru innlagðir í kjölfar skoðunar á bráðamóttöku. Komuástæður voru fjölbreyttarogflestirsjúklingannaáttaðir. Lítiðsamráð er haft við öldrunarteymi Landspítalans. NOTKUN RÓANDI SVEFN- OG GEÐLYFJA HJÁ ÖLDRUÐUM Á BRÁÐAMÓTTÖKU LANDSPÍTALANS. Brynjar Vióarsson, Gyóa Baldursdóttir, Davíó O.Arnar, Nína Hrólfsdóttir, Guómundur Þorgeirs son. Lyflækningadeild og bráóamóttöku Lsp. Vegna umraeóu um mikla notkun róandi lyfja og svefnlyfja á íslandi sl ár og þá sérstaklega hjá öldruóum, var notkun framangreindra lyfja- flokka auk geólyfja athuguó hjá einstaklingum 70 ára og eldri er leituóu á bráóamóttöku Lsp á þriggja mánaóa tímabili, okt.-des. 1991. Vió öflun gagna voru notaóar upplýsingar úr framsærri rannsókn á högum og afdrifum sama þýóis þessa þrjá mánuói og sjúkraskrár þeirra er skráóir voru á tauga- og geðlyf síóan at- hugaóar. Farió var eftir ATC-kerfi vió flokkun lyfja (Anatomical-, Therapeutical-,Chemical-) og þeir teknir meó er voru á lyfjum í eftir- töldum flokkum: 1) Sterk geólyf (N 05 A), 2) Róandi lyf (N 05 B), 3) Svefnlyf (N 05 C), 4) Geódeyfóarlyf (N 06 A). Þeir sem voru á lyfjum vió flogaveiki (N 03 A), Parkinsons sjúkdómi (N 04 A og B) eóa ofnæmislyfjum (R 06 A) voru ekki teknir meó í þessa athugun. Skráóar komur í aldurshópnum 70 ára og eldri voru 331 á þessu timabili. Upplýsingar fundust ekki um tvo en 93 af 329 reyndust vera á þessum lyfjum eóa 28.3%. Konur voru heldur fleiri en karlar eóa 57.0% á móti 43.0% en af heild- inni 52.3% á móti 47.7%. Munurinn var ekki marktækur (p=0.342). Aldursdreifing þýóisins var frá 70 upp í 95 ár og meóalaldur var 79.9 ár (SD 6.19). Sjötiu og sex þeirra sem lyfin tóku (81.6%) bjuggu heima en 17 (18.4%) voru á stofnun. Borin var saman notkun hinna til- teknu lyfja meóal þeirra sem komu af hjúkrunar- stofnun og þeirra sem komu aó heiman. Af þeim sem ekki voru á lyfjum bjuggu 218 (92.4%) heima en 18 (7.6%) voru á stofnun. Voru mark- tækt fleiri á lyfjum á stofnununum en utan þeirra (p<0.01). Ekki var marktækur munur á áttun fólks á lyfjum og þeirra sem ekki tóku þessi lyf (p=0.068) en af heildinni voru 285 (86.6%) taldir fulláttaóir, 210 (89.0%) án lyfja og 75 (80.6%) á lyfjum. Nokkrir sjúklingar sem tóku tilgreind lyf komu oftar en einu sinni á athugunartimabilinu (7 komu tvisvar og 1 þrisvar) . Voru alls 17 (20.2%) á sterkum geólyfjum, 38 (45.2%) á róandi lyfj- um, 45 (53.6%) á svefnlyfjum og 23 (27.4%) á geódeyfóarlyfjum. Á einu lyfi voru 49, 23 á tveimur, 8 á þremur, 3 á fjórum og einn sjúkl- ingur var á fimm lyfjum. Samtals voru þessir einstaklingar á 136 lyfjum úr áóurnefndum flokkum. Notkun róandi, svefn- og geólyfja fólks eldra en 70 ára sem leitaói á bráóamóttöku var um 28% skv þessari athugun. Ekki var munur milli kynja. Marktækt fleiri nota þessi lyf á stofn- unum en í heimahúsi. Gæti þaó skýrst af meiri veikindum einstaklinga á stofnunum og því aukinni þörf fyrir þessi lyf. Viróist þessi aukna notkun ekki koma nióur á áttun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.