Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Page 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Page 44
44 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 TITILL: Endurlífganir utan spítala á Reykjavíkur- svæðinu 1987-1990. HÖFUNDAR: nrfma Huld Bliengsdrittir. læknir, Gestur Þorgeirsson, læknir, lyflækningadeild Borgarspítalans. Reykjavík. TILGANGUR: Að kanna árangur endurlífgana utan spítala eftir tilkomu neyðarbíls þar sem beitt er sérbæfðri endurlífgun (1987-1990). Allt frá 1982 hefur neyðarbíll með lækni verið rekinn á stór-Reykjavfkursvæðinu. Á 4 ára tímabili frá 1987 til 1990 voru 230 tilraunir til endurlífgana reyndar. Séu ekki með talin hjartastopp vegna slysa, drukknunar, ofneyslu vímuefna, sjálfsvígs eða hjartastopp hjá bömum, vom endurlífgunartilfelli 195 vegna hjarta- og öndunarstopps. Karlmenn voru 148 (76%) og konur 47 (24%), meðalaldur var 66 ár (32-89). Af þessum 195 sjúldingum voru 64 lagðir inn á hjarta- eða gjörgæsludeild og 31 (16%) sjúklingur var útskrifaður af sjúkrahúsi. Þar af hlutu 2 varanlega andlega sköddun. Samdráttarleysi (asystole) greindist oftast í upphafi eða f 92 sjúklingum, sleglatif (VF) í 77 tilfellum, sleglahraðsláttur (VT) f 4 og aðrar hjartsláttartruflanir í 22 tilfellum (agonal, E.M.D.). Meðalútkallstími fyrir allan hópinn vom 4.6 mfnútur. Meöalútkailstfmi fyrir þá sem tókst aö endurlífga var 4.1 mínúta. Hjartastopp sem vitni urðu að vom 104 og endurlffgun var hafin af viðstöddum f 44 tilfellum. í 15 tilfellum af þessum 44 (34%) vom sjúklingar útskrifaðir af sjúkrahúsi en aöeins 10 af 60 (17%) sjúklingum sem biðu komu neyðarbfls. Af þeim 77 með sleglatif (VF) og þeim 2 með sleglahraðaslátt (VT) vora 25 eða 31% útskrifaðir. Aöeins 6 af 92 sjúklingum (7%) með samdráttarleysi (asystole) lifðu af áfallið. Meðalútkallstími fyrir þessa 6 sjúklinga var aöeins 2.8 mfnútur og f öllum tilvika var einhver vitni að hjartastoppi. Horfur sjúklinga með VF og VT vora maiktækt betri en horfur sjúklinga með__________________annars konar hjartsláttanSreglu (p< 0.001). Arangur endurlífgana á Rvík-svæðinu 1976-1979 var kannaður og leiddi f Ijós aö 9% ailra sjúklinga meö hjartastopp náöi að útskrifast, 20% sjúklinga með VF útskrifuðust. Sérhæfð enduriffgun hefst að meðaltali um 7 mínútum fyrr en tfðkaðist fyrir tilkomu neyðarbfls sem vafalftið er meginástæöa bætts árangurs af endurlífgunum utan spítala. ER ÓSÆÐARKÖLKUN MERKI UM ffiAHRQRNUNARSJÚKDÓM SEM ER AIGENGARI HJÁ KONUM EN KÖRLUM? Racmar Danielsen1, Helai Sigvaldason2, Nikulás Sigfússon2. YLyf lækningadeild Landspitalans og 2Hjartavemd, Reykjavík. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi ósæðarköikunar og þætti er kunna að hafa áhrif á þróun hennar. Ýmsar afleiðingar æðakölkunars júkdóms hafa I flestum rannsóknum reynst algengari hjá körlum en konum. Kölkun i ósæð, er sést við venjulega röntgenmynd af brjóstholi, hefur verið talið algengari hjá körlum. Á hinn bóginn hafa rannsóknir við krufningu oftar lýst ósæðarkölkun hjá konum. Frá því 1968 hefur verið fylgst með faraldsfræði kransæðas júkdéms og áhættu- þáttum hans i hóprannsókn Hjartavemdar á handahófsvöldu rannsóknarþýði. Á árunum 1980- 82 vom 3246 karlar og 3544 konur á aldrinum 45 til 74 ára rannsakaðir. Röntgenmynd af hjarta og lungum var tekin hjá öllum og lesið úr henni af sama röntgenlakni er ekki hafði nánar upplýsingar um viðkamandi einstakling. Kölkun i ósæð sást hjá 283 (8%) konum en aðeins hjá 54 (1.7%) körlum. Hjá konum jókst algengi ósæðarkölkunar frá 2.0% við 45-49 ára aldur i 17.8% hjá þeim er vom 70-74 ára. Hjá körlum var algengi aftur á móti 0% og 8.3% fyrir samu aldursskeið. Hjá konum leiddi tölfræðileg f jölþáttagreining í ljós að tilvist ósæðarkölkunar var jákvætt tengd systóliskum blóðþrýstingi, en i neikvæðu sambandi við diastóliskan blóðþrýsting. Þetta bendir til þess að ósæðarkölkun sé sennilega frekar tengd púlsþrýstingi. Ennfremur vom eftirfarandi þættir sjálfstætt tengdir algengi ósæðarkölkunar hjá konum: aldur, lyf janéðferð gegn háþrýstingi, blóðsykur án föstu, lyf jameðhöndluð sykursýki, heildanmgn kólesteróls i sermi og magn reykinga. Hjá konum vom auk þess tengsl á milli ósæðar- kölkunar og kransæðastiflu (p<0.05), krans- æðadauða (p<0.01), og einkenna um æðakölkun i fótum (claudicatio intermittens) (p<0.01). Of fáir karlar reyiKÍust vera með ósæðarkölkun til þess að hægt væri að gera marktækt tölfræðilegt mat á áhættuþáttum hjá þeim. Rannsókn þessi bendir til þess að kölkun í ósæð, metin á röntgenmynd, sé algengari hjá konum en körlum. Þessi niðurstaða er þveröfug við útkomu Framingham rannsóknarinnar. Hefðbundnir áhættuþættir fyrir þróun æða- hrömunars júkdóma sýndu einnig sjálfstæð tengsl við ósæðarkölkun. Auk þess reyndist ósæðarkölkun vera mögulegt teikn um tilvem kransæðas júkdóms.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.