Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Qupperneq 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 11 MÝLILDI í RIÐU Guðmundur Georasson.Richard J. Kascsak. Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum, Reykjavík; New York State Institute for Basic Research in Developmental Disabilities, Staten Island, New York. Útfellingar mýlildis (amyloid) er eitt af því sem talið er einkenna heilaskemmdir í spongiform encephalopatíum, m.a. riðu (scrapie). Mýlildið í riðu er myndað úr PrP (protease resistent protein/prion protein), sem finnst í tveim mismunandi formum, þ.e. sem eðlilegt frumuprótein (PrPc) eða afbrigðilegt próteasa-þolið (PrP°c). Mýlildi hefur einkum verið lýst x tilraunasýkingum í músum og hömstrum en lítt í náttúrulegum hýslum, sauðfé eða geitum, og raunar alls ekki í xslensku sauðfé. Við ákváðum því að kanna hvort og í hvaða mæli mýlildi finnst í íslensku riðufé. Heilasýni úr 33 kindum sem voru með riðu samkvæmt vefjaskoðun og að jafnaði einnig klínískum einkennum voru athuguð. Til samanburðar voru skoðuð sýni úr 12 heilbrigðum 1-13 vetra. Vefjasneiðarnar voru litaðar með Congó-rauðu og skoðaðar í skautuðu (pólariseruðu) ljósi. Einnig var ónæmislitun gegn PrP beitt. Mýlildi fannst aðeins í einni riðukind. í þessu eina jákvæða tilfelli voru 9 snið skoðuð og fannst mýlildið aðeins á mjög litlu svæði í einu þeirra, umhverfis og í veggjum smáæða. Ekki sáust spongiform breytingar á þessu svæði og í heild voru þær mjög vægar í þessu tilfelli. Mýlildið litaðist með mótefni gegn PrP. Litun breyttist lítið við meltingu með próteinasa K en varð ^ mun sterkari eftir maurasýrumeðferð, sem bendir ótvírætt til að hér sé um PrPSc að ræða. Mýlildi kom fram í verulegum mæli í nokkrum músastofnum, sem voru sýktir með heilavef úr þessari kind. f stuttu máli leiddi þessi athugun í ljós að ^ mýlildisútfellingar eru sjaldgæfar í íslensku riðufé. Þær eru úr PrP c og sýndu ekki fylgni við spongiform breytingar. Niðurstöður okkar benda til að mismunandi arfgerð hýsils geti skipt máli fyrir viðbrögð heilavefs við sýkingu og/eða að til séu mismunandi stofnar smitefnis riðu (scrapie agents) sem geti valdið mismunandi vefja-skemmdum. EFTIRVIRKNI SAMSETNINGA LYFJA I VÖÐVASÝKTUM MÚSUM. SigurðurJjuðmundssQn. Helga Erlendsdóttir, Sigurður Einarsson. Lyfjadeild og sýkladeild Borgarspftaia, Reykjavfk. Eftirvirkni sýklalyfja er skilgrcind sem framhald lyfjaáhrifa eftir að lyf cr horfið af sýkingarstað. Klíniskt gildi tengist skömmtun sýklalyfja þar sem gefa má lyf sem langa eftirvirkni hafa sjaldnar en áður. Sýklalyf f samsetningum eru oft notuð við meðferð ýmissa sýkinga. Þau eru hins vegar skömmtuð eins og þcgar lyfin eru notuð ein sér. Gætu því áhrif lyfjasamsetninga á eftirvirkni brcytt skömmtunarvenjum lyfja, og dregið þannig úr aukaverkunum og kostnaði. Við höfum áður sýnt fram á verulega lengingu cftirvirkni in vitro bæði með samlagningu (addition) og samverkun (synergismus) eftir 2 og 3 lyf saman miðað við notkun eins lyfs sér. f framhaldi af því hófum við dýratilraunir á samsetningum lyfja. Notaðar eru ICR mýs, ~25 g að þyngd, ónæmisbældar með gjöf cyclophosphamíðs. Þær voru sýktar með dælingu 10^-10^ cfu S. aureus ATCC 25923, P. aeruginosa ATCC 27853, K. pneiunoniae UCLA 5166 cða E. coli ATCC 25922 (læri músanna. Þcim voru síðan gcfin cinn skammtur ýmissa lyfja, ýmist cinna sér cða í samsctningum 2 klst. eftir sýkingu. Músunum var sfðan slátrað á 1-4 klst. fresti f allt að 24 klst., lærvöðvar fjarlægðir, malaðir, raðþynntir í fsköldu saltvatni og dreift á Mueller-Hinton agar til bakterfutalningar. Eftirvirkni var skilgreind sem munur á þeim tfma sem sýklar f meðferðarmúsum uxu um 1 logio miðað við viðmiðunarmýs, að frádregnum þeim tfma sem sermiþéttni var yfir MIC. Helmingunartími rifampins var 230-330 mín., en hinna 12-21 mfn. Scrmiþéttni var yfir MIC í 1.2-3.2 klst. cn dráp var mcst á fyrstu klst. Við gjöf lyfjanna einna sér olli ceftazidime neikvæðri eftirvirkni gegn P. aeruginosa og imipenem engri (~0 klst.) gegn E. coli og K. pneumoniae. Um 2-4 klst. eftirvirkni olli cefazolin gcgn S. aureus, gentamicin gegn E. coli og K. pneumoniae, og imipenem og tobramycin gegn P. pneumoniae. Gentamicin gegn S. aurues og rifampin gegn P. aeruginosa ollu um 6-7 klst. eftirvirkni. 6-lactam-aminoglycosíð samsetningar lengdu eftirvirkni um 1.0-3.3 klst. en engin lenging fékkst fram gegn E. coli og K. pneumoniae. Ceftazidime stytti eftirvirkni tobramycins gegn P. aeruginosa. Löng eftirvirkni rifampins „fluttist yfir" til lyfjasamsetninganna, þannig lengdist vaxtarhömlun P. aeruginosa eftir imipenem og/eða tobramycins um 5.5-8.0 klst. fyrir atbcina rifampins. Þessi áhrif hafa reynst vera mcð samlagningu eingöngu, samverkun (synergismus) hefur ekki greinst. í samantekt reyndist lyfjasamsetningar valda marktækri Iengingu eftirvirkni in vivo, en einungis ef bæði (eða öll) lyfin ollu eftirvirkni ein sér. Niðurstöður þessar geta haft • áhrif á klfniskar rannsóknir á gjöf sýklalyfja, en áður þarf að framkvæma lyfhrifa- og meðferðarrannsóknir í dýrum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.