Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 38
36 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 GAGNAUGASLAGÆÐABÓLGA (ARTERITIS E 46 TEMPORALIS) Á ÍSLANDI 1984-1990 Ólafur Baldursson *) Kristján Steinsson *) Jóhannes Bjömsson 2) J.T. Lie 3) 1) Lyflækningadeild Landspítalans. 2) Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði. 3) Mayo Clinic, Rochester, Minnesota. Gerð var aftursæ, faraldsfræðileg og meinafræðileg rannsókn á gagnaugaslagæðabólgu (gsb.) á íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi gsb., einkenni, afbrigði f skoðun og rannsóknum og smásjár- gerð vefjasýna. R;uinsóknin náði yfir 7 ára tfmabil frá 1984-1990. Við öflun gagna var stuðst við tvenns konar skrár: 1. Skrá RH f meinafræði yfir innsend sýni úr gagnaugaslagæð. 2. Skrár sjúkrahúsa og annarra heiíbrigðisstofnana yfir sjúkdómsgreiningar við útskrift. Sjúkraskrár voru athugaðar samkvæmt fyrirframákveðinni aðferðalýsingu. Til staðfestingar á sjúkdómsgreiningu voru höfð til hliðsjónar ný flokkunarskilmerkl ACR frá 1990. Á rannsóknartfmabilinu uppfylltu 129 einstaklingar þessi skilmerki, 90 konur og 39 karlar. Alls voru tekin sýni úr 744 einstaklingum og reyndist 121 hafa jákvætt sýni en 623 neikvætt. Á sjúkrahúsi greindust 113 en utan sjúkrahúsa 16. Nýgengi fyrir 50 ára og eldri var 41,7/100 þús. fyrir konur og 20,2/100 þús. fyrir karla. Meðaltöf frá upphafi einkenna til greiningar var 3,5 mánuðir. Niðurstöður sem tengjast flokkunarskilmerkjum gsb. voru: Meðalaldur við greiningu 71,3 ár. Höfuðverkur 78,6%. Óeðlileg gagnaugaslagæð við skoðun 53,2%. Meðal- sökkgildi 86,9 mm/klst. Vefjasýni frá gagnaugaslagæð jákvætt í 121 tilfelli (93,8%). í 76 tilfellum var tekið sýni úr annarri gagnaugaslagæð en í 53 tilfellum úr báðum. Meðallengd sýna var 11,5 mm. Risafrumur voru í vefjasýni 67% sjúklinga og rof í lamina elastica intema í 92%. Kannaðar voru sjúkdómsgreiningar 143 einstaklinga með neikvæð vefjasýni. Helstu greiningar voru polymyalgia rheumatica hjá 35%, sýkingar hjá 16,1% og krabbamein hjá 10,5%. Meðallengd sýnis í þessum hópi var 14,0 mm. Vitað er að gsb. er algengari á norðlægum slóðum en í suðurálfu. Rannsóknir hafa sýnt mesta tíðni á ákveðnum svæðum í Danmörku, Svíþjóð og f Minnesota í Bandaríkjunum en heildartíðni sjúkdómsins meðal þessara þjóða er óþekkt. Rannsókn okkar nær til alls Iandsins. Beitt var nýjum flokkunarskilmerkjum. Yfir 90% tilfella höfðu jákvætt æðasýni. Niðurstþður benda til þess að nýgengi gsb. sé óvenju mikið á Islandi. Einnig kom í ljós að gagnsemishlutfall vefjasýna var Iágt. E 47 ÁIIRIF TNFa OG TFN/3 Á VÖXT YFIRHÚÐARFRUMA í RÆKTUN. H. Lewis, B.S. Baker, L. Fry og Helgi Valdimarsson. Sóri einkennist af bólgu og óeðlilega hröðum vexti yfirhúðafruma. Vitað er að sóraútbrot myndast þar sem T eitilfrumur þyrpast upp í yfirhúð sjúklinganna og eru boðefni (cytokines) þessara frurna talin örva vöxt keratinfruma yfirhúðar. Talið er að keratinfrumur sórasjúklinga séu annað hvort óeðlilega næmar fyrir vaxtarhvetjandi eða ónæmar fyrir vaxtarhamlandi boðefnum. Pegar hefur verið sýnt fram á að keratinfrumur sumra sórasjúklinga svara óeðlilega litið vaxtahamlandi virkni gamma interferons. Svipuð athugun hefur nú verið gerð á TNFa og TNF/3. Bæði þessi efni hafa mjög öflug bælandi áhrif á vöxt keratinfruma i rækt, en ekki hefur ennþá komið fram afgerandi munur á keratinfrumum sórasjúklinga og heilbrigðra að þessu leyti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.