Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1992, Side 48
46 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 22 GARNAFLÆKJA (VOLVULUS) í RISTLI £ g2 Á BORGARSPÍTALA OG LANDSPÍTALA. Gerður Gröndal. Georg Steinþórsson, Jónas Magnússon, Þorvaldur Jónsson. Skurðdeild Borgarspítala og Landspítala. Garnaflækja kemur oftast fyrir í digurgimi og algengasta staðsetningin er í bugarristli, 85%, í botnristli og risristli um 15%, en mun sjaldgæfara í þverristli. Garnaflækja er talin valda 1-4% af öllum garnastíflum f Bandaríkjunum og Bretlandi, en tíðni virðist hærri f Austur-Evrópu, Asíu og á Norðurlöndunum Tilgangur þessarar rannsóknar var að finna tíðni garnaflækju á 2 stærstu spítölum landsins. Fundnar verða allar sjúkraskrár spítalanna, þar sem greiningin garnastffla (ICD 560) á 20 ára tímabili, 1971 til 1990, koma fyrir. Fundið verður hlutfall sjúklinga með garnaflækju af öllum garna-stíflum. Staðsetning garnaflækjunnar verður ákveðin og tfðnitölur fundnar. Fundið verður hlutfall aðgerða og einnig athugað hversu margar garnaflækjur voru lagfærðar með röntgeninnhellingu. Athugað verður hvernig staðið var að aðgerð og árangurinn af henni. Þegar þessar niðurstöður liggja fyrir, verða þær bornar saman við niðurstöður annarsstaðar úr heiminum og ályktanir dregnar. GLUTENÓÞOL Á fSLANDI. E 63 Hallgrlmur Guðjónssjon, JÓn Sigmund^son , Jóhannes Bjö^nsson, Alfreð ^rnason , Inga Skaftadóttij, Nick Cariglig, Gestur Palsson3. Lyflækninga- og barnadeild Land^pitalans, Rannsóknastofa Ij.f. i meinafræöi, ónærjiserf óa- fræðideild R.H., Lyflækningadeild FSA . Gluten er efni sem finnst i ýmsum korntegundan. Það getur valdið bólgu í mjógirni sem stuólar að vanfrásogi næringarefna. TILGANGUR: Kanna nýgengi og algengi gluten- óþols (garnameins) á islandi á siðustu 30 árum. Athuga algengustu einkenni sjúklinga, land- fræóilega dreifingu og fylgni við ákveðna vefjaflokka. ADFERDIR: Afturvirk rannsókn frá 1962 til '91. Leitað var aö sjúklingum i tölvuskráningu og sjúklingabókhaldi á 4 stærstu sjúkrahúsum landsins og Rannsóknarstofu H.í.i meinafræói. Farió var yfir sjúkraskýrslur, haft samband við alla sjúklinga og itarlegra upplýsinga aflað um einkenni, sjúkdómsgang og svörun við meðferð. öll vefjasýni voru endurskoðuö. Inntökuskilyröi voru: 1) Einkenni um vanfrásog frá mjógirni. 2) Vefjasýni frá mjógirni sem sýndi verulega eóa algjöra rýrnun á þarmatotum. 3) Góð klinisk svörun við glutensnauðu fæði og/eöa sterum. Inntökuskilyrói fyrir börn voru strangari (ESPGN). HLA-vefjaflokkun var gerð hjá flestum sjúklingum. NIDURSTÖÐUR: 27 sjúklingar uppfylltu inntöku- skilyrði. Kynhlutfallið var: konur/karlar 2,8:1. Þrir sjúklingur komu úr sömu fjölskyldu. Árin 1962-'71 greindist enginn. Á árunum 1972- '81 greindust 3, en langflestir greindust 1982- '91, alls 24 eða 89%. Nýgengi sl 10 ár var þvi að meðaltali 1:100,000 á ári. Algengi sjúk- dómsins i lok árs '91 var 1:10,000. Miðgildi aldurs við greiningu var 34 ár. Sjúklingar voru á aldrinum 1,5-79 ára, þar af aðeins eitt barn. Að meðaltali liðu 17 ár frá upphafi ein- kenna til greiningar. Algengustu einkenni voru: þyngdartap, þreyta, nióurgangur, kvið- verkur, uppþemba, blóðleysi og vindgangur. Einkenni i barnæsku höfðu 50%. Hlutfallslega flestir ólust upp og greindust á Norðurlandi eystra. Algengustu jákvæðu blóðrannsóknirnar voru: blóðleysi, skortur á járni, fólinsýru, vitamini B 12 og kalki. Hjá þeim sjúklingum þar sem IgA antigliadin mótefni höföu verið mæld voru þau jákvæð. HLA-DR3,DQw2 höfóu 84.0% sjúklinga miðaó við 25.4% hjá kontrol hóp. •í langflestum tilfellum nægði meðferó með gluten snauóu fæói eingöngu. ÁLYKTANIR: 1) Glutenóþol er fátitt á Islandi, en algengi hefur þó vaxið verulega sl 10 ár. 2) Mjög fátitt er að sjúkdómurinn greinist meóal islenskra barna. 3) Greiningin dregst *oft lengi. 4) Klinisk einkenni sjúkdómsins •geta verió margvisleg. 5) Dreifing sjúkdómsins ■eftir landshlutum viróist mismunandi. 6) Islend- 'ingar hafa hina s.k. norrænu arfgerð með þessum sjúkdómi* en enginn sjúklinganna hafói hina svokölluðu suðrænu arfgerð (DR5/DR7).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.