Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 9 Ég tók það sem gott og gilt. Svo fermist ég, en ég bað hann aldrei um plássið. — Af hverju? — Þá hafði ég séð, hvílíkt bölvað hundalíf það var, bara hundalíf í þessum 20 til 30 tonna döllum með kannski 10 til 20 manns í lúkarnum. Pá vildi ég heldur vera á minni trillu, og ég var á minni trillu. Mð var einmitt þetta, sem mamma var að hugsa, þegar hún dró málið á langinn. Bíldudalur var uppgangspláss í lok síðustu ald- ar, og þar varð mesta hlutfallsaukning í mann- fjölda á landinu á skömmum tíma. Thorsteinsson hafði það þannig, að þegar menn komu og settust þar að, þá lánaði hann þeim allt, til að þeir reistu sitt hús og lét þá svo borga, eftir því sem þeir gátu með vinnu sinni. Já, það sagði Arni, afi minn. Tveir menn, sem oft var minnst á í æsku minni, voru þeir Sveinn Árnason, móðurbróðir minn, og Ásgrímur Jónsson, síðar listmálari. Ásgrímur kom fyrir aldamótin í atvinnuleit eins og margir aðrir frá Eyrarbakka og nærsveitum. Sveinn var Ásgrími fylgjusamur og varð þeim vel til vina. Sveinn var bókhneigður, en var á unglingsárum sendur á skak, en gleymdi sér við fiskdráttinn og varð því lítið um afla. Hann var gerður að kokki, en það fór á sömu lund. Hann gleymdi sér við bókina, svo að maturinn var annað hvort enginn eða viðbrenndur. Hann var rekinn eftir túrinn. Pá kom Thorsteinsson til skjalanna og rak hann í burtu af staðnum, hann hefði ekkert að gera við slíka ónytjunga. Sveinn fór um sumarið til Hafn- arfjarðar, komst þar í Flensborgarskólann og lauk þar prófi. Eftir það réðist hann sem verkstjóri við verslun Einars Þorgilssonar, en síðar var hann fyrir austan sem fiskimatsmaður og bætti þar fiskimatið svo mjög, að hann endaði sem fyrsti fiskimatsstjóri íslands. Má því ætla, að Sveinn hafi, þrátt fyrir allt, eitthvað kynnst hinni frægu fiskverkun Thorsteinssons, sem erlendis fékk nafnið Bíldudalssaltfiskur. Ásgrímur vann í öllum frístundum sínum að því að mála, og fylgdist Sveinn oftast með því. Á þessum árum var Ásgrímur fenginn til að mála leiktjald fyrir leikfélagið á staðnum. í barnsminni mínu var það mjög stórt, kannski 5 til 6 metrar í þvermál og hæðin öllu meiri. Fyrirmyndin var þver Arnarfjörður frá Langanesi að norðan að Bfldudalsvogi að sunnan. Á miðjum firðinum var maður, róandi á báti. í efri enda tjaldsins var trésívalningur og um hann vafðist tjaldið, er það var dregið upp eða geymt. Að sögn móður minnar var Sveinn alltaf að sniglast í kringum Ásgrím, meðan hann vann að þessu verki. Ekki veit ég, hvað það tók langan tíma, en Thorsteinsson borg- aði öll vinnulaun og efnið. Þetta var áður en Ás- grímur hóf listnám. Ég naut þess að horfa á þetta Pétur J. Thorsteinsson (1854-1929) kaupmaður og útgerðarmaður. stóra leiktjald og hlakkaði alltaf til að sjá það aftur. Það fór á annan og verri veg. Eftir að ég kom heim eftir stríð, spurði ég móður mína, hvar leiktjaldið væri niður komið. Hún sagði, að það væri sorgleg saga. Á stríðsárunum hefðu Bflddæl- ingar reist nýtt samkomuhús. M hefði gamla leik- tjaldið ekki passað við leiksviðið. Þegar hún fór að grennslast um þetta, var henni sagt, að ein- hverjir hefðu hent því út undir útvegg hússins, og þar hefði það fundist um vorið gjörónýtt. Ég kynntist þessum sérstaka og prúða manni, Ásgrími listmálara, á síðustu æviárum hans, er hann var orðinn sjúklingur. Aldrei datt mér í hug að minnast á þessi sorglegu endalok málverksins, sem vafalítið var það langstærsta, sem hann mál- aði á lífsleiðinni. Myndin hér á veggnum er frá Arnarfirði, máluð af Ásgrími árið 1904. Titilsíða Arnfirðings. Fjölmiðill fyrir vestan um síðustu aldamót. ARNFIRÐlNCUR HAlfsmAnaðar og vikublað. ritstjöri wjiurrKiNN eiuJngsson.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.