Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 18

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 18
18 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 þeir réðu svo miklu í skólanum Einar Olgeirsson & Co. En það var annar maður þarna, sem meira bar á í skáldskapnum. Hann var bekk á eftir okkur. Pað var Óskar Magnússon frá Tungunesi, skólastjóri, síðar hér í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Hann var alveg talandi skáld. Helgi Skúlason, augnlæknir á Akureyri, sem var alltaf prófdómari hjá okkur, kemur hér við sögu — og ég held, að það hafi verið í náttúrufræði, að Óskar er tekinn upp, og hann fékk eitthvað lága einkunn, en hann var mjög fljótillur og varð þá mjög rauður í andliti. Allt í einu sé ég það, að menn eru famir að þyrpast í kringum Óskar, og Óskar er að verða rauður. Allt í einu stamar hann og bítur í sundur orðin: Helgi Skúla, hundurihn fúli og Ijóti, treður túla án takmarka, tekur í gúlann púrtara. Astæðan var, að Helgi hafði tekið svo mikið fram í fyrir Óskari. Pá er komið að Páli Ólafssyni, efnaverkfræð- ingi, sem einnig lærði í Kaupmannhöfn og var búinn fyrir stríð. Palli var ágætlega gefinn og góð- ur stærðfræðingur. Páll Stephensen, prófastur í Vatnsfirði, var afi hans. Á menntaskólaárum var hann mikið í tónlist, hafði gamlan grammófón með trekt og spilaði óperur, og þetta glumdi alveg fram á gang. Eg hugsaði: „Hvernig í andskotan- um getur hann Dúddi (Halldór Halldórsson, þeir voru alltaf herbergisfélagar) — þolað þetta til lengdar og lesið námsbækurnar?" „Mér þykir svolítið gaman að þessu líka,“ — sagði Dúddi. Páll spilaði Caruso og Galli-Curci og allskonar óperur, sem þá voru móðins í klassík- inni. Mérfannstþettamjögmerkilegt. Pállfórsvo í Menntaskólann í Reykjavík og tók próf upp úr stærðfræðideild til þess að geta komist í stærð- fræði og eðlisfræði við Hafnarháskóla og efna- Benedikt Tómasson (1909-1990), skólayfir- læknir. fræði síðar. Hann var í lýsisrannsóknunum hjá Tryggva Ólafssyni, sem var forstöðumaður og stofnandi Lýsis h/f. Benedikt Tómasson var húmanisti og mjög vel gefinn, einn af þessum hörku mönnum. Hann átti sér mörg áhugamál, enda vel menntaður strax í menntaskóla, og lék til dæmis mjög vel á orgel og píanó. Hann var lengi skólayfirlæknir og aðstoð- armaður landlæknis og ritstjóri Heilbrigðis- skýrslna. Ég varð honum aldrei nákunnugur, meðal annars vegna þess að hann vann opinber störf hjá Vilmundi landlækni, og þangað kom maður nú sjaldan! Benedikt og Halldór Halldórs- son voru nánir vinir. Báðir höfðu brennandi áhuga á íslenskri tungu. Vilmundur landlæknir hafði miklar mætur á Benedikt. Benedikt var þessi ljúfi maður, sem leitaði aldrei til annarra, en aðrir leituðu til hans. Hann var afskaplega vin- gjarnlegur, hvenær sem við hittumst. Svo leitaði ég til hans, þegar ég þurfti að gera leiðbeiningar fyrir stúdenta um töku sjúkraskrár með öllum þeim erfiðleikum, sem því fylgja að þýða sjúk- dómaheiti og smíða nýyrði. Pað var án efa ómetanlegt að hafa hann sem ritstjóra Heilbrigðisskýrslnanna. Pær voru samd- ar upp úr skýrslum héraðslækna víðsvegar að, og ekki er líklegt, að málið þar hafi allt verið gott. Vilmundur, landlíeknir, kunni líka að meta það, enda vildi hann aldrei sleppa af honum hendinni, aldrei! — Ég er alveg viss um, að hann lét Bene- dikt sem sjaldnast fara í skólana, vegna þess að hann vildi ekki missa af honum við það fræðilega. Ég bar það nú reyndar á Benedikt, en hann lét lítið uppi um það. Eggert Steinþórsson er góður drengur, bróðir Steingríms Steinþórssonar, forsætisráðherra, og Þóris, skólastjóra í Reykholti, og þeirra bræðra. Við kynntumst, þegar ég kom í þriðja bekk. Hann er mjög rólyndur og skemmtilegur maður, gefur sig lítið að öðrum, en er hlýr, þegar maður fer að tala viðhann, læturekki mikiðyfirsér. Við vorum mikið saman á Akureyri, en hann var aldrei í heimavistinni, heldur bjó alltaf hjá fólki, sem var nákomið honum í fínu steinhúsi. Eftir stúdents- próf kynntist ég honum betur í læknadeildinni. Eftir námið hér heima fór hann til Kanada og Bandaríkjanna í framhaldsnám, sem var ekki al- gengt þá, en átti sér skýringar. Eggert fór að skjóta sig í stúlku, sem var auðvitað ekkert til- tökumál, en hún var dóttir Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Við vorum það nánir kunningjar, að Egg- ert bauð mér stundum heim til Jónasar í Sam- bandshúsið, þar sem þau bjuggu þá. Mikið leist mér vel á konu Jónasar, frú Guðrúnu, það var kona, sem mér fannst afskaplega mömmuleg og Halldór Halldórsson (f. 19U), prófessor.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.