Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 49

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 49 Sigurður Samúelsson. Málverk Benedikts Gunnarssonar, listmálara. þjónustan dýrari. En hún verður líka betri. Hún verður nákvæmari og ákveðnari og betri fyrir sjúklinginn. En maður heyrir nú sönginn, ekki aðeins hér, heldur alls staðar, að þessi þjónusta sé orðin alltof dýr. Það má vel vera. En góð þjónusta verður alltaf dýr. Ég get nefnt dæmi um heimilislækni, nýkominn heim frá námi. Ég kom upp á deild til Jóns Þor- steinssonar, og hann er eitthvað úfinn. Ég fer að spyrja, og hann fer að hlæja og segir: „Nú er orðið laglegt. Það er bara heimtaður af manni sjúkling- urinn. Ég er hér með gigtarsjúkling í meðferð og heimilislæknirinn hringir núna og heimtar sjúk- linginn, hann hafi ekkert meira hjá mér að gera.“ Það er sjúklingsins hagur, að læknirinn viti sem allra mest um sjúkdóminn, sem hann þjáist af. Það er erfitt fyrir nokkurn lækni að fallast ekki á þetta, og þetta á að vera lækninum hvati til að viðhalda og auka við þekkingu sína. Þegar göngudeild fyrir háþrýsting var sett á stofn, mætti það nokkurri andspyrnu meðal heim- ilislæknanna. Formaður Læknafélags Reykjavík- ur kvaddi okkur Snorra Pál Snorrason til fundar ásamt tveimur heimilislæknum. Við Snorri bent- um á að venja væri, að göngudeildir störfuðu við alla kennsluspítala, og nú þegar hefðu nokkrar þeirra starfað um árabil. Nauðsyn væri á ákveðnu eftirliti og rannsóknum hjá fólki með hækkaðan blóðþrýsting. Eftir nokkurt pex var fundi slitið, en göngudeildin hélt áfram starfsemi sinni. Göngudeild háþrýstings veitti heilbrigða sam- keppni, sem varð sjúklingunum til góðs, en þróaðist líka yfir í að vera rannsóknardeild, þar sem árangur lyfjameðferðar er skoðaður; alveg eins og á göngudeild fyrir hækkaða blóðfitu. í dag hafa læknafélögin ekkert við þetta að athuga. Rekstur göngudeilda til rannsókna er yfirlýst markmið læknafélaganna, en var það ekki þá. Það er viss togstreita milli einkareksturs og þess, sém mætti kalla stofnanareksturs, og það er ekkert óeðlilegt, ef rekstrarskilyrðin eru þau sömu. Davíð Davíðsson tók strax stefnu, sem

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.