Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 39 Jón Þorsteinsson (f. 1924), fyrrverandi yfir- læknir, prófessor eni- eritus. voru meira en launkröfur einar, sem hrundu þessu verkfalli spítalalæknanna af stað. Nokkru eftir að deilan leystist, hitti ég á göngu minni niðri í bæ þáverandi ráðuneytisstjóra í Dómsmálaráðuneytinu, Baldur Möller. Mér virt- ist hann tvíræður á svip, og hann segir eitthvað á þessa leið; „ Nú er ekki gott í efni.“ Ég segi hálfhlæjandi: „Eru nú spítalalæknarnir rétt einu sinni að angra þig?“ Hann segir: „Það eru meiri kauphækkanirnar, sem þeir fá. Veistu það, að þeir fara allir langt upp fyrir þig í launum, Sigurð- ur, og meira að segja námskandídatarnir Iíka!!“ „Þetta er bara þinn höfuðverkur en ekki minn,“ sagði ég og kvaddi. Þegar ég byrjaði að vinna við lyflækningadeild- ina 1949, var engin göngudeildarþjónusta til stað- ar, enda var þá venja að sjúklingar lágu lengi á deildinni, þar til bata var náð eða meðferð virtist ekki færa sjúkling nær bata. Skipti sjúklinga voru því ekki ör. Eftir 1950 fór að örla á breytingum og sjúkdómamynstrið að breytast. Það fór að bera meira á skyndisjúkdómum svo sem kransæða- stíflu, og þeir sjúklingar þurftu bráða vistun á deildinni og komu flestir til okkar. Setti þetta okkur í erfiða stöðu, því deildin var ætíð troðfull og þar af margir, sem erfitt var eða ómögulegt að koma fyrir annars staðar. Nokkrum árum síðar kom fram svokölluð sega- varnameðferð, öðru nafni blóðþynningarmeð- ferð, sem við tókum upp 1955. Það var upphaf göngudeildarþjónustu við lyflækningadeild. Þarna mættu svo til allir þeir, sem fengið höfðu kransæðastíflu í Reykjavík og nágrenni til blóð- töku og ákvarðana á lyfjamagni til meðferðar. Um 10 ára skeið var þar til eftirlits fólk í hundr- aðatali. Þegar uppgjör vfðs vegar um heim sýndu, að meðferð þessi stóð ekki undir þeim vænting- um, sem búist var við, var dregið úr henni, þótt enn sé hún notuð við aðra sjúkdóma, þar sem blóðþynning er nauðsynleg. I námsferð minni til Bandaríkjanna árin 1956- 1957 hafði ég kynnst gervinýrameðferð eða blóð- skilun. Var mér sérstaklega bent á hollenskan sérfræðing á þessu sviði, sem starfaði við Cleve- land Clinic. Hann vildi allt fyrir mig gera, en ég gat lítið stoppað þar þá, kringumstæðnanna vegna. Tæki hans voru þá talin með þeim bestu í Bandaríkjunum. Eftir heimkomuna hélt ég sam- bandi við hann. Ég gat þó lítið gert í málunum, enda enginn íslenskur læknir, sem lagt hafði stund á slíkt sérnám. A þessum tíma dóu allir, sem komnir voru í alvarlega nýrnabilun, hvar sem var í heiminum, sem ekki urðu aðnjótandi meðferðar með gervinýra. Arið 1968 höfðum við spurnir af, að Svíar, Dan- ir og Englendingar væru byrjaðir að meðhöndla nýrnabilun með gervinýra. Þá lágu hjá okkur tveir sjúklingar með svæsna nýrnabilun og biðu dauða síns. Ég reyndi fyrir mér í Svíþjóð og Danmörku um gervinýrameðferð en fékk algera neitun. Læknar í Lundúnum brugðust betur við og tóku þá báða. Eftir að þeir höfðu verið um tíma í blóðsíun í Lundúnum, var hringt og mér tjáð, að ekkert leyfi væri til að halda þessum sjúklingum lengur, því að þeir væru útlendingar og yrðu að fara heim ti! síns lands eða eitthvert. Ekki var neitt hlustað á um vandkvæðin hér heima. Ég sneri mér því strax til prófessors við Háskólaspít- Sigurður Samúelsson og Árni Kristinsson, yfir- læknir, á hjartasjúkdómaþingi í Aþenu 1966. Sigurður Sigurðsson (1903-1986), berklayf- irlæknir, dr. med.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.