Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 26

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 26
26 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Guðný Guðnadóttir (1894-1967). Fyrsta lækn- ingarannsóknakona Landspítalans. mánuð, en vorum orðnir fúlir að lokum. Ég hafði nú að mörgu leyti gott af þessu, þótt ég færi ekki í skurðlækningar. Ég er hræddur um, að þeir létu ekki bjóða sér þetta í dag, stúdentarnir. Svæft var með etra í svokölluðu Ombrédanne svæfingartæki. Þetta var svona svæfingarkúla, og maður varð að vera varkár. Það gat komið fyrir, að svæft var of djúpt, og þá tók langan tíma að rétta sjúklinginn við. Ég fann það, að Thoroddsen var mjög nákvæmur, hvað þetta snerti. Það voru átta eða níu mörk á kúlunni, og hann kallaði oft til mannsins, sem var að svæfa, hvort sem það var stúdent eða kandídat: „Númer hvað ertu?“ og hann svaraði kannski, númer fjögur. „Já, ég held þú getir minnkað, farðu niður í þrjá.“ — Guð- mundur stjórnaði svæfingunni. Fyrsti svæfingar- læknirinn kom ekki fyrr en 1951, það var Elías Eyvindsson. Á Landspítalanum var slysadeildin, sem byrj- aði um 1931 og fluttist þá frá Landakoti. Barna- deild var engin, nema herbergi á handlækninga- deild og lyflækningadeild fyrir börnin. Þau voru Drossía Níelsar Dungal. líka stundum höfð innan um fullorðna. Þau minnstu voru höfð uppi á fæðingardeild. Á þessum árum kynntist ég Guðnýju Guðna- dóttur, rannsóknarkonu, frænku Dungals. Hún byrjaði hjá Hjaltalín á Landspítalanum um 1935. Það var mikil myndarkona. Á árunum 1922-1926 rak Guðný matsölu í Austurstræti nr. 5 og á Laugaveginum. Þegar Dungal kom úr sérnámi haustið 1926 og að öllu í niðurníðslu í Kirkju- stræti, réði hann Guðnýju sem meinatækni, kenndi henni vinnubrögðin, og þau voru þarna í heldur nánu sambýli frá 1926 - 1934. Hún var reyndar tæpt ár hjá prófessor Meulengracht á Bispebjergspítala. Engan talaði hún verr um en þennan frænda sinn, Dungal, það var nú meiri maðurinn í hennar augum. Hann hefur kannski verið yfirgangssamur og hún dálítið tannhvöss. Guðný rak labbið í einu herbergi og var ein alveg til 1953-1954 við hliðina á gömlu kennslu- stofunni á milliganginum í næsta herbergi við það, sem nú er deild 11-B. Annað hvort líkaði henni vel við fólk eða ekki. Það lá við, að hún henti sumum út! Okkur kom alltaf ljómandi vel saman, ég virti Guðnýju mikils, af því að ég vissi, hvílíkur vinnu- kraftur hún var. Henni fannst gaman, þegar hún var að skoða þvag frá hjúkrunarnemum og fann í því sæðisfrumur. En þegar hún tók upp hland- könnurnar og kom með þær inn á ganginn ... svona... og sagði við hjúkrunarkonurnar: „Hvern fjandann eruð þið að senda mér súrt hland, ég á að fá ferskt hland og takið þetta bara sjálfar," ... og það lá við, að hún skvetti því. Ég hló, þó ég væri reyndar alltaf dauðhræddur um, að hún skvetti því á þær, hún var svo reið. Það var enginn ákveðinn tími, sem við stúd- entarnir áttum að vera í þjálfun hjá henni. Hún hafði mikið að gera, og hún fékk ekkert fyrir kennsluna, og hún var ekkert áhugasöm um að hafa okkur til að tefja fyrir sér. En það, sem Guðný kenndi, var gott. Hún kenndi kannski ekki öllum, því sumum leist ekkert á hana og nenntu þá ekki að mæta. Enginn fylgdist heldur með því. Hún gerði þetta af einskærri góðvild. Hún var góð í smásjárskoðun. Að skoða hland, það var flott, hvernig hún kenndi manni það, eins rannsókn á saur og að leita að berklabakteríum í hráka. Þetta voru hennar sterku hliðar. Hún hélt áfram að vinna alveg til 1967 eða stuttu áður en hún lést úr krabbameini í skjaldkirtli. Héraðslæknisstörf Ég byrjaði í Rangárhéraði, þegar Helgi Jónas- son fór á þing 1938. En áður en ég segi ykkur frá því, verð ég að minnast á fyrri skipti mín við

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.