Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 30

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 30
30 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Pétur Magnússon (1911-1949), læknir. Meulengracht, pró- fessor á Bispebjerg spítala í Kaupmanna- höfn. kom aftur til Danmerkur í september 1939. Við fórum með lest, og þá voru frosthörkur svo mikl- ar, að sundin milli eyjanna voru gaddfrosin og þurfti sterkustu ísbrjóta Danaveldis til að halda siglingaleiðunum opnum. Pað ferðalag var mikið sjónarspil. í Kaupmannahöfn vorum við svo lán- söm að geta tekið á leigu tveggja herbergja íbúð í nýbyggðu blokkahverfi á Amagereyju. Pctta er ekki langt frá Kristjánshafnarhverfinu, sem teng- ist miðborginni með Knippelsbrú. Bjuggum við þar öll árin okkar í Kaupmannahöfn. Attu þar mikinn þátt í góðvinir okkar hjónin, Hulda Ol- geirsson og stúdentsbróðir minn og nánasti vinur, Rafn Jónsson, tannlæknir, sem vann þar öll stríðsárin. Við bjuggum alveg í stóðrenni, þar eð þau voru hinum megin götunnar. Enginn skortur var á matföngum í Danmörku á stríðsárunum, en síðasta ár stríðsins minnkaði samt matarskammt- urinn. Erfiðast fyrir fjölskyldur á þessum árum var, hve eldunargas var naumt skammtað. Margir íslendingar og við líka tóku þá upp gamalt ís- lenskt húsráð og notuðum moðsuðukassa og eld- uðu mat til tveggja daga. Við fórum að hætti Dana og notuðum hjól til ferða okkar eða sporvagna. Bensín hvarf fljótlega af markaðinum, svo leigu- bílar voru útbúnir með ofni, sem brenndi viðar- kolum, enda var hraðinn á þeim ekki mikill, eða mest um 50 km/klst. Verstur var þó reykjarfnyk- urinn, sem myndaðist við brunann í ofnunum. íslendingafélagið stóð fyrir kvöldskemmtunum og sér í lagi samkomum, sem prófessor Jón Helgason og Jakob Benediktsson stóðu fyrir með upplestri úr bókum Halldórs Kiljans Laxness, sem laumað hafði verið til Kaupmannahafnar frá Svíþjóð. Man ég, að þeir lásu Heimsljós og Sjálf- stætt fólk við miklar vinsældir hlustenda. Dagana fyrir 9. apríl 1940 kom mikill floti kolaskipa í höfnina, meira en venjulegt var. Eg vaknaði við flugvéladyn og hélt, að verið væri að ráðast á okkur. Einnig heyrðist vélbyssugelt. Sagt var, að búið væri að hertaka okkur. Stauning forsætis- ráðherra skipaði Dönum að leggja niður vopn. Svo hjólaði ég í gegnum bæinn. Og þarna voru Pjóðverjar óttalega nöturlegir, skítugir og kám- ugir. Þegar ég kom upp á Ríkisspítala, fór ég að tala um þetta, en félagar mínir urðu brosmildir og sögðu: „Hvað, veistu ekki af hverju þeir eru svona? Peir voru kolin. Dallarnir voru fullir af hermönnum, en ekki kolum!" Pað er eins og vfsan hjá Páli Vídalín: „Hvað gekk til þess himnasmið / að hafa þá svona í framan." Sú saga er sögð, að þýska herlögreglan hefði fengið þau fyrirmæli, að tala ætti skýrt og ákveðið við Dani og gera þeim þannig grein fyrir, hvað þeir ættu að gera og ekki gera, en það mætti alls ekki öskra á þá, því þá stirðnuðu þeir bara, frysu, og ekkert fengist út úr þeim. Þegar ég kom til Kaupmannahafnar var Pétur Magnússon læknir þar fyrir. Ég þekkti hann frá því áður, og leiðir okkar lágu aftur saman síðar á Landspítalanum. Pétur var afskaplega duglegur og farsæll, og hann komst líka inn á deild B á undan mér. Einhvern veginn var það, að Islend- ingar lentu oft inni á B hjá Érik Warburg, Theodór Skúlason var þar líka um tíma. Svo gerð- ist það, að Thorbjörn Andersen, sem var fyrsti aðstoðarlæknir hjá Warburg, var ráðinn yfirlækn- ir á nýbyggðu sjúkrahúsi í Hilleröd, Fredriks- borgs Amts Centralsygehus. Pá þurfti hann Sigurður ásamt fyrri konu sinni Lúvísu Möller og dóttur, Sif, á námsárunum í Danmörku.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.