Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 13 en viö höfðum ekkert lært í Flóru um greiningu jurta. Þetta var 1928 og Pálmi Hannesson, sem bjó í fínu húsi rétt hjá skólanuin, varð að bæta úr því. Okkur leist afskaplega vel á Pálma. Allt í einu segir hann við okkur: „Eruð þið trúaðir?" „Nei, nei.“ „Þá skuluð þið bara koma til mín kl. 10 á páskadagsmorgun." Það varð úr, að við fórum, en ég held, að hann hafi ekki nennt að taka okkur nema í einn tíma, sá, að við kunnum ekki neitt, sagði svo: Ef þið lendið á grasafræði í prófinu, þá verðið þið bara nógu spekingslegir, látist vita allt.“ Ég held, að það hafi verið öll kennslan. Mín spurning á prófinu upp í þriðja bekk var silungur, og ég man enn þann dag í dag, hvað ég varð feginn, að fá ekkert úr jurtaríkinu. Sían í gagnfræðaprófinu á Akureyri var dansk- ur stíll. Við fengum sérstaka einkunn þar og einn- ig í munnlegri dönsku. Danskan var ekki í háveg- um höfð og ekki langt síðan við fengum fullveld- ið. Menn kláruðu sig sæmilega munnlega, því ekki var mikið tillit tekið til framburðar, enda hefði þá útlitið orðið svart. Við máttum ekki fara neðar en 2 lA í einkunn (hæst gefið 6) til þess að komast upp í lærdómsdeild. Þekktur bankastjóri á Akureyri var orðaður við að semja danska stíl- inn. Var hann slæmur með að notfæra sér orðatil- tæki og málshætti, sem fæstir eða engir kunnu. I þessu dönskuprófi stóð eitthvað á þessa leið: Hann kallaði ekki allt ömmu sína, hvað bók- menntum viðkemur.... Ég þýddi þetta orða- grannt eins og flestir aðrir. „Han kaldte ikke alt for sin bedstemor hvad angár litteraturen ..." Einn okkar hitti þó naglann á höfuðið, enda var hann talinn lesa orðabók Sigfúsar Blöndals sér til skemmtunar, en það var Ólafur Björnsson, síðar hagfræðiprófessor. Ég hlaut einkunnina 2Vs í skriflegri dönsku og komst upp. Hefi ég aldrei fagnað meira einkunnargjöf á lífsleiðinni. Þennan fyrsta vetur (1928 -1929) bjó ég í bæn- um og borðaði í heimavistinni. Ég kunni illa við mig í bænum og bjó því síðustu veturna á heima- vist. Líkaði mér vistin vel að undanteknum jóla- leyfunum, en þá vorum við að skrölta í þessari stóru heimavist um 20 manns, en það voru Vest- firðingarnir og Austfirðingarnir, sem ekki kom- ust heim til sín um jólin. Urðu þá dagarnir stund- um langir og leiðir. Þessa fjóra vetur mína í Menntaskólanum var mér einu sinni boðið í hús í bænum f kvöldverð. Ég get ekki sagt, að ég beri neinar sérstakar taugar til Akureyrarbæjar. Skólalífið var ágætt, og í heimavistinni eignað- ist ég mína bestu vini. Kennslan var góð og traust og ýtti undir áhuga okkar á fræðunum. Tveir kennarar báru af. Annar var Pálmi Hannesson, síðar rektor í Reykjavík. Hann var svo fjörugur og Sigurður Guðmunds- son (1878-1949), skóla- meistari Gagnfræða- skólans á Akureyri og síðan Menntskólans. lifandi í kennslunni, að kennslustundir hans voru hrein unun. Ekki vantaði gamansemina. Einu sinni byrjaði hann tímann með að horfa hvasst framan í bekkinn til okkar og segir svo: „Hvernig líst ykkur á, að ég verði rektor Menntaskólans í Reykjavík“? — Einn svaraði strax, að sérlitist illa á það. Annar svaraði, að hann skyldi ekkert vera að hugsa um það. Þegar þetta skeði, var enginn orðrómur um brottför Pálma úr skólanum, svo þetta fór eins og eldur í sinu að kennslustund lokinni. Bæði mannsins og kennslu Pálma var sárt saknað. Annar kennari, sem bar af, var Sigurður Guð- mundsson. Hann var einn af þekktustu kennurum landsins og hafði verið skólameistari við MA síð- an 1921. Sigurður hóf kennslu sína í fimmta og sjötta bekk og innrætti okkur smekk fyrir fögru máli, benti okkur á bækur og ljóð og setti okkur oft fyrir heilar íslenskar fornsögur. Hann opnaði augu mín fyrir íslensku máli. Þess finnst mér ég njóta nú, þegar ég fæ tíma til lesturs fornrita okk- ar sem hugðarefni frá sjónarhóli minna fræða. Vonandi tekur skólameistari það sem lítils háttar þakklætisvott, enda hafði hann til þess sáð. Samstúdentar 1932 Á námsárunum í menntaskóla var bekkurinn okkar alveg sérstaklega samhentur innbyrðis, en við komum lítið fram í opinberum málum skól- ans. Við gerðum enga tilraun til þess að hafa það öðru vísi, enda fengum við engin embætti innan skólans nema inspector classis, sem við ákváðum sjálf! Hann var alltaf Rafn Jónsson. Við Friðgeir Ólason erum ekki á stúdentsmyndinni. Ég fékk flensu og eyrnabólgu og lá allt upplestrarfríið, sem var fjórar eða fimm vikur, og var að skríða á fætur, þegar prófin áttu að byrja. Fór ég þá til Pálmi Hannesson (1898-1956), rektor Menntaskólans í Reykjavík.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.