Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 23 unum áhonum. En ef þútókst tímann, þá munaði litlu á Matthíasi Einarssyni og honum, það sögðu menn. Prátt fyrir flýtinn á Matthíasi, þá puðaði hinn svo rólega, jafnt og þétt. Guðmundur gerði alltaf stóra botnlangaskurði, hann var ekki með þessa litlu Halldórs Hansens skurði. Pað var gaman á stofugangi með Guð- mundi, hann fann alltaf eitthvað til að grínast með, og allt hans grín var svo góðlátlegt. Pað var aldrei broddur í því, nákvæmlega eins og þegar hann var að syngja fyrir okkur gamanvísur. Það var aldrei árshátíð í Læknafélagi Reykjavíkur, nema Guðmundur flytti gamanvísur og söng þær líka með. Það var nú ekki lítil skemmtun í þá daga, þegar Guðmundur söng um „litla bank- ann,“ „fátæka bankann," það var Blóðbankinn. Og „dýralæknahúsið," þið vitið, hvaða hús það er, stórt hús hérna niðri á Miklubraut, sem fjórir læknar byggðu og varð dýrt í byggingu, það voru Pórður Þórðarson, Kristinn Stefánsson, Jón Sig- tryggsson og Kristbjörn Tryggvason. Svona var hans fyndni góð og græskulaus. Guðmundur gaf út eitthvað af þessum samkvæmisvísum árið 1939 undir nafninu Lœknaljóð. Pað var kennt á Landakoti líka. Því skeði eitt sinn hjá Matthíasi, að við Viðar Pétursson, sem var nú einu eða tveimur árum á undan mér, vor- um að skipta á sári, og inn snarast Matthías, horfir yfir og segir: „Hver andskotinn, allir örvhentir hér!“ Við vorum báðir örvhentir, hann sá það eins og skot. Jón Hjaltalín Sigurðsson varð yfirlæknir og prófessor við Lyflækningadeild Landspítalans fljótlega eftir að spítalinn tók til starfa. Hann var því orðinn nokkuð fullorðinn, þegar hann var kallaður til kennslu. Hann var dálítið snarpur og snar í svörum, en indælismaður inn við beinið. Hann afgreiddi málin afskaplega fljótt, þannig að maður fékk ekki rétta mynd af honum við fyrstu kynni. Sem kennari var hann þurr og dálítið hrað- mæltur, líklega vegna síns starfa sem héraðslækn- ir í Reykjavíkurhéraði. Pá var þrælavinna að vera bæjarlæknir, það voru engir bflar. Þegar hann tók símann, þá var alltaf eins og hann væri að skamm- ast: — “Núh, núh, já, sæl,“ ogskellti á. Einusinni sagði hann: „Já, ég veit, þú ert að horfa á, hvernig ég haga mér í símanum. Petta er af því, og ég hef ekki komist út úr því ennþá, að sem bæjarlæknir, var svo mikil áníðsla á mér bæði á nóttu og degi. Ég varð að hafa þrjá hesta á fóðrum til að geta sinnt vitjunum á Seltjarnarnes og upp í Mosfells- sveit, og síminn stoppaði ekki. Ég varð að hafa þetta svona.“ Jón hafði sérstakan áhuga á taugalæknisfræði, hann elskaði þá sérgrein. Hann hafði svo gaman Gunnlaugur Claessen (1881-1948), yfirlæknir, dr. med. að geta staðsett meinsemdina klíniskt. Það er það einasta, sem ég man eftir af kennslu hans og þar, sem hann fór vel í efnið. I hinu hélt hann sig bara við textann. En prófessor Jón Hjaltalín var skemmtilegur maður og léttur í viðræðum við nánari kynni. Hann gat vel gert grín að sjálfum sér. Hann sagði eitt sinn á þá leið, að þrjár konur væru allsráðandi í sínu lífi. Hann réði engu, alls engu. „Það er maddaman heima, Björg Bachmann á lyflækn- ingadeildinni og María Maack á sóttvörn." Eigin- kona hans, Ragnheiður Grímsdóttir Thoraren- sen, var hin ágætasta kona, enda af þekktustu ættum Rangárvallasýslu. Björg Bachmann var yfirhjúkrunarkona um áratuga skeið, stjórnsöm og nokkuð stirð í skapi, og María Maack var um áratugi yfirhjúkrunarkona á Farsóttarhúsi Reykjavíkur í Þingholtsstræti 20. Hún var alþekkt persóna fyrir stjórnsemi og skörungsskap í starfi sínu og félagsmálum. Og því var ekki að undra, að prófessor Jón andvarpaði. Löngu seinna vorum við Jón Hjaltalín saman að veiðum í Laxá í Aðaldal og ég sagði við hann: „Nú er stórlax þarna í þessum polli, ég er búinn að margsjá hann.“ „Það þýðir ekkert,“ sagði hann. „Maður er alveg orðinn náttúrulaus. Það er alveg vonlaust með það.“ „Þú ættir nú samt að reyna,“ sagði ég. Og hann fékk 20 punda lax. Þegar komið var heim í skála um kvöldið, sagði ég: „Hver haldið þið, að sé nú kvensamastur hér inni?“ Þá gall í Kristni Stefánssyni, prófessor: „Það er sá, sem hefur fengið stærsta laxinn.“ Þá brosti nú Jón Hjaltalín og sagði. „Þetta er alveg merkilegt. Ég skil ekkert í þessu, ekkert í þessu." Gunnlaugur Claessen var mikilmenni, en ég er

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.