Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 14
14 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1932; fremri röð, talið frá vinstri: 1) Snorri Hall- grímsson; 2) Halldór Halldórsson; 3) Steingrímur Þorsteinsson; 4) Kristín Þorláksdóttir; 5) Karl ísfeld; 6) Guðmundur Þorláksson; 7) Jón ísfeld; — aftari röð, talið frá vinstri: 8) Pétur T. Oddsson; 9) Jón Jóhannesson; 10) Björn Jóhannsson; 11) Rafn Jónsson; 12) Sveinn Bergsveinsson; 13) Páll Ólafsson; 14) Benedikt Tómasson; 15) Eggert Steinþórsson. Á myndina vantar Friðgeir 01ason og Sigurð Samúelsson, en þeir tóku stúdentspróf haustið 1932. skólameistara og spurði, hvort það væri nokkuð vit fyrir mig að að reyna við prófið ólesinn? „Já, gerðu það bara, nafni minn, taktu bara prófið.“ Ég lenti í íslenskum stíl til að byrja með, og eftir klukkutíma lá ég í yfirliði á gólfinu og var borinn út. Ég held, að enginn hafi orðið hræddari en sjálfur skólameistari. Hann sagði mér að koma í próf að hausti. Friðgeir Ólason, sem var í fimmta bekk á eftir mér, komst á snoðir um þetta og fékk að taka prófið með mér enda dugnaðarforkur. Við vorum 17 alls, sem útskrifuðust 1932 frá Menntaskólanum á Akureyri. Ég ætla að halda mig við stúdentsmyndina, þegar ég minnist skóla- systkinanna hér á eftir. Fremstur í fyrstu röð á stúdentsmyndinni er Snorri Hallgrímsson. Snorri hafði farsælar gáfur og var hörkutól til allra verka og eins til náms. Hann lauk læknanáminu á aðeins fjórum árum. Snorri, Rafn Jónsson og Sveinn Bergsveinsson voru fyrstir norðanstúdenta frá 1932 til að ljúka háskólanámi. Halldór Halldórsson var þessi trausti rnaður og hafði einnig farsælar gáfur; öll framsetning hans á íslensku máli var mjög skýr. Hann gerðist kennari og fræðimaður, kenndi lengi við Menntaskólann á Akureyri. Seinna dispúteraði hann og varð prófessor við Háskólann eins og kunnugt er. Steingrímur Þorsteinsson varð líka prófessor við háskólann en í bókmenntum. Hann var vel gefinn og las manna mest í bekknum og myrkr- anna á milli. Hann var svo nákvæmur um allt og þess vegna varð vinnan svo mikil. Ef maður gekk um bæinn að kvöldi til, þá sá maður ljós í glugga hjá Steingrími, aldrei kom hann út, hann hafði aldrei tíma til að ganga með okkur um göturnar. Aldrei! Kristín Þorláksdóttir var vel gefin, prúð og laus við að trana sér fram. Það var mikil „bót og prýði“ (Sigurður skólameistari) að hafa hana meðal Steingrímur J. Þor- Kristín Þoriáksdóttir steinnson (1911-1973), (f. 1908) kennari og prófessor. skrifstofustjóri.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.