Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 43

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 43 Fyrsta framkvæmdarstjórn Hjartaverndar (mynd tekin 1965); Talið frá vinstri: Óskar Jóns- son, framkvæmdastjóri; Davíð Davíðsson, pró- fessor; Sigurður Samúelsson; Eggert Kristjáns- son, aðalræðismaður og Pétur Benediktsson, bankastjóri. gott nafn, gamli minn.“ — Og hann gerði það. „Hjartaverndarnafnið" er hans hugmynd. Ég varð fyrsti formaður 15 manna stjórnar og fimm manna framkvæmdastjórnar landssamtak- anna. Stuttu síðar var tímaritið Hjartaverndstofn- að, og Snorri Páll varð ritstjóri þess. Þá var kom- inn til sögunnar sterkasti fjáröflunarmaðurinn, Sigurliði Kristjánsson. Það var mikil heppni fyrir mig og Hjartavernd. Silli hafði legið á deildinni vegna kransæðastíflu 1954. Þá hafði mín ágæta vinkona, fröken Osk Sigurðardóttir, deildar- hjúkrunarkona, komið til mín og sagt: „Ég held, að ég verði að segja þér sögu um hann Sigurliða." „Ekki er hann búinn að gera neitt af sér?“ — segi ég. „Ekki segi ég það nú,“ — segir hún. „Vand- ræðin eru, að hann er með svo mikla peninga undir koddanum, í þúsundavís, að við erum í vandræðum með að halda þessu sama.“ „Bless- uð,“ — segi ég, — „hann hlýtur að gefa ykkur þetta.“ „Nei, nei, hann gefur okkur ekki nokkurn hlut.“ Þegar ég leitaði til Sigurliða síðar var mér al- deilis vel tekið. Þá kom í ljós, að Sigurliði var aðalfjáraflamaðurinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þegar ég hitti Bjarna Benediktsson hér í hlíðinni einu sinni, segir hann: „Þú ert heldur betur kom- inn af stað! Búinn að taka hann Sigurliða!" Sigur- liði tók við af krafti. Eftir nokkra daga var hann búinn að gera lista yfir alla helstu menn í Reykja- vík og kallar mig á sinn fund og segir: „Við verð- um að fá peninga út úr þessum mönnum.“ „Það líst mér vel á,“ — segi ég. „Ég held við eigum bara að bjóða þeim í kaffi,“ — segir hann. „Við eigum enga peninga," — segi ég. „Það gerir ekkert, láttu þá bara borga sjálfa.“ Þetta leiddi til eftirmiðdagsdrykkjunnar í Gyllta salnum á Hótel Borg, þar sem um 70 „bisn- issmenn“ mættu. Ég var hálf beygður í þessum sníkjutúr, en stamaði því þó út úr mér, að þetta væri félag, sem nauðsynlegt væri að stofna og myndi fá göfugt hlutverk, og þess vegna leitaði ég til þeirra. En þetta yrði ekkert smáræði. Við þyrftum á miklum peningum að halda eins og þeir skildu til þess að kaupa húsnæði og fá okkur áhöld. Við þyrftum líka að fá peninga frá ríkinu, og ég teldi mig hafa möguleika á því. Þessu var bara ansi vel tekið. Þegar nokkrir voru búnir að stíga í pontu og tala, voru komnar tvær milljónir samtals, sem þeir höfðu lofað að gefa. Þegar margir voru búnir að skrifa undir, stóð ég ennþá beygðari upp og sagði, að þetta væri ekki alveg búið, það væri nú alltaf slæmt að vega tvisvar í hinn sama knérunn, en ég yrði víst að segja eins og væri, að það væru engir peningar til hjá þessu félagi, ég yrði að biðja þá um að borga kaffið sjálfir. Þá brostu margir og sumir hlógu. Sigurliði var mjög ánægður. „Þetta fór bara vel,“ sagði hann. Ég átti góðan vin, Ingvar Vilhjálmsson, útgerðarmann, sem átti stórútgerð úti í Örfirisey, ágætur maður, Ingvar. Ég hafði haft mikið með konuna hans að gera, sem var hjartasjúklingur. Einhvern tímann sátum við saman og hann segir: „Heyrðu, Sigurður minn. Hvað finnst þér hollasti maturinn?" Og ég, dálítið hrekkjóttur, hugsa með mér, nú jæja. „Það er fiskur," segi ég. „Og númer tvö?“ „Það er líka fiskur." „Og númer þrjú?“ „Það er fiskur.“ „Ja, ja, ég sko borða líka alltaf fisk,“ — sagði Ingvar. Þá sagði ég við hann: „Þú veist, hvað ég er að gera; og ég þarf að leita til þín bráðum." Hann borgaði fyrir þetta viðtal hundrað þúsund krónur! Milljónirnar urðu sex í allt, og það tók eitt ár. En þá var líka komið nóg til þess fara að huga að kaupum á húsnæði. og fyrir valinu varð húsnæði í stórhýsi, sem Bræðurnir Ormsson höfðu þá í byggingu. Sigurliði sá um þetta allt. Ég man, Sigurður Samúelsson ásanit Paul Dudley White og dóttur hins síðarnefnda á hjartasjúkdómaþingi í Aþenu 1966.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.