Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 45

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 45 Frá fræðslufundi Hjartaverndar 1980. Um 1980 veittust tveir ungir og nýmenntaðir heimilislæknar að stöðinni og ráðlögðu fólki að fara ekki í skoðun til Hjartaverndar, en það hefur alltaf verið mikið tíðkað að láta skoða sig hjá Hjartavernd, þótt þær skoðanir væru ekki hluti af upphaflegu rannsókninni. Sérstaklega var gláku- rannsóknin gagnrýnd. Þeir töldu meðal annars, að mæling á augnþrýstingi væri gagnslaus til að greina gláku. Það var nú ekki samþykkt af augn- læknunum. Guðmundur Björnsson, prófessor, sagði í grein í Læknablaðinu um þetta leyti, að þrír fjórðu hlutar þeirra, sem skornir hafa verið upp á Landakoti við gláku, hefðu komið frá Hjartavernd. Það var nú ekki gagnslausara en það. Þegar menn koma ungir heim, finnst þeim stundum þeir flest vita. Þessi árás ungu læknanna stóð nú ekki lengi og hafði lítil áhrif á reksturinn. Það einkennilega var, að þeir voru sjálfir að bjóða fólki „allsherjarrannsókn". Þegar við kærðum þá, lögðum við fram skjal frá Arbæjarstöðinni, þar sem stóð, að fólkinu væri boðin „allsherjarrann- sókn“. Við spurðum bara, hvers konar rannsókn er það? Þeir sáu svo mikið eftir þessu fólki, sem kom til okkar í skoðun. En þeir ætluðu bara að taka þetta að sér sjálfir. Það fór víst lítið fyrir „allsherjarrannsókninni“ hjá þeim. Það varð ekki Hjartavernd að meini. Framan af voru vandkvæði með úrvinnslu gagnanna. Prófessor Davíð Davíðsson og Ottó Björnsson, tölfræðingur, voru miklir „pedantar.“ Það var mjög gott, sem kom frá þeim, en það var of lítið, og um 1980 voru þeir orðnir langt á eftir. Að lokum kom að því, að ég reisti mig og sagði, að þetta gengi ekki. Þeir lofuðu bót og betrun, og ég var svo skammsýnn að breyta þá ekki til, því þetta fór í sama farið. Um 1985 - 1986 var ekki ennþá komið uppgjör á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdómanna. En þá var ég ákveðinn í að hætta hjá Hjartavernd, og ég fékk Stefán Júlíus- son í slagtog með mér. Hann sagðist aldrei fá neitt í blaðið frá úrvinnslustjórninni. Málið var það, að þeir voru of stirðbusalegir. Þótt kollega langaði í efni þarna, þá var ekki gott að tala við þá. Þeir sneru upp á sig, þannig að stúdentar og fleiri, sem ég ætlaðist til, að gætu sótt í efniviðinn, höfðu ekki erindi sem erfiði. Stefán Júlíusson sagði um úrvinnslustjórnina: „Hún hefur aðallega miðað að því að koma á framfæri við lækna og sérfræðinga tölfræðilegum niðurstöðum úr hinum ýmsu rannsóknarþáttum. Um 20 bækur með slíkum vísindalegum niður- stöðum hafa verið gefnar út, og margar þeirra fara vítt um heimsbyggðina. Þær eru hins vegar ekki beinlínis fóður í fræðslu um Hjartavernd, að minnsta kosti ekki eins og þær eru úr garði gerðar. Hins vegar eru þær haldgóður fróðleiksgrunnur, sem ætti að koma heilbrigðisþjónustunni í landinu að gagni um alla framtíð.“ Það, sem þeir sviku mig alltaf um, þessir þrír blessaðir herramenn, Davíð, Ottó og Nikulás, var, að þeir lofuðu alltaf, að það skyldi koma ágrip fyrir almenning úr öllu, sem þeir gerðu. En lítið varð úr efndum. Það vantaði líka, að niður- stöðurnar væru ræddar nóg með hliðsjón af áður birtum fræðigreinum. Þetta var herjans torf, blaðsíða eftir blaðsíðu. Einnig var sparað of mik-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.