Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 42
42 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Paul Dudley White, hjartasérfræðingur við Mas- sachusetts General Hospital í Boston. birtist þessi rannsókn Theodórs aldrei á prenti. í samvinnu við Dungal fékk ég að líta á gögn þeirra frá Reykjavík, sem krufðir voru réttar- krufningu. Meðal þeirra höfðu fimm dáið krans- æðadauða 1940. Talan hafði tvöfaldast 1945 en fjórfaldast 1948. Snorri Páll fann, að fyrsta bók- færða kransæðasjúkdómstilfellið á lyflækninga- deildinni var frá árinu 1934. Eitthvað þurfti að gera í hjartaverndarmálum. Eins og svo oft áður voru þeir Theodór og Snorri Páll mínir dyggustu stuðningsmenn. Við fengum því til leiðar komið, að Læknadeild Háskólans bauð dr. Paul Dudley White til fyrirlestrahalds um kransæðasjúkdóma hér heima. Við Snorri vorum báðir búnir að vera hjá honum á Massa- chusetts General Hospital í Boston. Um þetta leyti var dr. White hættur störfum og oft á ferðalagi og mjög vinsæll sem fyrirlesari og reyndar heimsfrægur sem læknir Eisenhowers. Ég hafði gaman af því, að hann fyllti Hátíðasalinn út úr dyrum, það komust ekki nærri allir fyrir. Svo tók ég eftir því næstu daga, að það var fullt af fólki gangandi hér fyrir ofan í Öskjuhlíðinni, og þá hló marbendill. Dr. White lagði mikið upp úr göngu- ferðum! Pað var kannski á þeim tíma óhefðbundið hlut- verk spítalalæknis að fara út í samfélagið og messa, en við vorum búin að sjá alvarlega fjölgun af kransæðasjúkdómi, svo eitthvað varð að gera. Danirnir voru að þessu um þetta leyti líka, en þeir voru ekkert á undan okkur eins og síðar kom heldur betur í ljós. Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður, kom til mín á spítalann og reynd- ist hafa kransæðaþrengsli. Seinna hringir hann í mig og segir. „Ég er á leið til Ameríku, á ég ekki að láta skoða mig?“ „Jú, endilega," segi ég, og þá skaltu hringja til Boston og berðu kveðju mína dr. Paul White. Hann gerði það og fékk skoðun. Hallgrímur var ósköp hlýr við mig eftir það, var það nú reyndar alltaf. Eggert Kristjánsson, stórkaupmaður, leitaði einnig til dr. White sem hjartasjúklingur. Allt þetta leiddi smám saman til fundar í horn- herberginu á Hótel Borg. Þar voru Bjarni Bene- diktsson, Geir Hallgrímsson, Davíð Davíðsson, Eðvarð Sigurðsson, Eggert Kristjánsson, Jóhann- es Elíasson, Sigtryggur Klemenzson og Valdemar Stefánsson auk þess sem hér segir frá. Það er þessi hópur, sem ákvað að boða til fundarins í Tjarnar- bæ 25. apríl 1964. Ég varð alveg hissa á mann- grúanum, sem sótti að, mörg hundruð manns urðu frá að hverfa. Þar var ákveðið að stofna Reykjavíkurfélagið. Það var gert á fundi þar á eftir, því ekkert var hægt að gera á þessum fundi vegna fjölmennis. Ég stofnaði persónulega öll Hjartaverndarfé- lögin á landinu o'g ferðaðist um landið sumarið 1964 á eigin kostnað, enda voru engir peningar til. Næsta félag, sem var stofnað á eftir Reykjavíkur- félaginu, var Akureyrarfélagið. Síðan fór ég á Blönduós, Sauðárkrók, Egilsstaði og í Borgarnes og síðar til Isafjarðar og Patreksfjarðar. Einnig fór ég á Selfoss, Hellu og til Keflavíkur. Lands- samband Hjartaverndarfélaga var svo stofnað þann 25. október 1964. En nafnið var svo langt, að leita varð að einhverju, sem fólk gæti borið fram. Ég hringdi í prófessor Halldór Halldórsson, vin minn og bekkjarbróður, og sagði: „Finndu nú Sigurliði Kristjánsson (1901-1972), kaupniað- ur. Ósk Sigurðardóttir (f. 1913), deildarhjúkrun- arkona.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.