Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 25 Jón Hjaltalín Sigurðs- son (1878-1955), for- stöðumaður lyflækn- ingadeildar Landspít- ala, prófessor. Lára Guðrún Jóns- dóttir (1900-1979), deildarhj úkrunar- kona. Kjartan Ólafsson var vonlaus kennari, því hann mætti yfirleitt aldrei, enda var hann rekinn fyrir rest. Svo var það einhvern tímann, að hann mætti nú og fer að tala um litblindu. Hann er búinn að taka okkur nokkra upp og, „já... þú ert ekki lit- blindur," — og ég var ekki litblindur. Svo tekur hann Friðgeir Ólason upp og segir: „Hvað er þetta, þú ert bara litblindur." Friðgeir var lista- málari og verður alveg öskrandi illur og segir hann andskotans ljúga þessu. Peir hnakkrifust þarna og við hlógum. Kjartan Ólafsson var samt einn af okkar best menntuðu mönnum í sinni grein. Hann hafði tekið enska embættisprófið, „empire prófið" á Englandi og hafði lokið því með prýði, svo líklegast vissi hann, hvað hann var að segja. Vilhelm Bernhöft tannlæknir var nú, held é£, kominn á grafarbakkann, aumingja karlinn. Eg man aldrei eftir að hafa farið til hans eða fengið að draga tennur, aldrei. Ég var ekkert að slugsa í náminu, hefði ég átt að fara, þá hefði ég auðvitað gert það. Það var líklega Guðmundur Karl, sem sýndi okkur deyfingu á tönn einhvers staðar inni á spítala. Bóklega kennslan var að sjálfsögðu í Alþingis- húsinu, en við fórum að sækja verklega kennslu á Landspítalanum í janúar 1934. Þá var ég á hand- lækningadeildinni með tveimur læknanemum, sem voru árinu á undan. Þá var hitað lifandis ósköp upp, þegar þeir voru að skera upp, svo að það endaði stundum með yfirliði, og menn duttu bara flatir í gólfið. Ég var nú langur og var nátt- úrulega hræddur um, að eins færi fyrir mér. Ég ætlaði aldrei að verða skurðlæknir, var ákveðinn í því frá byrjun, að ég skyldi aldrei lenda í svoleiðis standi. Svo er það einhvern tímann, rétt í byrjun, að við erum þarna þrír stúdentar til aðstoðar, og Guðmundur Thoroddsen er að skera upp, og hann er farinn að gefa okkur auga, ég sá það. Svo fer maður að svitna, og ég fer að hugsa „... and- skotinn, vonandi fari ég nú ekki að ..." — allt í einu skellur einn verðandi stórkírúrg í gólfið !! — og ég verð svo feginn, þegar Guðmundur segir: „Dragið hann út,“ og það var sko skipun. Og ég lít undir eins niður og er fljótur, og við dröslum honum fram á gang, þar lifnaði dengsi við. Lára nokkur Jónsdóttir skurðstofuhjúkrunar- kona sýndi okkur margt gagnlegt, mjög eligant kona og vel lærð. Hún hafði tekið nám í spítala- stjórn í Lundúnum. Lára var létt og lipur og hún sagði við okkur: „Það þýðir ekkert fyrir ykkur, stúdentar góðir, að koma hér og standa og góna á aðgerðir. Þið lærið ekkert á öðru en að skoða verkfærin og þið gerið það best með því að hreinsa þau.“ Þetta fannst okkur alveg hárrétt, og þá setti hún alltaf tvo eða þrjá í að hreinsa öll verkfærin upp úr vatni. Eftir á sáum við náttúru- lega, að þarna var hún nú aldeilis búin að plata okkur, og við hreinsuðum öll verkfærin þennan Ombréd- anne svæf- ingatæki.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.