Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Blaðsíða 36
36 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 vantaði mig góðan og reyndan lækni til starfa á deildinni. Ekki var um marga að ræða meðal starfandi lækna í Reykjavík á þeim tíma. Theodór Skúlason, sem var nokkrum árum eldri en ég, hafði dvalist í Kaupmannahöfn við sérnám í lyf- læknisfræði, og síðasta árið sitt 1939 -1940 dvaldi hann á Lyflæknisdeild B Ríkisspítalans. Ég þekkti lítið til Theodórs, enda fór hann heim til Islands með Frekjunni nokkru eftir hertöku Dan- merkur 1940. Hitt vissi ég, að hann var skapfastur og reglusamur með afbrigðum í öllum sínum störfum og gjörðum. Hann var þá önnum kafinn með mikinn praxís í bænum. Theodór þurfti ekki langan umhugsunartíma, áður en hann sló til. Ég hafði mjög gaman af því, að stuttu eftir að ég réði Theodór, hitti ég Bjarna Benediktsson á götu, og hann segir: „Sigurður, hvernig detturþér í hug að vera að ráða hann Theodór Skúlason að deildinni þinni?“ „Það er ágætis maður, ekki veit ég annað,“ svara ég. „Já, en hann er svo vinstri- sinnaður.“ Þá svaraði ég: „Það geta nú verið góðir menn líka.“ Þá hnussaði bara í honum. Ég hafði gaman af þessu. Hann gat ekki setið á sér. Þá sagði ég honum einnig eins og satt var, að það væri ekki um auðugan garð að gresja í stéttinni núna. „Það má náttúrulega taka aðra menn, sem eitthvað kunna, en þá þætti mér gaman, ef þú sýndir mér þá.“ Ég segi þessa sögu til að minna á, hvernig hin öndverðu viðhorf í alþjóðlegum stjórnmálum mótuðu lífið hér heima. Þetta hefur breyst til batnaðar með aukinni samvinnu. Það var mikið happ að hreppa slíkan ágætis mann og lækni sem Theodór. Hann var hinn besti stjórnandi, vinsæll og geðþekkur öllu samstarfs- fólki, kennsluhæfileikar hans með ágætum enda mjög skýr í hugsun og allri framsetningu. Það, sem ég mat þó mest, var, hve samstilltir við vorum um þróun deildarinnar eftir „ensk-amerísku lín- unni.“ Eftir að mér hafði verið veitt prófessorsem- bætti í lyflækningum við Háskóla íslands og yfir- læknisstaða við Lyflækningadeild Landspítalans 1955, fékk ég Rockefeller Foundation Fellowship styrk til eins árs til að kynna mér stöðu lyflækn- inga við bandaríska háskóla að vali Rockefeller stofnunarinnar. Þár vestra veittist mér tækifæri til að kynnast bæði klínik og kennslu, sem var miklu agaðri en ég hafði áður jjekkt, og reyndi ég að nýta mér það sem best. Ég hugsa með hálfgerðri ónotatilfinningu til fyrstu kennsluáranna, þegar ég var einn í kennslu og einn til að prófa í þremur greinum lyflæknisfræðinnar, munnlegum próf- um, skriflegum prófum og klínik, það er skoðun sjúklings og greiningu sjúkdóms. En árið 1959 bættist góður liðsauki, þegar skipaðir voru sam- tímis tólf aukakennarar við læknadeild, bæði dós- entar og lektorar. Ekki þótti mér það leiðinlegra, að þá var ég forseti læknadeildar. Eftir þetta hef- ur betur gengið að fjölga kennurum í takt við þróun læknisfræðinnar. Ég nefni aðeins þá lækna, sem veittu mér dyggastan stuðning í byrjun við stjórnun deildar- innar, þegar erfiðleikarnir voru mestir. Þessi fyrstu ár stóð vel við hlið okkar náinn vinur um áratuga skeið, Snorri Páll Snorrason. Hann kom heim frá sérnámi í Bandaríkjunum 1956. Snorri var og er einstakt prúðmenni. Hann hóf feril sinn á lyflækningadeild árið 1951 og hætti 1989 fyrir aldurs sakir. Sérnám hans í hjartasjúkdómum var á Massachusetts General Hospital í Boston. Ég átti áratuga samstarf, sem aldrei bar skugga á, með þessum ágæta og farsæla lækni. Þessir tveir kollegar minir, Theodór og Snorri, voru alltaf með í ráðum, þegar ráðið var í læknastöður við Snorri P. Snorrason (f. 1919), fyrrverandi yfir- læknir, prófessor eni- eritus. Theódór Skúlason (1908-1970), læknir. Ólafur Geirsson (1909-1965), læknir.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.