Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 16
16
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31
breyttu skömmtunarmynstri. í framhaldi þessara
niðurstaðna var ákveðið að kanna dráp og eftir-
virkni í músalungum eftir eina gjöf penicillíns og
ceftríaxóns (C).
Efniviður og aðferðir: Svissneskar albínómýs
voru ónæmisbældar með gjöf cyklófosfamíðs. Mýsn-
ar voru sýktar í pentóbarbital svæfingu með
pneumókokka lausn um nef, sem veldur lungna-
bólgu vegna ásvelgingar. Átján klukkustundum síð-
ar voru mýsnar meðhöndlaðar með einum skammti
sýklalyfs. Skammtar: penicillín 12,5 mg/kg og 100
mg/kg; ceftríaxón 2 mg/kg og 30 mg/kg. Músunum
var síðan fórnað á ákveðnum tímapunktum á næstu
24 klst., fjórum til sex músum í senn. Lungu mús-
anna voru fjarlægð, hökkuð, þynnt og sáð á agar til
ákvörðunar dráps og endurvaxtar pneumókokk-
anna.
Niðurstöður: Fyrir penicillín fékkst hámarksdráp
eftir fjórar til 10 klst. við báða skammta (1,2 logw
dráp við 12,5 mg/kg og 1,5 log,0 við 100 mg/kg), en
hraður endurvöxtur eftir það. Fyrir ceftríaxón
fékkst hámarksdráp eftir 10-13 klst. (1,5 log10 dráp).
Fyrir minni skammt ceftríaxóns fékkst ekki mark-
tækt dráp miðað við viðmiðunarhóp á sama tíma-
punkti. Raunveruleg eftirvirkni var ekki reiknuð
vegna hægs vaxtar viðmiðunarhóps. Rannsóknin er í
miðjum klíðum.
Ályktun: Athygli vekur seinkun drápsvirkni við
gjöf penicillíns og enn meiri við gjöf ceftríaxóns.
Hugsanlegra orsaka mætti leita í aðgengi lyfjanna í
lungum og svo prótínbindingu þeirra. Næst verða
dráp og eftirvirkni könnuð með tilliti til prótínbind-
ingar lyfjanna.
E-4. Virkni penicillíns og ceftríaxóns
gegn pneumókokkum í
tilraunasýktum músalungum
Viðar Magnússon, Helga Erlendsdóttir, Sóley Óm-
arsdóttir, Sigurður Guðmundsson
Frá lœknadeild HÍ, sýklafrœðideild og lyflœkninga-
deild Landspítalans
Inngangur: Ónæmi pneumókokka gegn fjölda
sýklalyfja er vaxandi vandamál. Meðferð þeirra er
oftast með þriðju kynslóðar cefalósporínum eða
glýkópeptíð lyfjum. Við könnuðum hvort unnt sé að
nota penicillín gegn ónæmum pneumókokkum, sé
skammtur og skammtabil eins og best verður á kos-
ið.
Aðferðir: Við bárum saman virkni mismunandi
skammta penicillíns (P) og ceftríaxóns (C) gegn
tveimur klínískum stofnum af gerð 6B, ónæmum (R,
MIC P 1,0 pg/ml, C 0,75 pg/ml) og næmum (S, MIC
P 0,012 pg/ml, C 0,016 ug/ml) í lungnabólgu í ónæm-
isbældum músum. Mýsnar voru sýktar með ásvelg-
ingu ~5xl06 cfu lausnar frá nösum í pentóbarbital
svæfingu. Meðferð hófst 18 klst. síðar. Penicillín var
gefið gegn R í 50-450 mg/kg og gegn S í 0,5-8 mg/kg
heildarskömmtum (HS) í 24 klst., sem skipt var í
einstaka skammta gefna á 1, 3, 6 og 12 klst. fresti.
Ceftríaxón var gefið gegn R í 1-160 mg/kg og gegn S í
0,1-4 mg/kg HS, skipt í einstaka skammta á 6,12 og
24 klst. fresti. Eftir meðferð voru mýsnar deyddar,
lungu tætt og sett á blóðagar til líftalningar sýkla.
Niðurstöður: Með línulegri nálgun voru bein
tengsl á milli HS (r=0,54-0,75, p<0,01) og t<MIC
(r=0,68-0,89, p<0,01) og virkni beggja lyfja gegn
báðum stofnum. Mestri virkni penicillíns gegn R
(~2,5 log10 dráp/24 klst.) var náð við 200-375 mg/kg
HS og svipaðri virkni ceftríaxóns við ~40 mg/kg.
Bæði lyfin voru virkari gegn S (~3,5 log10 dráp/24
klst.).
Ályktun: Þessar niðurstöður sýna að við bestu
skömmtun er penicillín jafnvirkt gegn ónæmum
pneumókokkum og ceftríaxón. Sýkingar af völdum
penicillín ónæmra pneumókokka, að minnsta kosti
annars staðar en í miðtaugakerfi, má því ef til vill
meðhöndla með penicillíni. Þannig væri unnt að
minnka kostnað og ef til vill tilurð ónæmis.
E-5. Lyfhrif algengra lyfja á
ampicillín ónæma enterókokka
Tryggvi Helgason, Helga Erlendsdóttir, Sigurður
Guðmundsson
Frá lœknadeild Ht, sýklafrœðideild og lyflœkninga-
deild Landspítalans
Inngangur: Á síðustu árum hefur sýkingum af
völdum enterókokka, þar með talið ónæmra enteró-
kokka, farið fjölgandi. Hér á landi hafa greinst
stofnar ónæmir fyrir ampicillíni, en ekki vankó-
mýcíni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna
lyfhrif, þar með talið MIC/MBC, drápshraða og eft-
irvirkni (postantibiotic effect, PAE) nokkurra lyfja
gegn enterókokkum.
Efniviður og aðferðir: Á tímabilinu september
1993 til desember 1994 ræktuðust sex ampicillín
ónæmir E. faecium stofnar frá 11 sjúklingum á deild-
um Landspítalans. Úr blóði greindust þrír, þvagi
tveir, sárum einn, og í einu tilviki var um sýklun að
ræða (colonisation). Könnuð voru lyfhrif (MIC,
dráp og eftirvirkni) ampicillíns (A), gentamýcíns
(G), vankómýcíns (V) og imipenems (I) einna sér og
í samsetningum gegn fjórum þessara stofna. I öllum
tilraunum var E. faecalis ATCC 29212 hafður með
sem viðmið. Lyfjaþéttni var 1-8 x MIC fyrir A og V,
1-2 x fyrir G og I, auk 0,5 x MIC fyrir G í samsetn-
ingum. Þol var skilgreint sem (MBC/MIC 2=32).
MIC var mælt með E-prófi og örþynningu.
Niðurstöður: Bakteríudráp lyfjanna var mjög mis-
munandi eftir stofnum. Hjá tveimur var dráp allra
lyfja =Sl,4 log10CFU/mL/2 klst.) en meira gegn hin-
um, til dæmis 3-5 log10CFU/mL í samsetningum A
og G. I hefur litla virkni umfram A. PAE lyfjanna
var einnig misjafnt eftir stofnum, og að meðaltali: A
0,6-2,0 klst.; G 2,2-3,1 klst.; blöndur A og G 1,1-3,6