Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/Pí'LGIRIT 31 19 sem fylgst er með sýklalyfjanotkun á deildum Sjúkrahúss Reykjavíkur. Framkvæmd hófst í lok maí 1995 og við árslok náði eftirlitið til fjögurra lyflækningadeilda og einnar skurðlækningadeildar. Eftirlitið fellst í því að læknar spítalans fylla út pönt- unarblað fyrir allar sýklalyfjameðferðir. Þannig er hægt að fá upplýsingar sem hafðar eru til hliðsjónar til að meta sýklalyfjameðferð sjúklings og þar sem við á eru gefnar ráðleggingar um breytingar á henni. Niðurstaða: Dregið var úr birgðahaldi á sýklalyfj- um á þessum fimm deildum sem svaraði til einnar miljón króna. Tilmæli voru gefinn í 29,3% (20,8- 49,0%) tilfella. Lyfjanotkun (DDD/100 legudaga) minnkaði um 26,3% (2,3-46,7%) og kostnaður lækkaði um 7,6% (9,1-55,1%) miðað við árið á und- an. Aætluð lækkun kostnaðar vegna sýklalyfja (J01), á ársgrundvelli miðað við söluverð til deilda spítal- ans, er um 6,5 miljónir króna hjá þessum fimm deild- um. E-11. Faraldsfræði meningókokka af hjúpgerð C á íslandi Már Kristjánsson, Halla Ásgeirsdóttir, Helga Er- lendsdóttir, Guðbrandur Þorkelsson, Einar V. Bjarnason, Kristín E. Jónsdóttir Meningókokkar skiptast í þrjár aðalhjúpgerðir: A, B og C. Allar geta valdið faröldrum, en C er sérstaklega þekkt að því að sýkja tvo eða fleiri í afmörkuðum hópi (cluster). Erþá gjarnan gripið til fjöldabólusetningar. Hjúp- greining hófst hér 1976. Hjúpgerð C fannst fyrst 1978 og hafði í lok árs 1995 greinst hjá 86 sjúklingum. Þeir voru flestir 10-19 ára (43%), næstflestir innan fimm ára (34%). Tíu létust (11,6%), allir vegna bráðrar blóðsýkingar. Allir meningókokkastofnar sem varðveist hafa úr sjúklingum 1977-1995 hafa nú verið flokkaðir með rafdrætti erfðaefnis. Af þeim voru 75 af hjúpgerð C. Skiptust 65 þeirra í þrjár aðalarfgerðir, en 10 í fimm aðrar. Næmi fyrir sýklalyfjum með E-test™ hefur einnig verið gert og reynst góður vfsir á arfgerðir. I nóvember og desember 1990 og janúar 1991 greindust þrír sjúklingar með hjúpgerð C í Vest- mannaeyjum. í lok janúar 1991 voru um 1700 íbúar þar tveggja til 20 ára bólusettir með AJC bóluefni. Einnig var leitað að meningókokkaberum meðal 249 á aldrinum 16-20 ára og fundust 33 (13%). Stofnar úr sjúklingunum og 15 berum voru af sömu arfgerð, en aðeins einn berastofn var með C hjúp. Síðan hefur einn sjúklingur f Vestmannaeyjum greinst með meningókokk af hjúpgerð C, átta ára óbólusett barn sem veiktist 1994. Sá stofn var af sömu arfgerð og stofnarnir frá 1991. Niðurstaða: Meningókokkar af hjúpgerð C hafa reynst skæðir bæði meðal barna og unglinga og dán- artala er ívið hærri en meðaldánartala hérlendis vegna meningókokkasjúkdóms. Greining á arfgerð auk hjúpgreiningar auðveldar ákvarðanir um varn- araðgerðir. E-12. Faraldsfræði spítalasýkinga af völdum Clostridium difficile á Borgarspítalanum Ólafur Ingimarsson, Már Kristjánsson Frá smitsjúkdómadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, lœknadeild HÍ Inngangur: Yfirvöxtur á C. difficile í kjölfar sýkla- lyfjagjafa og niðurgangur er vel þekkt vandamál. Aukin notkun breiðvirkra sýklalyfja er talin hafa rutt þessu vandamáli braut. Þessum sýkingum fylgir aukinn kostnaður fyrir samfélagið og óþægindi fyrir sjúklinga. Afturvirk könnun á Borgarspítalanum sýndi aukningu á þessum sýkingum á árunum 1990- 1993. Ákveðið var að framkvæma framskyggna rannsókn á nýgengi og útbreiðslu C. difficile sýkinga á Borgarspítalanum. Aðferðir: Rannsóknin fór fram á handlæknisdeild A4 og öldrunarlækningadeild B5 og stóð í þrjá mán- uði á A4 (1.2-30.4 1995) en í tvo mánuði á B5 (1.2- 31.3 1995). Öllum sjúklingum, sem náðist í, var boð- in þátttaka. Gerðar voru skimræktanir frá enda- þarmi allra þátttakenda við innlögn og síðan á sjö til 10 daga fresti. Niðurgangssýni voru send í ræktun og toxínmælingu. Fyrri sjúkrahúsdvalir, sýklalyfjanotk- un og fleira var skráð. Metið var hvort sjúklingar voru C. difficile berar eða sýktir og hvort sýking var fengin í samfélaginu eða á sjúkrastofnun. f byrjun var gerð umhverfisræktun á deildunum (gólf, salerni og svo framvegis). Gerð var erfða- stofngreining á þeim stofnum sem ræktuðust, með rafdrætti. Niðurstöður: Á deild A4 voru 395 innlagnir og legudagar 1906. Þátt tóku 140 (46%). Á deild B5 voru innlagnir 44, legudagar 730 og þátttakendur 28 (63%). Ræktun var jákvæð úr sex einkennalausum sjúklingum við innlögn, einn varð jákvæður eftir vikudvöl á deild A4. Send voru niðurgangssýni frá 17 sjúklingum til ræktunar, tvö voru jákvæð. Einungis tveir af 351 sjúklingi sýktust á tímabilinu (2,7%). Nýgengi C. difficile spítalasýkinga var 4,6 á 1000 innlagnir. Nýgengi spítalasýklunar var 6,8 á 1000 innlagnir. Algengi samfélagssýklunar við innlögn var 1,1%. Allar umhverfisræktanir (46 talsins) voru neikvæðar. Við stofngreiningu kom í ljós að um óskylda stofna var að ræða. Umræða: Engir faraldrar greindust í þessari rann- sókn. Tilfellin sem greindust voru einstök án beinna tengsla. Raunveruleg tíðni spítalasýkinga af völdum C. difficile á Borgarspítalanum er áður óþekkt en virðist þó lægri nú en áður. Það má meðal annars skýra með minnkaðri notkun breiðvirkra sýklalyfja, til dæmis klindamýcíns á tímabilinu fyrir og meðan á rannsókn stóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.