Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31
21
Niðurstöður: Alls fundust 126 sjúklingar, 113 í aft-
urskyggna og 13 í framskyggna hlutanum. Meðalald-
ur var 29,7 ár. Kynjahlutfall var 53 karlar/60 konur.
Veikindin voru algengust í september til nóvember,
en aldrei fundust færri en fjögur tilfelli í hverjum
mánuði ársins. Merki um sjúkdómsvald fundust í
35% tilfella, ekkert var leitað í 23% tilfellanna. í
framskyggna hlutanum fundust sjúkdómsvaldandi
veirur í 8/11 með genamögnun á CSF (tvær gerðir í
þremur tilfellum), en aðeins 1/11 með ræktun. Með
genamögnun á skoli fengust jákvæð svör í 6/11 til-
fella. Oftast voru bœði skol og CSF jákvæð og sam-
hljóða (4/8). Helstu orsakir sem fundust reyndust
vera H. simplex (9%) og enteróveirur (8%) en aðrar
ástæður mun fágætari, trimetóprim/súlfametoxazól
olli einu tilviki. Enginn sjúklingur dó, meðallegutími
var 6,6 dagar (0-30 dagar). Meðalnýgengi sam-
kvæmt þessum niðurstöðum var 5,9 tilvik/100.000
íbúa á ári.
Alyktanir: Sjúkdómsvaldur aseptískrar heila-
himnubólgu greindist í 73% tilfella framskyggnt en
eingöngu í 26,5% tilvika í afturskyggna hópnum.
Sjúkdómurinn er meinlítill. Hérlendis eru orsakir
hliðstæðar þeim sem greinst hafa í nálægum löndum,
þó enginn hafi greinst með bráða HIV sýkingu.
E-16. Stökkbreyting í storkuþætti V
(FVQ506) er al8en§ orsök arfgengs
bláæðasega á íslandi
Vilhelmína Haraldsdóttir*, **, Sigríður Hjaltadóttir*,
Ragnheiður Þórarínsdóttir*, ísleifur Ólafsson*
Frá *rannsóknadeild og **lyflœkningadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur
Inngangur: Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að
stökkbreyting í storkuþætti V, sem kölluð hefur
verið FVQ506 eða factor VLeide„, hefur í för með sér
verulega aukna áhættu á segamyndun í bláæðum.
Stökkbreytingin er mjög algeng meðal Evrópubúa,
einkum þó íbúa Norður-Evrópu. Þar hafa 2-10%
heilbrigðra reynst bera stökkbreytinguna. Aftur-
skyggnar rannsóknir benda til að arfblendnir ein-
staklingar hafi hlutfallslega sjöfalda áhættu á að fá
bláæðasega miðað við þá sem ekki hafa stökkbreyt-
inguna. Arfhreinir hafa áttatíufalda áhættu. Um 40-
50% arfblendinna einstaklinga hafa fengið bláæða-
sega fyrir 60 ára aldur.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að
kanna algengi þessarar stökkbreytingar hjá heil-
brigðu íslensku þýði og hjá sjúklingum með sega-
vandamál.
Aðferðir: Erfðaefnið (DNA) var einangrað úr
heilbrigðum blóðgjöfum og starfsfólki á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur. Erfðagreining var gerð með fjölliðun-
arhvarfi (PCR), þar sem útröð 10 f geni storkuþáttar
V var mögnuð sértækt upp. Útröðin var síðan melt
með skerðihvatanum Mnl\ og rafdráttur síðan not-
aður til að sýna fram á skerðibútabreytileikann sem
fylgir stökkbreytingunni. Aðferð þessi var einnig
notuð við leit að stökkbreytingunni hjá sjúklingum
með segasjúkdóma.
Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar
benda til þess að samsætutíðni FVQ506 meðal heil-
brigðra íslendinga sé um 0,035 sem þýðir að um 7%
beri stökkbreytinguna. Sú tíðni er svipuð hér á landi
og meðal íbúa Norðurlanda. Niðurstöður rannsókna
á sjúklingum með segasjúkdóma verða kynntar.
E-17. Framskyggn rannsókn á
blóðþynningarmeðferð á
Landspítalanum
MagnúsHaraldsson*, Páll T. Önundarson**, Brynja
R. Guðmundsdóttir**, Kristín Á. Einarsdóttir**
Frá *lyflœkningadeild og **rannsóknastofu l blóð-
meinafrœði Landspítalanum
Athugað var hvernig blóðþynning var fram-
kvæmd hjá sjúklingum á Landspítalanum og könnuð
tíðni fylgikvilla.
Upplýsingum var safnað um 326 sjúklinga. Fjöldi
meðferðarára var 121. Sjúklingum var skipt í átta
ábendingarhópa. PP-próf var framkvæmt og voru
PP gildi umreiknuð í INR (International Normal-
ized Ratio). Reynt var að halda sjúklingum á bilinu
INR = 2,0-3,0. Meðaltalsblóðþynning sjúklinga var
reiknuð út. Ekki var marktækur munur á meðal-
talsblóðþynningu ábendingarhópa. Meðaltalsblóð-
þynning var INR=2,3. INR var innan við 1,6 í 20%
af meðferðardagafjöldanum og innan við 2,0 í 46%.
Var INR innan við 3,0 í 18% af meðferðardögum og
innan við 4,0 í 6%. INR var 2,0-3,0 í 37% meðferð-
ardaga.
Sex meiriháttar blæðingar komu fyrir eða 5/100
meðferðarár. Einn sjúklingur lést vegna blæðinga.
Reyndist blóðþynning of mikil við blæðingu í öll
skipti nema eitt (INR >6,5). Hjá öllum hópnum var
INR sS4,5 í 97% af meðferðardögum og þar var
hætta á einni blæðingu á 118 meðferðarár. Var INR
5:6,0 í 1% af heildardagafjöldanum en 15% þeirra
daga sem blæddi. Þegar INR var 5=6,0 var hætta á
einni blæðingu á 73 daga sem samsvarar 600 sinnum
meiri blæðingarhættu við INR 5=6,0 en við INR
=£4,5.
Einn sjúklingur fékk segarek í heilaæðar. Tveir
sjúklingar létust vegna kransæðastíflu og einn sjúk-
lingur dó skyndidauða.
Aldurs- og kynstaðlaður samanburður á rann-
sóknarhópi og íslensku þjóðinni sýndi ekki mark-
tækan mun á dánartíðni.
Blæðingarhætta var mest þegar INR fór yfir 6,0 og
með nánara eftirliti mætti ef til vill fækka blæðing-
um.
Styrkur blóðþynningar er fremur lágur hjá hópn-
um en tíðni segamyndunar er ekki hærri en í rann-
sóknum þar sem blóðþynning er meiri.