Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 21 Niðurstöður: Alls fundust 126 sjúklingar, 113 í aft- urskyggna og 13 í framskyggna hlutanum. Meðalald- ur var 29,7 ár. Kynjahlutfall var 53 karlar/60 konur. Veikindin voru algengust í september til nóvember, en aldrei fundust færri en fjögur tilfelli í hverjum mánuði ársins. Merki um sjúkdómsvald fundust í 35% tilfella, ekkert var leitað í 23% tilfellanna. í framskyggna hlutanum fundust sjúkdómsvaldandi veirur í 8/11 með genamögnun á CSF (tvær gerðir í þremur tilfellum), en aðeins 1/11 með ræktun. Með genamögnun á skoli fengust jákvæð svör í 6/11 til- fella. Oftast voru bœði skol og CSF jákvæð og sam- hljóða (4/8). Helstu orsakir sem fundust reyndust vera H. simplex (9%) og enteróveirur (8%) en aðrar ástæður mun fágætari, trimetóprim/súlfametoxazól olli einu tilviki. Enginn sjúklingur dó, meðallegutími var 6,6 dagar (0-30 dagar). Meðalnýgengi sam- kvæmt þessum niðurstöðum var 5,9 tilvik/100.000 íbúa á ári. Alyktanir: Sjúkdómsvaldur aseptískrar heila- himnubólgu greindist í 73% tilfella framskyggnt en eingöngu í 26,5% tilvika í afturskyggna hópnum. Sjúkdómurinn er meinlítill. Hérlendis eru orsakir hliðstæðar þeim sem greinst hafa í nálægum löndum, þó enginn hafi greinst með bráða HIV sýkingu. E-16. Stökkbreyting í storkuþætti V (FVQ506) er al8en§ orsök arfgengs bláæðasega á íslandi Vilhelmína Haraldsdóttir*, **, Sigríður Hjaltadóttir*, Ragnheiður Þórarínsdóttir*, ísleifur Ólafsson* Frá *rannsóknadeild og **lyflœkningadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur Inngangur: Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að stökkbreyting í storkuþætti V, sem kölluð hefur verið FVQ506 eða factor VLeide„, hefur í för með sér verulega aukna áhættu á segamyndun í bláæðum. Stökkbreytingin er mjög algeng meðal Evrópubúa, einkum þó íbúa Norður-Evrópu. Þar hafa 2-10% heilbrigðra reynst bera stökkbreytinguna. Aftur- skyggnar rannsóknir benda til að arfblendnir ein- staklingar hafi hlutfallslega sjöfalda áhættu á að fá bláæðasega miðað við þá sem ekki hafa stökkbreyt- inguna. Arfhreinir hafa áttatíufalda áhættu. Um 40- 50% arfblendinna einstaklinga hafa fengið bláæða- sega fyrir 60 ára aldur. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi þessarar stökkbreytingar hjá heil- brigðu íslensku þýði og hjá sjúklingum með sega- vandamál. Aðferðir: Erfðaefnið (DNA) var einangrað úr heilbrigðum blóðgjöfum og starfsfólki á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Erfðagreining var gerð með fjölliðun- arhvarfi (PCR), þar sem útröð 10 f geni storkuþáttar V var mögnuð sértækt upp. Útröðin var síðan melt með skerðihvatanum Mnl\ og rafdráttur síðan not- aður til að sýna fram á skerðibútabreytileikann sem fylgir stökkbreytingunni. Aðferð þessi var einnig notuð við leit að stökkbreytingunni hjá sjúklingum með segasjúkdóma. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að samsætutíðni FVQ506 meðal heil- brigðra íslendinga sé um 0,035 sem þýðir að um 7% beri stökkbreytinguna. Sú tíðni er svipuð hér á landi og meðal íbúa Norðurlanda. Niðurstöður rannsókna á sjúklingum með segasjúkdóma verða kynntar. E-17. Framskyggn rannsókn á blóðþynningarmeðferð á Landspítalanum MagnúsHaraldsson*, Páll T. Önundarson**, Brynja R. Guðmundsdóttir**, Kristín Á. Einarsdóttir** Frá *lyflœkningadeild og **rannsóknastofu l blóð- meinafrœði Landspítalanum Athugað var hvernig blóðþynning var fram- kvæmd hjá sjúklingum á Landspítalanum og könnuð tíðni fylgikvilla. Upplýsingum var safnað um 326 sjúklinga. Fjöldi meðferðarára var 121. Sjúklingum var skipt í átta ábendingarhópa. PP-próf var framkvæmt og voru PP gildi umreiknuð í INR (International Normal- ized Ratio). Reynt var að halda sjúklingum á bilinu INR = 2,0-3,0. Meðaltalsblóðþynning sjúklinga var reiknuð út. Ekki var marktækur munur á meðal- talsblóðþynningu ábendingarhópa. Meðaltalsblóð- þynning var INR=2,3. INR var innan við 1,6 í 20% af meðferðardagafjöldanum og innan við 2,0 í 46%. Var INR innan við 3,0 í 18% af meðferðardögum og innan við 4,0 í 6%. INR var 2,0-3,0 í 37% meðferð- ardaga. Sex meiriháttar blæðingar komu fyrir eða 5/100 meðferðarár. Einn sjúklingur lést vegna blæðinga. Reyndist blóðþynning of mikil við blæðingu í öll skipti nema eitt (INR >6,5). Hjá öllum hópnum var INR sS4,5 í 97% af meðferðardögum og þar var hætta á einni blæðingu á 118 meðferðarár. Var INR 5:6,0 í 1% af heildardagafjöldanum en 15% þeirra daga sem blæddi. Þegar INR var 5=6,0 var hætta á einni blæðingu á 73 daga sem samsvarar 600 sinnum meiri blæðingarhættu við INR 5=6,0 en við INR =£4,5. Einn sjúklingur fékk segarek í heilaæðar. Tveir sjúklingar létust vegna kransæðastíflu og einn sjúk- lingur dó skyndidauða. Aldurs- og kynstaðlaður samanburður á rann- sóknarhópi og íslensku þjóðinni sýndi ekki mark- tækan mun á dánartíðni. Blæðingarhætta var mest þegar INR fór yfir 6,0 og með nánara eftirliti mætti ef til vill fækka blæðing- um. Styrkur blóðþynningar er fremur lágur hjá hópn- um en tíðni segamyndunar er ekki hærri en í rann- sóknum þar sem blóðþynning er meiri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.