Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 23 legt næmi frumu- og vefjarannsóknar var 80%, þegar báðar gerðir sýna voru teknar. Sextíu og fimm sjúklingar greindust með illkynja sjúkdóm í lungum. Þar af höfðu, samkvæmt fyrstu niðurstöðum, 28 kirtilmyndandi krabbamein, 12 flöguþekjukrabbamein, 10 smáfrumukrabbamein, fimm illa þroskuð æxli, einn adenosquamous æxli og einn carcinoid æxli. Að auki höfðu sex meinvörp í lungum, einn iðraþekjuæxli (mesothelioma) og einn eitlaæxli (lymphoma). Meðal þeirra sjúklinga þar sem bæði frumu- og vefjarannsóknin gáfu neikvætt svar, greindust 13 síðar með illkynja sjúkdóm í lung- um; 10 við aðgerð, aðrir með opinni vefsýnitöku, miðmætisspeglun (mediastinoscopy) og fínnálar- ástungu. Athyglisvert er að kirtilmyndandi æxli voru lang- stærsti vefjaflokkur lungnaæxla hjá þessum sjúk- lingahópi. Hugsanlegt er að einhverþeirra æxla sem talin voru kirtilmyndandi lungnakrabbamein hafi í raun verið meinvörp. Vefjarannsókn reyndist hér mun næmari rannsóknaraðferð en frumurannsókn, en aðferðirnar bættu hvor aðra upp. Sennilega má bæta greiningarárangurinn með því að taka fleiri gerðir af sýnum til frumurannsóknar í völdum tilfell- um, svo sem berkjuskol eða stungusýni. E-21. Samanburður á öndunarmælingum og þolprófum heilbrigðra og sjúklinga með hryggikt Björn Magnússon*, Kári Sigurbergsson*, Marta Guðjónsdóttir*, KristínLeifsdóttir*, Kristján Steins- son**, Arni J. Geirsson** Frá *Reykjalundi, **Landspítalanum Inngangur: Andrýmd (VC) sjúklinga með hrygg- ikt (spondylitis ankylopoetica, SA) getur lækkað vegna skerðingar á hreyfanleika brjóstkassa. Vís- bendingar eru og um minnkaðan kraft innöndunar- vöðva, vægan starfsvefjar- og smáloftvegasjúkdóm. Óljóst er hvort og hvernig þessar breytingar hafa áhrif á þol og ekki er vitað hvort þolþjálfun breytir framrás sjúkdómsins. Markmið okkar er að meta áhrif hryggiktar og þjálfunar á öndun og þol. Efniviður og aðferðir: Til rannsóknar voru teknir 30 einstaklingar með hryggikt og viðmiðunarhópur á sama aldri, af sama kyni og í sambærilegri þjálfun. Öndunarmælingar voru framkvæmdar; blásturs- próf, flæðilykkja, rúmmálsmælingar (TLC, RV og FRC), mótstöðumælingar loftvega og loftdreifipróf. Á stigvaxandi þolprófi var mæld öndun (VE), kol- tvísýringsútskilnaður (VCÖ2) og súrefnisupptaka (VO:) að hámarki (VO, hámark). Mældur var hreyfanleiki hryggjar (Schober) og brjóstkassa. Niðurstöður: Tuttugu einstaklingar eru til þessa í viðmiðunarhópi. Meðal hryggiktarsjúklinga er VC og TLC lækkað, VC (SA) 4,7±11 en VC (viðmið) 5,6±0,9 1 (P<0,01), TLC (SA) 6,5±11 en TLC (við- mið) 7,4±1 1 (P<0,05). Þol var svipað en VE há- mark lækkað í hryggiktarhópnum vegna skerts and- ardráttar (tidal volume, VT). VO; hámark mældist 47±17 ml/kg meðal þjálfaðra en 34±8 ml/kg meðal óþjálfaðra hryggiktarsjúklinga (P<0,05). Fylgni var á milli VC og hreyfanleika brjóstkassa (r=0,749) og milli VC og VO; hámark (r=0,697) en ekki milli hreyfanleika brjóstkassa og V02 hámarks. Þá var samband milli hreyfanleika brjóstkassa og VT-há- marks. Alit: Einstaklingar með hryggikt í rannsókn okkar hafa væga herpu en eðlilegt þol. Þolþjálfun eykur þol þeirra án þess að hafa áhrif á hreyfanleika brjóst- kassa eða niðurstöður öndunarmælinga. Skertur brjósthreyfanleiki hafði ekki áhrif á þol en skýrir lækkun öndunar við hámarksálag. E-22. Interferon-gamma is necessary for granuloma formation in a model of Hypersensitivity Pneumonitis Gunnar Guðmundsson, Gary W Hunninghake University oflowa College ofMedicine and Veterans Administrations Medical Center, lowa City, Iowa, USA Farmers lung disease is a common form of Hyper- sensitivity Pneumonitis(HP). Cell-mediated im- munity is thought to be important in the pathogenes- is of the disease, an result of which is granuloma formation. The role of various cytokines in granu- loma formation in this disease has not been well studied. In our studies we used mice that have a gene knockout for Interferon-gamma (GKO) to stu- dy it’s role in the pathogenesis of HP. GKO mice and wildtype (WT) littermates on a BALB/c back- ground were exposed to 150 ug of the thermophilic bacteria Micropolyspora faeni or saline alone, for three consecutive days a week, for three weeks. The installations were done intranasally under light an- esthesia. Mice were sacrificed four days after the last exposure. Groups of mice underwent bronchoal- veolar lavage (BAL), or were analyzed for histology or lung index as measure of permeability. GKO mice exposed to the bacterial antigen had an increa- se in total BAL cells, that was not different from the wild type littermates that were also exposed to anti- gen. On differential count of the BAL cells, the GKO mice had a higher percentage of lymphocytes, compared to the wild type mice. They also had a higher lung index. Histology showed minimal in- flammation with no granulomas in the GKO mice while the WT mice had severe inflammation with granuloma formation. These results show that Interferon-gamma is important in granuloma formation in this mouse model of HP. Other factors seem to play a role in cell recruitment and permeability.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.