Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 29 meltingarvegi og var þá gerð CLO®-rannsókn á sýn- um frá magahelli og magabol auk vefjarannsóknar með sérstakri litun fyrir H. pylori. Meðferðarheldni og tíðni aukaverkana af meðferðinni var athuguð. Niðurstöður: Greint er frá árangri meðferðar hjá 61 (95%) þátttakanda, 27 konum og 34 körlum, á aldrinum 27 til 80 ára, meðalaldur 55,8 ár. Engar meiriháttar aukaverkanir komu fram. Meðferðar- heldni sjúklinga var sambærileg. H. pylori sýking var upprætt hjá 29 (88%) sjúklingum sem fengu 14 daga meðferð og 21 (75%) sjúklingi sem fékk sjö daga meðferð (p>0,05). Upprætingarhlutfallið var 82%. Ályktanir: 1. Ekki er tölfræðilega marktækur munur á sjö daga og 14 daga DMT meðferð til að uppræta H. pylori. 2. Það virðist tilhneiging til slak- ari árangurs af sjö daga meðferðinni. 3. Þátttaka fleiri sjúklinga er nauðsynleg til að sýna fram á marktækan mun á árangri meðferðanna. E-35. Virkni sýrulækkandi lyfja. Samanburður á Lomex®/Losec® og Famex®/Zantac® með 24 klukkustunda pH mælingu í maga Hallgrímur Guðjónsson, Einar Oddsson, Magda- lena Sigurðardótdr. Bjarni Þjóðleifsson Frá rannsóknarstofu í meltingarsjúkdómum, lyf- lcekningadeild Landspítalans Markmið: Að bera saman 24 klukkustunda pH í maga eftir meðferð með Lomex® 20 mg (Omega Farma) / Losec® (Hassle) 20 mg annars vegar og Famex® (Omega Farma) 20 mg / Zantac® (Glaxo) 300 mg hins vegar, gefið daglega í sjö daga. Aðferðir: Sextán heilbrigðir einstaklingar tóku þátt í hvorri lotu. í fyrri lotu voru borin saman lyfin Lomex® og Losec®, en í seinni lotu Famex® og Zantac®. Lyfjagjöf var blinduð af Apóteki Landspít- alans. Slanga með tveimur monocrystant antimony pH skynjurum með 5 cm millibili var staðsett um miðbik maga. Sýrustig var mælt og skráð á fimm sekúndna fresti í 24 klukkustundir af MicroDigi- trapper 4 Mb (Synectics™). Mæling var gerð áður en meðferð hófst og síðan á sjöunda sólarhring hverrar meðferðar. Niðurstöður: Neðri skynjari var marktækt súrari en sá efri í kontrólmælingu og eftir meðferð með Famex® og Zantac®, en munurinn hvarf við Lomex® og Losec® meðferð. Sá tími sem pH var yfir 3 og 4 var marktækt lengri eftir meðferð með Famex® en Zantac®. Á daginn var pH hærra eftir Famex® en Zantac® en ekki var munur á nóttinni. Enginn mun- ur var á virkni Lomex® og Losec®. Ályktun: Rannsóknin sýnir virkni mest notuðu sýrulækkandi lyfja á íslenskum lyfjamarkaði. Zant- ac® stytti tímann, sem pH var undir 3 um 16%, Famex® um 29%, Losec® um 68% og Lomex® um 74% (miðgildi). E-36. Er tímasetning barksteragjafar hjá sjúklingum með iktsýki mikilvæg? Björn Guðbjörnsson*,** Nils Gunnar Arvidson**, Anders Larsson***, Roger Hallgren** Frá *lyflœkningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, **lyflœkninga- og ***rannsóknardeild Aka- demiska sjúkrahússins, Uppsölum, Svíðjóð Á síðustu misserum hefur verið lýst kröftugri dagsveiflu í interleukin-6 (IL-6) gildum í sermi sjúk- linga með virka iktsýki. IL-6 er hæst snemma morg- uns (100 pg/ml) en mun lægra síðdegis (20 pg/ml). Þetta styrkir það álit að bólguferillinn hafi sjálfstæða dagsveiflu. Með þetta í huga höfum við gefið sjúk- lingum með virka iktsýki lága skammta af barkster- um (prednisólon 5-7,5 mg) annað hvort að morgni kl. 7 eða kl. 2 að nóttu. Sjúkdómsvirknin var metin í upphafi meðferðar og að lokinni fimm daga með- ferð. Sjúklingar sem fengu lyfin kl. 2 að nóttu sýndu marktækan bata hvað varðar lengd morgunstirðleika (p<0,01), liðverk mælt með VAS (p<0,05), „Lansbu- ry index“ (p<0,01) og interleukin-6 gildi þeirra lækk- aði einnig marktækt meira en hinna er fengu lyfin á hefðbundinn hátt að morgni kl. 7 (p<0,05). Niðurstöðumar benda til þess að barksterar með stuttan lífeðlisfræðilegan helmingunartíma hafa meiri bólguminnkun ef þeir eru gefnir fyrir hávirkni bólguferilsins síðla nætur. E-37. A study of the association of HLADR, DQ and complement C4 alleles with Systemic lupus erythematosus in Iceland Kristján Steinsson*, Sif Jónsdótdr**, Guðmundur Arason***, Helga Kristjánsdótdr***, Ragnlieiður Fossdal**** From the Dpts of *Internal Medicine, Division of Rheumatology, **Patliology, Immunogenedcs Unit, ***Immunology, ****The Blood Bank, Landspítal- inn University Hospital, Reykjavík Objective: To examine the association of MHC Class II and C4 alleles with Systemic lupus eryt- hematosus (SLE) in the Caucasian population of Iceland. Methods: MHC class II and C4 alleles were defin- ed in 64 unselected SLE patients (57 females and seven males), fulfilling four or more ARA criteria for SLE, and ethnically matched controls. HLA-DR and DQ typing was performed by polymerase chain reaction amplification with sequence specific pri- mers (PCR-SSP). C4 phenotypes were determined by high-voltage agarose electrophoresis on car- boxypeptidase and neuraminidase treated samples followed by immunofixation.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.