Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Síða 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1996, Síða 69
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 31 61 ara í öldrunarlækningum frá hverju landi fyrir sig. Til viðmiðunar eru teknar saman niðurstöður úr birtum rannsóknum utan Norðurlanda um sértæk markmið og árangur öldrunarlækninga. Gerð er sér- stök úttekt á þeim samanburðarrannsóknum á öldr- unarmati, sem gerðar hafa verið með slembiúrtaki á Norðurlöndum og tekið saman gróft yfirlit úr niður- stöðum þeirra. Niðurstöður: Staða öldrunarlækninga er sambæri- leg á Norðurlöndunum fimm þótt skipulag þeirra geti verið mismunandi við ólíkar aðstæður. Birtar hafa verið yfir 120 rannsóknir um árangur öldrunar- lækninga utan Norðurlanda en aðferðir, fram- kvæmd og mælistikur rannsóknanna hafa verið mjög fjölbreyttar. Alls fundust sjö samanburðarrann- sóknir á öldrunarmati með slembiúrtaki frá Norður- löndum og eru þeim gerð sérstök skil. Marktækur árangur fæst þar sem; 1. valdir eru þeir sjúklingar, sem eru í mestri áhættu fyrir stofnanavist; 2. öldrun- arteymið hefur góðar aðstæður til meðferðar og endurhæfingar; 3. góð rannsóknarþjónusta og tækjakostur eru fyrir hendi og 4. framhaldseftirlit er haft með sjúklingum og fylgst með árangri meðferð- ar. Skil: Sambærilega stöðu öldrunarlækninga á Norðurlöndum má fyrst og fremst rekja til sameigin- legra viðhorfa til öldrunarfræða og öldrunarlækn- inga, sambærilegrar heilbrigðisþjónusta og hins nána samstarfs öldrunarlækna sem ríkt hefur á Norðurlöndum undanfarin ár. Margar rannsóknir á alhliða öldrunarmati og öldrunarlækningum hafa sýnt jákvæðan árangur þótt aðstæður hafi verið mis- munandi á þeim stöðum, sem þær hafa verið fram- kvæmdar. Forval sjúklinga, virkt öldrunarteymi, forráð meðferðar, góður tækjakostur og virkt eftirlit leggja grunn að markvissum árangri öldrunarlækn- inga. V-26. Tímalengd einkenna hjá bráðum heilablóðfallsjúklingum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Framvirk rannsókn 1996 Guðjón Karlsson, Finnbogi Jakobsson, Einar M. Valditnarsson, Gardar Sigurðsson Frá endurhœfingar- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Forsenda árangurs í hugsanlegri framtíðarmeð- ferð heilablóðfallssjúklinga með blóðsegaleysandi meðferð eða lyfjum til hindrunar heiladreps er talin vera bráð meðferð á fyrstu klukkustundunum eftir upphaf einkenna. Framvirk rannsókn á öllum heilablóðfallssjúk- lingum hófst á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. janúar 1996. Tilgangurinn er að rannsaka tíðni, gerð, með- ferð, endurhæfingu og afdrif þessa sjúklingahóps. Meðal þess sem er athuguð er tímalengd einkenna fyrir komu og tími fram að tölvusneiðmyndartöku af höfði. Kynntar verða niðurstöður fyrstu þriggja mánuða rannsóknarinnar. Af 25 sjúklingum komu fimm sjúklingar á fyrstu klukkustund eftir upphaf einkenna, 12 sjúklingar eftir eina til þrjá stundir, sex sjúklingar eftir þrjár til 12 stundir og lengra en 12 klukkustundir liðu hjá tveimur sjúklingum. Sautján sjúklingar (68%) komu á fyrstu þremur klukkustundunum frá upphafi einkenna. Hjá þeim sem komu á fyrstu 12 stundunum var meðaltíminn 2,8 klst. Meðaltími alls hópsins frá upphafi einkenna var 3,8 klst. Tuttugu og þrír fóru í tölvusneiðmyndatöku (92%) fyrsta sólarhringinn. Meðaltími eftir komu á sjúkrahúsið og þar til tölvusneiðmynd var tekin var 2,2 klst (15 mínútur til sex klst.). Meðaltími frá upphafi einkenna til tölvusneiðmyndar var 5,2 klst. Rannsóknin gefur hugmynd um möguleikana á bráðri blóðsega- eða annarri bráðri lyfjameðferð hjá heilablóðfallssjúklingum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur við núverandi aðstæður. V-27. Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur Sjúkratilfelli Einar M. Valdimarsson, Garðar Sigurðsson Frá endurhœfingar- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Sjötíu og tveggja ára kona var lögð inn á Borgar- spítalann vorið 1995 vegna tveggja vikna sögu um breytta hegðun, óstöðugleika og dettni. Sjálf gat hún illa gert grein fyrir högum sínum. Samkvæmt upplýsingum aðstandenda hafði konan þótt hegða sér undarlega. Hún hafði svarað spurningum út í hött, verið ónóg sjálfri sér og misst þvag. Síðar feng- ust þær upplýsingar að gætt hefði minnistruflana hjá henni um tveggja mánaða skeið. Árið 1974 hafði sjúklingurinn fengið ísettan hjartagangráð. Einnig var saga um vanstarfsemi skjaldkirtils og lyfjameð- ferð af þeim sökum. Að öðru leyti hafði sjúklingur verið frískur. Við skoðun var sjúklingur sæmilega áttaður, minnistruflana gætti. Sjúklingur var seinn til svars, hægur í hreyfingum og óstöðugur. Iljarteikn Babins- kis fannst vinstra megin. Tölvusneiðmynd af höfði og blóðrannsóknir sýndu ekkert athugavert. Áttun og minni sjúklings versnaði hratt, sjón- rænna ofskynjana (visual hallucination) gætti. Óstöðugleiki jókst og fljótlega varð sjúklingur rúm- liggjandi. Þá kom fram talsverð óregluhreyfing (ataxia) á bol og útlimum. Eftir það lá sjúklingur oft hreyfingarlaus og þögull (akinetic mutism). Inn á milli hreyfði sjúklingur sig og var þá stundum hægt að ná sambandi við hann. Þá var unnt að greina málglöp (dysphasia) og starfsglöp (dyspraxia). Einnig kom fyrir gaumstol (neglect) til vinstri og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.